Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 26

Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 26
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mikilvægt er að í uppfærðri áætlun um losun fjármagnshafta verði lögð áhersla á samvinnu og hvata til þátt- töku í því skyni draga úr áhættu samhliða afnámsferlinu. Þannig kæmi meðal annars til greina í þeim efnum að setja útgönguskatt á greiðslur úr landi. Gæta þarf að stöð- ugleika þegar stigin verða skref í átt til losunar hafta sem þýðir að ferlið verður að vera tengt þróun efna- hagsmála og greiðslujafnaðar þjóð- arbúsins hverju sinni. Þetta segir Peter Dohlman, yfir- maður sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS), í samtali við Morgunblaðið. Sendinefndin lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands í tengslum við efnahagsáætl- un íslenskra stjórnvalda og sjóðsins sem lauk í ágúst 2011. Leysa þarf upp Íbúðalánasjóð Fram kemur í áliti sendinefndar AGS að þrátt fyrir jákvæðar efna- hagshorfur, sem ættu að styðja við áætlun um losun hafta, þá sé enn veikleikar fyrir hendi í íslensku efna- hagslífi. Þar ber helst að nefna óvissu vegna afnáms fjármagns- hafta, þrýsting á launahækkanir í komandi kjaraviðræðum og veika stöðu Íbúðalánasjóðs. Telur sjóður- inn að stjórnvöld ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalánasjóð með skipulegum hætti til að lágmarka kostnað ríkisins og kerfisáhættu. Aðspurður hvort þörf sé á meira aðhaldi í rekstri ríkisins – en áætl- aður afgangur á fjárlögum næsta árs samsvarar 0,2% af landsframleiðslu – sagði Dohlman að fjárlögin væru að mestu í samræmi við áform ríkisins um lækkun skulda. Hann nefndi hins vegar sérstaklega að mikilvægt væri að stjórnvöld leituðu leiða til að skapa svigrúm í ríkisrekstrinum svo hægt yrði að auka fjárfestingu hins opinbera, einkum í heilbrigðismál- um. Jafnframt þyrfti að ganga lengra í því að færa skattbyrði frá beinum sköttum yfir í óbeina skatta. AGS telur að breytingar á virðis- aukaskattkerfinu séu af hinu góða og muni auka skilvirkni þess. Morgunblaðið hefur áður greint frá því að tillögur ráðgjafahóps stjórnvalda um afnám hafta geri ráð fyrir því að lagður verði 35% út- gönguskattur á alla fjármagnshreyf- ingar úr landi. Slíkur skattur myndi þá meðal annars ná til mögulegra greiðslna slitabúa föllnu bankanna til erlendra kröfuhafa, hvort sem þær yrðu framkvæmdar í erlendum gjaldeyri eða íslenskum krónum. Do- hlman svaraði því ekki hvort til greina kæmi að slíkur skattur næði einnig til útgreiðslna úr slitabúun- um. Hann sagði að ýmsar leiðir væru til skoðunar í tengslum við uppfærða áætlun um afnám hafta og þar kæmi útgönguskattur meðal annars til greina. Benti Dohlman á að í afnáms- áætlun Seðlabankans frá 2011 hefði verið að finna tillögur um útgöngu- skatt á aflandskrónueigendur. Í áliti sendinefndar AGS er fagnað því sem gert hefur verið til undirbún- ings áætlunar um losun hafta. Sá ár- angur komi fram í því samkomulagi sem gert var við slitabú Landsbank- ans (LBI) og bættum skilningi á þeim vanda sem við er að etja við los- un hafta. „Leiðin sem valin verður í nýrri áætlun um losun fjármagns- hafta mun móta Ísland til framtíðar,“ segir í áliti sendinefndarinnar. Að- spurður telur Dohlman ekki rétt að sett verði sérstök tímamörk við framkvæmd áætlunar um afnám hafta enda væri slíkt ekki í samræmi við þá nálgun að afnámsferlið þurfi að ráðast af aðstæðum hverju sinni. Styrkja samkeppnisstöðuna Fram kemur í áliti sendinefndar- innar að aukin áhersla á horfur í greiðslujöfnuði myndu styðja við af- nám hafta. Bent er á að eftir hrun fjármálageirans hafi viðskiptajöfn- uður landsins batnað verulega vegna gengisfalls krónunnar sem hefur stutt við útflutning og ferðaþjónustu. Þessa bættu samkeppnisstöðu telur AGS að þurfi að styrkja enn frekar með stefnu sem hlúir að fjárfestingu og sparnaði – þar með talið fjárfest- ingu í innviðum – þar sem áhersla sé lögð á að laun á vinnumarkaði hækki ekki umfram framleiðniaukningu. Skynsamlegt að sýna varfærni Morgunblaðið/Ómar AGS Sendinefnd sjóðsins lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni.  Sendinefnd AGS telur mikilvægt að í uppfærðri áætlun um losun hafta sé lögð áhersla á hvata til þátt- töku  Leiðin sem er farin mun „móta Íslands til framtíðar“  Auka þarf fjárfestingu hins opinbera Álit sendinefndar AGS » Styrkja þarf fjárhagsleg tengsl Íslands við umheiminn. Slíkt er forsenda hagvaxtar og hagkvæmari fjárfesting- arkosta. » Sýna ætti varfærni við losun hafta í ljósi ástands heimsbú- skaparins. » Sjóðurinn undirstrikar mik- ilvægi sjálfstæðs seðlabanka og traustar varrúðarreglur fyr- ir fjármálakerfið. 26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Munið að slökkva á kertunum Veljið kertastjaka sem eru óbrennanlegir, stöðugir og leiða ekki hita ● Launavísitalan hefur hækkað um 6,6% síðastliðna 12 mánuði. Vísitalan í nóvember var 494,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði, að því er kemur fram á vefsíðu Hagstof- unnar. Vísitala launa sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetn- ingu vinnutíma. Þá hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,5% síðustu 12 mánuði, en vísitalan hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Sé litið til 12 mánaða hækk- unar vísitölu kaupmáttar þá hefur hún aðeins einu sinni áður mælst hraðari á þessari öld, en það var í júní 2007, að því er kemur fram í Morgunkorni Ís- landsbanka. Hraðasti vöxtur kaup- máttar frá júní 2007                                    ! " #!$ #!  % ! #  %% ""$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !"" # % #  $  " #""!  $$ "% % ! #$ #!# #   $!  ! #"!  $! "" #! % Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að greiða fyrir fram hluta lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem fengin voru í tengslum við efna- hagsáætlun stjórnvalda sem naut stuðnings AGS. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að stjórnvöld hafi nú endurgreitt 83% af láninu frá AGS, en um er að ræða endur- greiðslur að jafnvirði um fimmtíu milljarða króna sem voru upp- haflega á gjalddaga á árinu 2015. Heildarfjárhæð lánsins frá AGS nam um 253 milljörðum. Eftir- stöðvar lánsins eftir þessa fyr- irframgreiðslu eru um 43 millj- arðar króna. Í tilkynningu Seðlabankans segir að ákvörðunin sé tekin í tengslum við skuldastýringu sem miðar að því að greiða niður lán til skemmri tíma. Tekið sé mið af tiltölulega rúmri lausafjárstöðu Seðlabankans, meðal annars vegna inngripa á innlendum gjald- eyrismarkaði. Fram hefur komið að hrein gjaldeyriskaup bankans nemi um 95 milljörðum það sem af er ári. Endurgreiðslan hefur áhrif á skuldir Seðlabankans en ekki skuldir ríkissjóðs vegna þess að lánið frá AGS var tekið af Seðla- bankanum. Dregst gjaldeyrisforði Seðlabankans saman sem nemur þessari fjárhæð. Stærð forðans í lok nóvember nam um 566 millj- örðum. Fyrirframgreiðir 50 milljarða STJÓRNVÖLD HAFA ENDURGREITT 83% AF LÁNINU FRÁ AGS Morgunblaðið/Árni Endurgreiðsla Eftirstöðvar AGS-lánsins eru 43 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.