Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpivogur Loksins hefur vetur konungur gengið í garð í Djúpavogshreppi og taka íbúar honum fagnandi undir endurteknu norðurljósatrafi sem leikið hefur með himinskautum í bakgrunni Búlandstinds. Rétt eins og gerist og gengur þá lagar samfélagið sig að dyntum náttúrunnar og er skammdegið því að venju lýst upp í fallega skreyttum bæ.    Og nú þegar frostið bítur kinn og snjógráði liggur á jörð hafa menn sem áður margt sér til dægrastytt- ingar á Djúpavogi og undir þessum kringumstæðum lifir og dafnar menningin sem aldrei fyrr með hefð- bundnum viðburðum á aðventunni. Í aðdraganda þessara jóla hafa einnig litið dagsins ljós nýjar bækur úr smiðju heimamanna og skal þar nefna til sögunnar bók eftir Hrönn Jónsdóttur, „Árdagsblik“, sem hefur hlotið góða kynningu á svæðinu. Þá verður ekki látið hjá líða að minnast á hið stórkostlega rit dr. Gísla Páls- sonar um Hans Jónatan, „Maðurinn sem stal sjálfum sér“, en segja má að þar sé um einstakt bókmenntaverk að ræða þar sem bjargvætturinn litli, Djúpivogur, tók blökkumanni opnum örmum, sem önnur samfélög og þjóðir höfðu þá útskúfað í fáfræði og kynþáttahatri fyrri tíma.    Í þessum anda lifir samfélagið á Djúpavogi í óbreyttri mynd í dag og leggur sig nú sem fyrr fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og gestum.    Jafnhliða réttmætri kröfu um sjálfsagða aðild að nýtingu á hinni sameiginlegu auðlind vinnur sveitar- félagið að því að draga fram nýjar áherslur og verkefni inn í samfélagið með fjölbreytnina að leiðarljósi, ekki síst til að laga samfélagið enn betur að breyttum kröfum nýrra kynslóða sem hafa menntað sig til fjölbreyttra starfa. Djúpavogshreppur hefur því á síðustu mánuðum og vikum verið að leggja sérstaka áherslu á að skapa skilyrði fyrir ný störf og verk- efni á svæðinu og hefur töluvert áunnist í þeim efnum og áfram verð- ur haldið í þeirri sókn.    Fyrir skemmstu var opnað Frumkvöðlasetur á Djúpavogi undir nafninu „Djúpið“ með aðstöðu fyrir heimamenn fyrir verkefni af ýmsum toga, í Djúpinu verður einnig starfs- stöð Nýsköpunarmiðstöðvar og Austurbrúar sem mun taka form- lega til starfa á komandi vetri. Þá verður einnig sett á stofn starfsstöð Minjavarðar Austurlands á Djúpavogi frá og með marsmánuði sem er einnig mikið fagnaðarefni, en fáir staðir á Íslandi hafa af fleiri og merkari menningarminjum að státa en einmitt Djúpavogshreppur. Í sveitarfélaginu er t.d. unnið að hús- verndarverkefnum af miklum metn- aði og er Djúpavogshreppur þátt- takandi í tveimur slíkum verkefnum um þessar mundir, annars vegar með endurbyggingu á hinu glæsi- lega Faktorshúsi og hinsvegar gömlu Djúpavogskirkju. Auk þessa hefur Djúpavogshreppur látið vinna sérstaklega vandaða húsakönnun sem nær til allra eldri og merkari húsa í sveitarfélaginu.    Sveitarfélagið hefur því á und- anförnum vikum og mánuðum lagt mikla vinnu í að leita margvíslegra leiða til mótvægisaðgerða þar sem áhersla hefur verið lögð á að sækja fjölbreytt störf og verkefni til að mæta því litríka og fjölbreytta sam- félagi sem Djúpivogur er og þar sem innviðirnir eru enn sterkir sem áður. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Búlandstindur Norðurljósatrafi hefur leikið með himinskautum. Skilyrði sköpuð fyrir ný störf og verkefni á komandi árum 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úr- skurði í ágreiningsmálum á svo- nefndu svæði 8 norður, það er að segja Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga. Í úrskurði sín- um féllst hún á kröfur íslenska rík- isins um að eftirfarandi landsvæði á Skaga væru þjóðlendur: Almenn- ingur á Skaga, Skrapatunguafrétt, ágreiningssvæði vegna Fannlaug- arstaða og ágreiningssvæði vegna Skálahnjúks. Hafnaði nokkrum kröfum Nefndin féllst auk þess á að Auð- kúluheiði, Forsæludalskvíslar, Landsvæði sunnan Gríms- tunguheiðar, Lambatungur, land- svæði sunnan Haukagilsheiðar og Lambatungna og hluti Kornsár- tungna í Húnavatnshreppi væru þjóðlendur. Einnig féllst nefndin á að austurheiði Víðidalstunguheiðar, landsvæði sunnan Víðidals- tunguheiðar, Húksheiði og Stað- arhreppsafréttur í Húnaþingi vestra, syðri hluta, væru þjóðlendur. Hún hafnaði þó kröfum íslenska ríkisins um að Reynistaðarafrétt á Fjórtán svæði úr- skurðuð þjóðlendur  Óbyggðanefnd kveður upp úrskurð Svæðin Yfirlitskort nefndarinnar. Skaga væri þjóðlenda. Þá hafnaði hún því einnig að Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Sauðadalur í Húnavatnshreppi væru þjóðlendur. Í Húnaþingi vestra, syðri hluta, var því hafnað að vesturheiði Víðidals- tunguheiðar, Aðalbólsheiði og Efra- núpsheiði væru þjóðlendur auk þess sem því var hafnað að Breiðaból- staðarafrétt / Engjabrekka í Vatns- nesi væri þjóðlenda. Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 D U X® ,D U XI AN A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n AB 20 12 . Gæði og þægindi síðan 1926 Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Frídagar í kringum jólahátíðina eru nokkuð margir í ár og eru samhang- andi frídagar fimm talsins ef að- fangadagur er talinn með. Skilgreiningar á brandajólum má rekja til 17. aldar og eru breytilegar á milli alda. „Þetta er eilíft vandamál vegna þess að brandajól hafa verið svo breyti- leg í gegnum ald- irnar en í stuttu máli þýðir það bara þegar frídagar eru sem flestir. Það fer eftir því hvaða skilgreiningu menn notast við hvort þeir telji jólin í ár falla undir skilgreininguna á brandajólum en skilgreiningunum hefur fjölgað og helgidögum fækkað,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Áður fyrr voru þriðji og jafnvel fjórði dagur jóla helgidagar en þeim fór fækkandi á 18. öld. Í staðinn varð laugardagur frídagur en líkt og helgidagar eru aðrir frídagar sífelld- um breytingum háðir og mismun- andi eftir starfsstéttum. Upphaflega var orðið brandajól einungis notað þegar jóladag bar upp á mánudag. Samkvæmt einni nýjustu skilgreiningu á brandajólum sem séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili ritaði á 20. öld segir að brandajól séu þegar fjórheilagt er eða þegar fjórir frídagar hanga sam- an. Gerist slíkt þegar jóladagur fell- ur á mánudag eða fimmtudag, líkt og í ár. „Stóru brandajól í ár“ Að framansögðu er ljóst að menn hafa lagt mismunandi skilning í orð- ið brandajól, einkum hvað séu stór og lítil brandajól. Að sögn Árna falla jólin í ár undir nýjustu skilgrein- ingar á stórum brandajólum. „Ef við skilgreinum aðfangadag sem frídag verða fimm samhangandi frídagar þessi jólin. Verða því stóru brandajól í ár,“ segir Árni. Menn hefur einnig greint á um forliðinn „branda-“ í orðinu branda- jól. Er algengasta skýringin sú að merkingin komi frá eldibrandi eða eldiviði. Þurftu menn að draga að mikinn eldivið fyrir jólin þar sem þeir máttu ekki vinna á jólafrídög- unum. Þetta er þó ekki vitað með vissu og kemur nafngiftin efalaust til með að valda mönnum heilabrotum áfram. Morgunblaðið/Þórður Jólafrí Margir Íslendingar gleðjast eflaust yfir stóru brandajólunum í ár. Landsmenn fá stóru brandajól  Brandajól verða þegar fjórheilagt er Árni Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.