Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Ég hef sungið alveg frá því að ég man eftir mér. Ég byrjaði í krútta- kór Langholtskirkju þegar ég var fimm ára gamall og fór svo í Söng- list, söng- og leiklistarskóla og í Drengjakór Reykjavíkur,“ segir Benedikt Gylfason en hann hefur verið í Drengjakórnum síðastliðin fjögur og hálft ár. Benedikt er ekki nema 12 ára gamall en hefur þrátt fyrir það vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína á sviði sönglistar og kemur fram á fjölda tónleika um þessi jól ásamt þekktum listamönn- um. Til að mynda mun Benedikt koma fram á hátíðartónleikum í Grafarvogskirkju, Frá ljósanna há- sal, þann 30. desember ásamt þeim Garðari Thor Cortes og Margréti Eiri. Benedikt er mjög áhugasamur á sviði listarinnar og lærir dans og á píanó þegar hann er ekki á æfing- um með Drengjakór Reykjavíkur. Hann æfir ellefu sinnum í viku og segir lykilinn að því að allt gangi upp vera að skipuleggja sig vel og segir námið ekki undanskilið í skipulaginu en hann gengur í Foss- vogsskóla. Benedikt á ekki langt að sækja söngáhugann en faðir hans, Gylfi Ástbjartsson, syngur í Karlakór Reykjavíkur og syngja þeir feðgar báðir á tónleikunum Frá ljósanna hásal í Grafarvogskirkju. Annar fjölskyldumeðlimur kemur einnig fram á tónleikunum, systir Bene- dikts, Helena Gylfadóttir, og syngja þau systkinin saman eitt lag á tón- leikunum. Benedikt og faðir hans komu einnig fram á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju um síðustu helgi og í vikunni. Benedikt segir nóg að gera hjá sér síðustu vikurnar fyrir jólin, hvort sem hann sé að syngja, dansa eða leika, og hann hlakkar til að slappa af í faðmi fjölskyldunnar yfir jólin þegar törninni lýkur. Byrjaði 5 ára í krúttakór  Nóg að gera hjá 12 ára söngvara síðustu vikur fyrir jól Morgunblaðið/Golli Fagur söngur Karlakór Reykjavíkur með tónleika í Hallgrímskirkju. Benedikt Gylfason 12 ára syngur einsöng alveg eins og engill. Færðin hefur ekki farið framhjá neinum en það er snjór á fleiri stöðum en á götum því á gangstéttum er fannfergið einnig mikið. Þar vinna hetjurnar sem hreinsa ruslakör landsmanna og það er ekki létt starf. Morgunblaðið slóst í för með þeim Rúnari Þór Friðrikssyni og Stefáni Inga Gunnarssyni, starfsmönnum Gámaþjónustunnar, þegar þeir tóku rusl á Grettisgötu í Reykjavík. Þeir hafa verið að störfum þrátt fyrir veðurofsann og fannfergið og dregið þungar tunnur gegnum snjóinn. Það er ekkert grín eins og blaðamaður komst að raun um þegar hann prófaði að draga tunnu frá geymslu og að sorpbílnum, rúma 20-30 metra. Þeir Rúnar og Stefán taka tvær til fjórar slíkar tunnur í hverju stoppi. Mikið gengið og miklu lyft Stefán hefur eitt sinn mælt hvað hann gekk á hverjum degi og voru það þó- nokkrir kílómetrar. Með þyngslunum í tunnunum er kannski ekki að undra að þeir félagar séu í góðu formi. „Við förum á venjulegum degi á 90-120 staði og þetta er ágætis líkams- rækt. Stór kör eru í kringum 50-60 kíló og þegar snjórinn bætist við þá tvö- faldast þyngdin,“ segir Stefán um leið og þeir Rúnar rjúka inn í geymslu að sækja tunnu. Vonast er til að hægt verði að losa allar tunnur fyrir jól eins og los- unardagatal segir til um og hefst vinnan aftur 27. desember. benedikt@mbl.is Tafir Rúnar og Stefán reyna að vinna upp tafir, sem orðið hefur á sorp- hirðunni vegna veðursins og snjóþyngslanna að undanförnu. Hálkuverja Víða hefur þurft að sleppa að losa tunnur þar sem aðkomuleiðir að þeim voru ógreiðfærar. Nauðsynlegt er að moka tröppur á aðkomuleiðum og frá sorpgeymslum og hálkuverja til að greiða götu starfsfólks við störfin. Hetjurnar á göt- um borgarinnar Morgunblaðið/Ómar Hetjur Þeir Rúnar Þór Friðriksson og Stefán Ingi Gunnarsson hafa ýtt fjölmörgum bílum sem hafa setið fastir und- anfarna daga. Hér ýta þeir Suzuki Grand Vitara sem sat fastur á planinu við Bílrúðuna við Grettisgötu. Hverfisgata 4 101 Reykjavík s: 537 4007 info@hverfisgalleri.is www.hverfisgalleri.is opið 11-17 þri-fös & 13-16 lau Georg Guðni Jeanine Cohen Guðjón Ketilsson Kristinn E. Hrafnsson Guðný Rósa Ingimarsdóttir Magnús Kjartansson Harpa Árnadóttir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Hildur Bjarnadóttir Sigurður Árni Sigurðsson Hrafnhildur Arnardóttir Tumi Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.