Morgunblaðið - 20.12.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.12.2014, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 unum, einkum þeim minni. Til hliðar standa svo ýmis Evr- ópuríki, og fjarlægari ríki, og telja að beita verði mun alþjóðlegri og sameiginlegri viðmiðum. Ábyrgð stjórnvalda og fyrirtækja Enn sem komið er vantar víðtæka samninga um aðgerðir í loftslags- málum milli aðalleikaranna á verald- arvísu. Stefnan ætti að snúast um að draga olíuvinnslu saman í takt við hraða orkuumbyltingu á heimsvísu, leita ekki víðar að þessum hráefnum í bili og ganga ekki frekar en orðið er á land, gróður, búsvæði og auð- lindir í eigin löndum eða öðrum. Stjórnmálaöfl, ríkisstjórnir og stór- fyrirtæki draga lappirnar vegna eig- in hagsmuna eða þrýstings utan að. Greinilega vantar líka mikið á að upplýsingagjöf, einkum til almenn- ings, um orkumál, ógnir hlýnandi loftslags, jafnt sem tækifæri eða leiðir til aðlögunar, sé næg. Úr því verður varla bætt nema með ábyrgri forystu stjórnvalda og opinberra stofnana. Það sama gildir þegar horft er á tregðu stórfyrirtækja og alþjóðlegra fyrirtækjarisa til að skera niður starfsemi með hefð- bundnum orkugjöfum, leggja stórfé í þróun til annarrar orkuöflunar, miðla meiri orku til fólks en minni til stóriðju og taka ábyrgð á sínum þætti í vandamálum sem hljótast af brennslu jarðefnaeldsneytis. Sýnt hefur verið fram á minni kostnað og meiri hagnað af tafarlausum við- brögðum við hlýnuninni og afleið- ingum hennar í stað þess að reyna að lágmarka skaða eftir ár eða ára- tugi. Það ætti að vera mörgum hvatning til að gera betur. Og sú ætlan gengur því miður ekki upp, að koma meira en helmingi mannkyns sem hefur orðið á eftir í lífsgæðum, meðal annars vegna ný- lenduafskipta margra ríkja og sein- komu að borði iðnþróunar, til jafns við þau hin með stóraukinni orku úr jarðefnaeldsneyti. Þar verður að reyna á rýmri tímaramma, þol- inmæði og aðrar leiðir en ofurhraða og hefðbundna orku- og iðnvæðingu. Þar verður að finna efni til nýsköp- unar og þróunarsamvinnu á for- sendum græns hagvaxtar. Samvinna og stjórnun norðursins Samvinna innan Norðurskauts- ráðsins að nokkrum sáttmálum SÞ og undir gamla sáttmálanum um fyrirkomulag mannlegrar virkni á Suðurskautslandinu gefur góð fyr- irheit. Auk fjölda samstarfsverk- efna, sem gengið hafa vel, er komið fram heildstætt samkomulag um leit og björgun á hafsvæði norðursins. Í hverri ræðu ráðamanna á al- þjóðavettvangi er ítrekað að sam- vinna á norðurslóðum og stjórnun á hafsvæðinu norðan strandríkjanna skuli vera friðsamleg og á sjálf- bærum eða umhverfisvænum nót- um. Því ber að fagna. Samtímis er ýmislegt við ummæl- in að athuga. Sjálfbærnihugtakið er notað að hluta með röngum for- merkjum um stefnu sem miðar að umfangsmikilli námavinnslu á landi og vinnslu og notkun jarðefnaelds- neyta. Ábyrgð vinnslulandsins á um- hverfisvernd nær líka til sölu og notkunar efnanna í öðrum löndum. Nú þegar hafa orðið til ásteyting- arsteinar. Stærstir eru stefna sem byggist á víðtækum hafsbotnsrétt- indum langt út frá ströndum ríkja og krafa um ríkjabundna stjórnun alls hafsvæðisins í hánorðri. Með því er átt við að fimm strandríki taki yfir stjórnun hafsvæðis frá landgrunni þeirra allt til norðurpólsins. Yfirlýs- ing þess efnis liggur þegar frammi sem sameiginlegur vilji fimm ríkja, Kanada, Bandaríkjanna, Rússlands, Noregs og Danmerkur, eftir lokaðan fund fyrir fáeinum árum. Hér þurfa strandríkin fimm að gefa eftir ýtrustu hafsbotnskröfur, halda sig við eigin auðlindir innan 200 mílna marka og leyfa alþjóða- samfélaginu að líta á miðju Norður- Íshafsins sem svæði undir vernd- arvæng mannkyns. Það verður þá efni alþjóðlegs samkomulags að ábyrgjast hafsvæðið og stjórna því. Annað og enn flóknara verkefni lýt- ur að því að endurskoða hafrétt- arsáttmálann og vinda ofan af órétt- mætum kröfum um auðlindir langt út á öll helstu hafsvæði sem verða að fá að vera ósnert, mannkyni til góða. Fimm ára stöðvun? Dr. William Moomaw, prófessor emeritus við Tufts-háskóla í Banda- ríkjunum, hélt erindi um orkuauð- lindir á norðurslóðum við Háskólann í Reykjavík 30. október 2014. Á fundinum lagði hann fram mat á því sem kallast tækifæri og áskor- anir í orkuvinnslu á norðurslóðum. Niðurstaðan hans er einföld: Það verður að sameina þjóðir, sem við eiga, um fimm ára bann við frekari ásókn í olíu- og gaslindir á norð- urslóðum. Samtímis er leitað lausna til þess að vinda ofan af fyrirætl- unum um gas- og olíuleit og núver- andi vinnslu eins og unnt er. Til- lagan er róttæk og vafalítið mætir hún harðri andstöðu. Hún er engu að síður mikilvæg sem umræðuefni og stefnumál til að vinna að í sem allra nánustu framtíð. Alþingi og rík- isstjórn eiga að styðja tillöguna. Meira: Meira á mbl.is/greinar Höfundur er jarðvísindamaður, rit- höfundur og áhugamaður um norð- urslóðir. Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is Plast geymlukassar margar gerðir og stærðir Heildsöludreifing HÁTÍÐ Í BÆ Njóttu þess besta um hátíðarnar og bjóddu upp á girnilega hátíðarskyrtertu frá Mjólku. Ég kem hér á framfæri innilegu þakklæti til Morgunblaðsins vegna viðtals við mig í tilefni af 95 ára af- mælinu mínu 15. nóvember síðastlið- inn. Einnig sendi ég hjartans þakkir til allra sem minntust afmælis míns með hlýju og kærleika. Þar sem ég mun ekki senda nein jólakort til Ís- lands á þessu ári vil ég nota tækifær- ið og óska öllum ættingjum og vinum á Íslandi gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jóhanna Wilson,Winnipeg, Manitoba, Kanada. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þakklæti og jólakveðja frá Winnipeg Jól Jólakveðjur eru hluti af jólahaldinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.