Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 108
og til dæmis Guðmundur, en svo má ekki skíra
litla bróður Jesús!
Systkini Sossu falla meira og minna í skugga
hennar en foreldramir eru dregnir nokkuð skýr-
um dráttum. Móðirin er glaðlynd og bjartsýn og
virðist skilja hvað í Sossu býr. Hún segir henni
að hún geti orðið fegurðardís ef hún hætti að
gretta sig og skæla og það er hún sem kallar
Sossu sólskinsbarn. Faðirinn er aftur á móti
alvörugefinn maður og gjörsneyddur öllu
ímyndunarafli. Hann erráðþrota gagnvart skap-
ofsanum í Sossu sem hann kallar bestíu og
himpigimpi þegar honum ofbýður. En alvöru-
gefni hans skýrist að nokkru leyti þegar móðir
hans kemur í heimsókn: „Það er ekki nokkur
leið að koma henni ömmu til að hlæja, og þegar
mamma hlær segir hún grafalvarleg: „Guð fyr-
irgefi þér galgopaháttinn, fullorðinni konunni! “
Pabbi er líka alvarlegur og á bágt með að þola
flissið í okkur. Kannski hefur hann aldrei mátt
hlæja þegar hann var strákur?“ (19).
í einni kös eins og fé í fjárhúsi
Sagan gerist á sveitabæ við ónefndan fjörð en
jafnframt búskapnum stundar heimilisfaðirinn
sjóinn ásamt elstu sonunum. Lífsbaráttan er
hörð hjá þessari barnmörgu fjölskyldu sem öll
hírist í einni baðstofukytru. Allir þurfa að leggja
hönd á plóginn um leið og þeir geta og jafnvel
fyrr. Strax í upphafi er greinilegt að sagan á að
gerast „í gamla daga“ en hvenær nákvæmlega
verður ekki ljóst fyrr en á síðustu blaðsíðunni.
Þar kemur fram að skylda eigi öll böm til að
vera í skóla í fjóra vetur en það mun hafa verið
árið 1907. (Framar í sögunni er reyndar talað
um að gullæði hafi gripið um sig í Ameríku sem
ég veit ekki betur en hafi verið um miðja síðustu
öld.)
Fjölskyldan vinnur hörðum höndum, börnin
eru böðuð á hálfsmánaðarfresti og guðsorð í
hávegum haft. Þau virðast ekki gera sér margt
til skemmtunar nema þá helst að lesa á veturna.
Pabbinn les líka upphátt á sunnudögum úr Bibl-
íunni eða Jónsbók (Vídalínspostilla?) og
mamman kennir krökkunum sálma og vers.
Eins og við er að búast í sögu um barnmarga
fjölskyldu er talsvert fjallað um barneignir í
þessari bók. Sossa hefur látið telja sér trú um að
þegar karl kyssi konu á munninn láti hann barn
í magann á henni. Þetta er nú kannski svolítið
skrítið af svona skýrri sveitastelpu, sérstaklega
þar sem henni finnst barnsfæðing og kálfsburð-
ur hliðstæðir atburðir. Maður býst einhvem
veginn við því af Sossu að hún spyrji sig þá að
því hver hafi kysst kúna. En við fáum líka að
vita hvert er álit utanaðkomandi fólks á ómegð-
inni á heimilinu. Kaupmanninum finnst að
bændur ættu að hugsa fyrst og framkvæma svo
en hrúga ekki niður krökkum án þess að geta
séð fyrir þeim. Amma Sossu lætur í ljós van-
þóknun sína á þessum krakkaskara við mömmu
hennar og talar um óráðsíu. En mamman bendir
gömlu konunni á að tala við son sinn um þetta.
Svo virðist vera sem konan líti á sig eingöngu
sem þolanda í samlífi þeirra hjóna. Þetta sjón-
armið kemur fram á fleiri stöðum. Hún segir til
dæmis þegar bóndi hennar talar vonleysislega
um að alltaf bætist við barnahópinn að hann hafi
við sjálfan sig að stríða í því efni. Þessi alvöru-
gefni, guðhræddi og vinnusami maður virðist
haldinn einhverjum veikleika sem hann ræður
ekkert við. Hann er alltaf að setja börn í magann
á mömmu sem þjáist fyrir það og reyndar öll
fjölskyldan. Þessi ömurlega mynd af kynlífi og
barneignum í gamla daga er kannski athygli-
verð fyrir fullorðið fólk en ég sé ekki hvaða
tilgangi það þjónar að bregða henni upp svona
hvað eftir annað í bamabók.
I fyrri hluta sögunnar er ekki um eiginlega
atburðarás að ræða heldur er brugðið upp svip-
myndum úr lífi fjölskyldunnar. Kaflarnir eru
ákaflega mislangir, sumir mynda heillegar frá-
sagnir en aðrir em örstuttir og fjalla um afmark-
að efni. Sagan hefst í sumarbyijun en í miðri
bók er allt í einu aftur komið vor og þá hefst
samfelld frásögn. Kaupmaðurinn kemur ásamt
syni sínum og heimtar kúna upp í skuldina. En
Sossu tekst með skapofsa sínum og hreinskilni
98
TMM 1992:1