Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 92
Brynjólfs Fjölnismanns. Þeir Jónas voru
skólabræður frá Bessastöðum og ætíð vel
til vina. Um samfundi þeirra að þessu sinni
er það eitt vitað sem Jónas greinir svo
kumpánlega frá í næsta bréfi til Konráðs,
skrifuðu á Helgafelli hjá séra Jóni, syni séra
Guðmundar á Staðastað, „einhvum tíma í
ágúst“; var staddur þar 17.-18. ágúst sam-
kvæmt áfangaskrá:
Ég er nú nýkominn að kalla ofan af fellinu;
hann séra Jón minn á kíkir sem kostaði 25
rd. í vor eð var. Nema það, ég fór að horfa
í þessa „sjónpípu" og ufrað Staðarfelli og
sjá! öll glerin í sjónpípunni stukku í sundur
eður svo sem rifnuðu og klofnuðu og svo-
leiðis, rétt eins og í þeim lá. Séra Jón minn
sagði mér það væri af hinu mikla ljósi sem
komið væri þar yfir bæinn síðan á dögunum
að séra Pétur trúlofaði sig Sigríði bónda-
dóttur. Ekkert vissi ég af því fyrra sunnudag
þegar ég gaf honum Pétri svarta tík hvolpa-
fulla og heitir „Kara“ — fjandinn mætti
gef’onum tík í minn stað fyrst hann sagði
mér ekki frá fyrirætlan sinni, selurinn
svorni.
Séra Pétur hefur semsé dulið Jónas þess að
hann var þá í þann veginn að trúlofa sig
Sigríði, dótturBoga Benediktssonará Stað-
arfelli. Fyrri kona hans, Anna Sigríður Ara-
dóttir, hafði andazt 1839. Engin
„maddama” á Staðastað gaf fyrirmæli um
þjónustu við Jónas eða bað hann um vísu,
það eina sinn sem hann kom þar.
Helga frá Dagverðará hefur eftir Kristínu
gömlu, sögukonu sinni, að ár séra Péturs á
Staðastað vilji hún sízt muna, og andar
fremur köldu frá henni í hans garð. Allar
minningar hennar frá Staðastað eru, sem
fyrr er sagt, skýrt og greinilega bundnar við
setrið í tíð séra Guðmundar Jónssonar og
„maddömu" hans, sem þá hlýtur að hafa
verið síðasta kona hans af þremur, Ingi-
björg Arngrímsdóttir, dáin 6. desember
1833.' í upphafi Jónasarsögunnar tekur
sögukonan sérstaklega fram að Þorbjörg,
dóttir séra Guðmundar, hafi verið lasin
laugardaginn sem Jónas bar að garði, og
athygli vekur vistasending prestshjónanna
til Þorgeirs, en hann var sonur séra Guð-
mundar og fyrstu konu hans, enginn annar
en séra Þorgeir Guðmundsson í Glólundi,
sem Jónas heiðraði ríkulega með ljóðum
1839, Nii er vetur úr bœ, Þið þekkið fold og
Það er svo margt efað er gáð.
Þessi eindregnu tengsl Kristínar við
Staðastað í tíð séra Guðmundar koma fylli-
lega heim og saman við vitnisburð kirkju-
bóka frá þessum árum.
Kristín Jónsdóttir var fædd 11. apríl 1822
á Syðrikrossum, dóttir Jóns Þórðarsonar
bónda þar og konu hans, Guðrúnar Guð-
laugsdóttur. Síðar bjuggu þau lengi í Tröð-
um, hjáleigu frá Staðastað. Samkvæmt
húsvitjanabókum er Kristín skráð til heim-
ilis í Tröðum hjá foreldrum sínum samfleytt
1829-1840, en raunar aldrei á prestssetrinu
sjálfu. Árið 1841, árið sem Jónas Hall-
grímsson kom í raun réttri að Staðastað, og
þá til séra Péturs, eru Jón og Guðrún komin
að Mel, allmiklu austar í Staðarsveit, með
böm sín fimm, þar á meðal Kristínu nítján
ára.
Kristín kann að hafa verið vikatelpa og
heimagangur á Staðastað í tíð séra Guð-
mundar Jónssonar, en fundur hennar og
Jónasar Hallgrímssonar virðist ættaður úr
heimi hugarburðar og óska. Við það verður
að una, og gildir einu þótt Helga Halldórs-
dóttir leggi áherzlu á að sá fundur hafi verið
Kristínu „sérstaklega minnisstæður“. Að
segja sem svo að Kristín hefði eftir allt
saman getað verið stödd á Staðastað þegar
82
TMM 1992:1