Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
góður bekkjarfélagi og vinur,
alltaf var stutt í fallega brosið
þitt og prakkarann. Missirinn
er mikill og þín verður sárt
saknað af fjölskyldu og vinum.
Við viljum þakka Berglindi, eða
Beggu okkar eins og hún var
alltaf kölluð, fyrir samfylgdina í
gegnum árin.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Við viljum senda okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Al-
exanders, Engilberts, Sigur-
borgar, Marínar og nánustu
aðstandenda, megi Guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning þín elsku
vina. Kveðja frá árgangi 1974 í
Vestmannaeyjum,
Guðrún og Heiða.
Elsku kæra vinkona mín, ég
á svo erfitt með að trúa því að
þú sért farin frá okkur. Það er
svo sárt að vita að ég eigi ekki
eftir að hitta þig aftur. Við höf-
um þekkst alla ævi, sögðum
alltaf að við hefðum kynnst á
fæðingardeildinni, því mæður
okkar lágu saman í sængurleg-
unni. Minningarnar hrannast
upp frá því við vorum litlar að
leika okkur saman, við vorum
oft að rifja leikina upp þegar
við hittumst, eins og leikinn
með rebba og dúkkuna á túninu
bak við húsið þitt. Einnig þegar
við urðum ástfangnar af Zap-
ped-myndinni, það var alveg
ógleymanleg stund. Einnig
hlógum við mikið að því þegar
við hlupum heim til þín á tás-
unum og stálum heilli smjör-
pappírsrúllu frá mömmu þinni
til að nota í að hrekkja bróður
minn og vini hans. Af mörgum
minningum er að taka þar sem
vináttan spannar alla okkar
barnæsku. Við vorum ekki mik-
ið saman á unglingsárunum en
náðum síðan aftur saman og
áttum ógleymanlegar stundir.
Núna allra síðustu ár hittumst
við ekki oft, en þegar við hitt-
umst urðu alltaf fagnaðarfundir
og við gátum endalaust spjallað
og rifjað upp góðar minningar.
Síðasta góða spjall okkar var á
goslokahátíðinni og við vissum
að við myndum vera vinkonur
að eilífu. En núna er ég ein um
þessar minningar og í mínum
huga verður þú alltaf hjá mér.
Hvíldu í friði, elsku Berglind
mín.
Elsku Alexander, Eddi,
Bossý, fjölskylda og vinir, ég
votta ykkur mína innilegustu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Kveðja,
Auður.
Mér er eiginlega orða vant.
Ég skil varla að það sé satt að
þú sért farin frá okkur, elsku
Berglind mín, það er svo óraun-
verulegt. Aðeins 40 ára gömul,
sem er ekki hár aldur, þetta er
alveg hræðilega sárt og erfitt.
Þú varst yndisleg manneskja
með svo fallegt hjarta og góða
sál og þú vildir allt gera fyrir
mann ef þú mögulega gast.
Einu sinni vantaði mig einn
hlut og auglýsti eftir honum á
netinu og þú varst mætt með
gripinn eftir smátíma heim til
mín. Einnig man ég fyrir sex
árum, þá átti ég stórt afmæli og
var að plana veisluna, að sjálf-
sögðu bauðst þú til að elda fyrir
mig einn góðan rétt og gerðir
það með sóma, þú komst með
matinn til mín þótt þú treystir
þér ekki til að vera í afmæl-
isveislunnivegna heilsuleysis,
samt gerðir þú þetta fyrir mig
og fyrir utan að gefa mér stóra
og fallega gjöf. Svona sögur eru
lýsandi fyrir þitt fallega hjarta-
lag.
Við áttum saman góða tíma
og erfiða og hjálpuðum hvor
annarri eins mikið og við gát-
um. Við börðumst af alefli við
sjúkdóma í langan tíma. Ég er
búin að óska þess svo heitt svo
lengi að þú fengir bata og ættir
dásamlegt og hamingjusamt líf
með strákunum þínum og fjöl-
skyldu. En það verður víst ekki,
því miður. Ég vona svo hjart-
anlega að þér líði vel þar sem
þú ert núna og að þú sért hjá
pabba þínum, bróður og systur
og í faðmi annarra ástvina
þinna sem umvefja þig með
kærleik. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa kynnst þér, elsku Berg-
lind mín, og mun varðveita
minningarnar ávallt í hjarta
mér, fyrir mér verður þú alltaf
fallegasti engillinn á himninum,
örugglega í bleiku og með allt
bleikt í kringum þig ef ég þekki
þig rétt.
Ég finn svo innilega til með
yndislegu sonum þínum,
mömmu þinni, systur og öllum
ástvinum, þau eru í öllum mín-
um bænum, ég bið Guð að
styrkja þau og styðja í þessari
miklu sorg.
Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(G. Ingi)
Þín vinkona alltaf,
Halla Einarsdóttir.
Ég sit hér dofinn vegna and-
láts þíns og sorgin er alveg
óbærileg. Ég gæti skrifað heilu
bækurnar um öll samtölin okk-
ar, um lífið og veginn og allt
það sem við höfum upplifað og
gert saman.
Við kynntumst 1988 á svo-
kölluðu Oz-árum, þegar sameig-
inlegur vinur okkar lést. Þótt
það hafi verið þrjú ár á milli
okkar þá hófst vinskapur okkar
strax sem varð sterkari og
traustari með hverju árinu sem
leið. Eitt af því sem þér þótti
svo vænt um var að ég kallaði
þig aldrei Beggu, eins og þú
varst kölluð, heldur kallaði ég
þig ávallt Berglindi.
Við áttum svo margt sameig-
inlegt og eitt af því var tónlist-
in. Um tónlistina gátum við allt-
af talað saman, hvort sem hún
tengdist gleði eða sorg. Það
hefur engin önnur manneskja
haft jafnmikil áhrif á mig sem
tónlistarmann og þú hefur haft.
Þú vildir alltaf heyra það sem
ég var að gera og semja og vild-
ir fá það nýjasta úr tónlistar-
smiðjunni og þú hvattir mig
óspart að halda áfram.
Afrek er hljómsveit sem þú
áttir stóran þátt í að byggja. Þú
spurðir mig hvort ég gæti sam-
ið lag um Helliseyjarslysið þar
sem bróðir þinn fórst. Þessi bón
þín sat lengi í mér en svo kom
lagið sem ég nefndi Guðlaugs-
sund. Þú stakkst upp á því að
ég fengi Sævar Helga Geirsson
til að syngja lagið, því bróðir
hans hafði farist í sama slysi.
Upp frá því spratt óendanleg
vinátta milli míns og Sævars og
til varð hljómsveitin Afrek sem
starfar enn í dag, þökk sé þér.
Þú vildir alltaf heyra það sem
við vorum að bralla og ég á til
upptökur þar sem varst þú á
staðnum þegar við Sævar vor-
um að setja eitt lag saman og
þar má heyra þig syngja með.
Þegar við gáfum út lagið
Þúsund bita sagðir þú mér að
þetta væri lagið þitt og gætir
bara ekki hætt að hlusta á það
vegna þess að textinn snerti
þig, enda fjallar hann um vin-
áttuna og trúna. Þegar ég
hlusta á þetta lag í dag græt ég
og minnist orða þinna. Þú sagð-
ir oft að tónlist væri þér allt og
hún hjálpaði þér þegar þér liði
illa. Tónlistin var þér allt.
Bleikur var liturinn þinn. Í
þínum huga átti allt að vera
bleikt. Bleikur bíll, bleikt hús,
bleikur fatnaður, bleikt hár og
svona má lengi telja. Allur
heimurinn átti vera bleikur.
Sólarhring eftir að ég fékk sím-
talið að þú værir látin þá var
mikið sjónarspil á himni og
norðurljósin léku um stjörnu-
bjarta himininn. Þá varð mér
litið til austurs milli Eldfells og
Helgafells og þar á festingunni
glitraði ein bleik stjarna.
Stjarnan þín.
Ég kveð þig, elsku vinkona,
með sorg í hjarta og söknuði.
Ég mun sakna þín mikið. Ég
mun ávallt geyma vinskap okk-
ar sem gull í hjarta mér og er
ég þakklátur fyrir að hafa átt
þig sem vin. Ég þakka þér fyrir
allt og að hafa ávallt verið
dætrum mínum góð.
Heimurinn er svo sannarlega
fátækri án þín en himnaríkið er
ríkara núna að eiga engil eins
og þig. Við hittumst svo aftur
hinum megin elskan en þangað
til verð ég njóta minninganna.
Ég vil votta Bossý, Edda, Al-
exander, Marín, Bryndís og
öðrum aðstandendum alla mína
samúð og megi guð styrkja
ykkur í sorginni.
Ég elska þig, vinkona. Þinn
vinur og félagi,
Helgi Tórs.
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa okkar
GUÐMUNDAR ÁRNA SIGFÚSSONAR
húsasmíðameistara,
Sléttuvegi 19,
áður Heiðargerði 34.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítala
14EG fyrir frábæra umönnun og væntumþykju í veikindum hans
undanfarnar vikur.
Drottinn blessi ykkur og styrki.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
.
Margrét Guðvaldsdóttir,
Ólafur S. Guðmundsson, Elísa N. Puangpila,
Sigfús Árni Guðmundsson, Eva Geirsdóttir,
Valdimar G. Guðmundsson, Valgerður Marinósdóttir,
Birgir Guðmundsson, Ágústa María Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EYSTEINN JÓHANNES VIGGÓSSON
vélstjóri,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. nóvember
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Hallfríður Eysteinsdóttir, Óskar Jónsson,
Ester Haraldsdóttir, Agnar Aðalsteinsson,
Guðvarður Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS WILLIAM MAGNÚSSONAR,
Krossholti 6,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut.
Guð blessi hjartahlýju ykkar.
.
Magnús Jónsson, Steinþór Jónsson,
Guðlaug Helga Jónsdóttir, Davíð Jónsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR J. GUÐJÓNSSON,
lést á heimili sínu í Hraunbæ
föstudaginn 28. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
.
Björgvin Sigurðsson, Lilja Leifsdóttir,
Alda Sigurðardóttir, Ómar Kaldal Ágústsson,
Sigríður Rúna Sigurðardóttir
og barnabörn.
Bróðir minn,
HENRIK RÚDOLF HENRIKSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi
þann 28. nóvember 2014.
Útförin hefur farið fram.
.
Sólrún María Henriksdóttir.
Bróðir minn,
GUÐJÓN ÓSKAR JÓNSSON
frá Hellisholtum, Hrunamannahreppi,
Bogahlíð 22,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 4. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
.
Guðrún Jónsdóttir, Stóra-Lambhaga.
✝
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu vegna andláts eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
STEINGRÍMS LÁRUSSONAR
frá Hörgslandskoti á Síðu.
Guð blessi ykkur öll.
Með ósk um gleðileg jól,
Anna Hildur Árnadóttir,
Lilja S. Steingrímsdóttir, Óskar P. Friðriksson,
Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir, Logi Ragnarsson,
Halla Hrund, Kristján, Hildur Kristín, Haukur Steinn,
Alexander Jón, Aaron Thomas.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa,
GEIRS GUÐMUNDSSONAR,
fv. launafulltrúa hjá Reykjavíkurborg,
áður til heimilis að Laugarásvegi 51,
Reykjavík,
sem lést á Sóltúni sunnudaginn 23. nóvember.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Sóltúns.
Margrét Geirsdóttir, Gestur Jónsson,
Árni Jón Geirsson, Sigríður Þ. Valtýsdóttir,
Guðrún Geirsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Háabergi 17,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 16. desember.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 22. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið
eða líknardeild Landspítalans.
Benedikt R. Steingrímsson,
Margrét Benediktsdóttir, Pétur Hafliðason,
Jenný Ýrr Benediktsdóttir, Ágúst Þórhallsson,
Hlín Benediktsdóttir, Gísli Þór Jónsson,
Guðrún Benediktsdóttir, Steinn Sigurðsson,
Selma Benediktsdóttir, Eiríkur Ástvald Magnússon
og barnabörn.