Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
trompet, 1 píanó, 1 harmóníum.
Menn fengu hinsvegar að sjá og
heyra raunverulega sinfón-
íuhljómsveit sumarið 1926 þegar
Jón Leifs kom til höfuðstaðarins
með drjúgan hluta af Fílharm-
óníusveit Hamborgar sem hélt
nokkra tónleika í bænum. Hvað
sem því leið hélt Hljómsveit
Reykjavíkur áfram starfsemi í
ýmissi mynd og stærð en ekki
ætíð undir sama nafni þar til Sin-
fóníusveit Íslands var stofnuð árið
1950.
Næsti stórviðburður í tónlistar-
lífi Reykjavíkur var stofnun Tón-
listarskólans haustið 1930. Jón
Leifs hafði reyndar hvatt mjög til
stofnunar slíks skóla næstum tíu
árum fyrr, en verið sem oftar
nokkuð á undan sínum tíma.
Heimsókn hljómsveitarinnar frá
Hamborg 1926 og tónflutningur á
Alþingishátíðinni fyrr um sumarið
1930 hafði á hinn bóginn hleypt
tónelskum mönnum kapp í kinn og
opnað augu ýmissa fyrir nauðsyn
þess að eignast og mennta hljóð-
færaleikara. Ungur Austurrík-
ismaður, dr. Franz Mixa, hafði
verið fenginn til að undirbúa flutn-
ing tónlistar á Alþingishátíðinni og
haft góð orð um að koma aftur
sem aðalkennari ef skóla yrði
komið á fót.
Á aðalfundi Hljómsveitar
Reykjavíkur seinna um sumarið
var ákveðið að stofna tónlistar-
skóla. Hann var settur í fyrsta
sinn 5. október 1930 í hinum sögu-
fræga hátíðasal Menntaskólans og
Páll Ísólfsson ráðinn skólastjóri.
Nemendur fyrsta veturinn voru
um 40 talsins. Kennsla fór í fyrstu
fram í Hljómskálanum sem félagar
í Lúðrasveit Reykjavíkur höfðu
reist á árunum 1922–1923 og er
fyrsta húsið og lengi hið eina á Ís-
landi sem byggt var sérstaklega
fyrir iðkun tónlistar. Í nokkur ár á
fimmta áratugnum var kennt í
hinu ófullgerða Þjóðleikhúsi, eftir
að breska hernámsliðið skilaði rík-
inu þessari birgðageymslu sinni,
en árið 1948 var flutt í húsið Þrúð-
vang við Laufásveg 7 sem frú
Margrét Zoëga tengdamóðir Ein-
ars Benediktssonar skálds hafði
látið reisa árið 1918.
Annar stórviðburður á sviði tón-
listarmála í árslok 1930 var stofn-
un Ríkisútvarpsins. Það gegndi að
sjálfsögðu margþættu menningar-
hlutverki en kynning tónlistar og
ekki síst fjölþjóðlegrar klassískrar
tónlistar var einn af nýstárlegustu
meginþáttum í starfsemi þess og
vissulega ekki vinsæll af öllum
lengi vel. Páll Ísólfsson var ráðu-
nautur útvarpsins í tónmálum frá
upphafi til ársins 1959 að und-
anskildu árinu 1937–1938 þegar
hann vék úr sæti fyrir Jóni Leifs.
Árið 1932 voru stofnuð tvö félög
sem áttu eftir að skipta miklu máli
fyrir allt tónlistarlíf í landinu.
Annað var Félag íslenkra hljóð-
færaleikara (FÍH) 28. febrúar.
Fjórtán tónlistarmenn sóttu stofn-
fund þess og fyrsti formaður var
kjörinn Bjarni Böðvarsson sem
gegndi þeirri stöðu næstu ellefu
ár. Hitt var Tónlistarfélag Reykja-
víkur 27. júní. Þar voru saman
komnir tólf áhugamenn um tónlist,
en ekki starfandi tónlistarmenn.
Margir þeirra munu hafa unnið öt-
ullega að tónlistarmálum und-
angengin ár, ekki síst í tengslum
við fjáröflun, en nú þótti þeim
tímabært að mynda félagsskap
sem tæki að sér að reka bæði
Hljómsveit Reykjavíkur og Tón-
listarskólann. Báðar þessar stofn-
anir höfðu átt við mikinn fjárhags-
vanda að stríða.
Tólfmenningarnir, sem voru í
reynd lokaður félagsskapur, fengu
brátt viðurnefnið ‚postularnir‘.
Forystumaður þeirra var ungur
athafnamaður, Ragnar Jónsson
forstjóri smjörlíkisgerðarinnar
Smára og löngum kenndur við
hana. Aðrir voru Björn Jónsson
kaupmaður, Haukur B. Gröndal
verslunarmaður, Hálfdan Eiríks-
son kaupmaður, Helgi Lárusson
framkvæmdastjóri, Kristján Sig-
urðsson póstfulltrúi, Ólafur Þor-
grímsson lögfræðingur, Óskar
Jónsson prentari, Sigurður E.
Markan verslunarmaður, Stefán
Kristinsson bókari, Tómas Alberts-
son prentari og Þórarinn Björns-
son póstfulltrúi. Þeir söfnuðu
styrktarfélögum og skiptu með sér
verkum. Einn hópur sá um Tón-
listarskólann, annar um Hljómsveit
Reykjavíkur og hinn þriðji um sýn-
ingar á óperettum og heimsóknir
erlendra tónsnillinga.
Ekki fór hjá því að öðru hverju
yrðu ýfingar milli sumra starfandi
tónlistarmanna og þessara „ólærðu
kaupahéðna“ sem stundum var tal-
að um í þeim dúr í hita umræðunn-
ar og ekki hleyptu neinum öðrum
inn í klúbbinn. Til dæmis sóttist
Félag íslenskra hljóðfæraleikara
eftir því árið 1939 að fá fulltrúa
inn í Tónlistarfélagið en við því var
ekki orðið. Árið 1940 voru þriðju
samtökin stofnuð og nefndust Fé-
lag íslenskra tónlistarmanna (FÍT).
Það var fagfélag og fyrsti formað-
ur þess var Þórarinn Guðmunds-
son. Félagið gaf út tímaritið Tón-
listin undir ritstjórn Hallgríms
Helgasonar árin 1941–1947 eins og
áður hefur komið fram.
Misklíð hljóðfæraleikara og Tón-
listarfélagsins snerist að sjálfsögðu
nokkuð um kjaramál. Launamál
þeirra sem léku á vegum Tónlist-
arfélagsins voru algerlega í lausu
lofti nema þeirra sem jafnframt
voru kennarar við Tónlistarskól-
ann. Strengjasveit starfaði innan
skólans og auk þess voru nokkrir
hljóðfæraleikarar fastráðnir við
Ríkisútvarpið og spiluðu þar ýmist
sem tríó, kvartett, sextett eða
hljómsveit. Að því kom haustið
1943 að FÍH ákvað að stofna
symfóníuhljómsveit. Það varð að
veruleika 25. janúar 1944 og fyrsti
formaður hennar var kosinn -Hall-
grímur Helgason. Páli Ísólfssyni
var boðið að stjórna fyrstu tón-
leikum hljómsveitarinnar, en hann
mun hafa færst undan vegna
tengsla sinna við Tónlistarfélagið.
Í stað hans kom til skjalanna Ró-
bert Abraham Ottóson. Hljóm-
sveitin hélt fimm tónleika í Tjarn-
arbíói vorið 1944, en skömmu
seinna leystist hún upp, meðal
annars vegna skorts á æfinga-
húsnæði auk þess sem menn helt-
ust úr lestinni vegna annarrar
vinnu.
Næsta tilhlaup í þessa átt var
stofnun Symfóníuhljómsveitar
Reykjavíkur, og var í rauninni nýtt
nafn á Hljómsveit Reykjavíkur. Í
henni hafði verið fjölgað svo nú
taldi hún um 40 manns. Fyrstu
tónleikar hennar voru haldnir í
Austurbæjarbíói 20. janúar 1948
undir stjórn dr. Victors Urbancic.
Meðal annars lék Rögnvaldur Sig-
urjónsson þar 4. píanókonsert
Beethovens. Næstu tónleikar sveit-
arinnar voru í mars sama ár undir
stjórn Róberts A. Ottósonar og
þar lék Egill Jónsson klarín-
ettkonsert Mozarts. Þriðju tónleik-
arnir voru í maí sama ár undir
stjórn Victors Urbancic en upp úr
því tók starfinu aftur að hnigna.
Þá voru reyndar ekki nema tvö ár
þar til Sinfóníuhljómsveit Íslands,
sú sem enn lifir, var stofnuð. Það
var árið 1950, sama ár og Sig-
ursveinn lauk námi við Tónlistar-
skólann.