Morgunblaðið - 20.12.2014, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 20.12.2014, Qupperneq 65
ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Ársæll fæddist í Narfakoti íNjarðvíkum 20.12. 1886.Foreldrar hans voru Sigríð- ur Magnúsdóttir úr Landeyjum og Árni Pálsson kennari úr Fljótshlíð. Eiginkona Ársæls var Svava Þor- steinsdóttir og eignuðust þau fimm börn en misstu yngsta soninn ungan. Ársæll ólst upp í mannvænlegum systkinahópi, kenndum við Narfa- kot, en var ungur er faðir hans lést. Ársæll fór 12 ára í vinnumennsku á næsta bæ, fékk ungur áhuga á bókbandi, lærði þá iðn hjá Guð- mundi Gamalíelssyni í Reykjavík og lauk prófi þremur árum síðar. Hann fór síðan félítill í framhaldsnám til Þýskalands og síðar Svíþjóðar, lifði spart og studdi fjölskyldu sína, náði góðum tökum á bókbandinu og fékk gullmedalíu fyrir bókband á heims- sýningu í Gautaborg. Ársæll varð eftirsóttur bókbindari og frágangur bóka hans í miklum metum hjá fagfólki. Hann var góður málamaður, þýddi mörg bókmennta- verk úr þýsku, sænsku og ensku og gaf þau út. Hann rak eigin bók- bandsstofu, bókaútgáfu og bóka- verslun Ársæls Árnasonar í mörg ár á Laugavegi 4 í Reykjavík og síðar í Ingólfsstræti. Ársæll var næmur á góðar bók- menntir og gaf út fyrstu verk skálda á borð við Davíð Stefánsson og Hall- dór Guðjónsson frá Laxnesi, Svartar fjaðrir, Undir Helgahnúk og Kaþ- ólsk viðhorf. Hann gaf einnig út Nonnabækurnar og Ævisögu Bene- dikts Gröndal og fjölmörg önnur merk rit. Þá keypti hann tímaritið Eimreiðina og gaf það út 1918-23. Ársæll tók þátt í Grænlandsför Gottu til að sækja sauðnaut sem ala skyldi á Íslandi, og skrifaði hann bók um þá ferð, Grænlandsför 1929. Hann var áhugamaður um náttúru- fræði, formaður Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík 1929-34 og starfaði í reglu frímúrara. Ársæll var prýðilegt ljóðskáld, flugmælskur og gat talað blaðalaust á þýsku, sænsku og ensku. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1943. Ársæll lést 9.1. 1961. Merkir Íslendingar Ársæll Árnason Laugardagur 90 ára Einhildur Pálmadóttir Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir 85 ára Guðrún D. Ágústsdóttir Margrét Viktoría Magnúsdóttir Þorbjörg Kristjánsdóttir 80 ára Ásta Minney Guðmundsdóttir Eyrún Þorláksdóttir Halldór Þorleifur Ólafsson Ingibjörg Magnúsdóttir 75 ára Gísli Árnason Hörður Arnþórsson Málfríður Kristín Björnsdóttir Sigurvin Magnússon Skender Haxhiajdini Stefán Ó. Gunnarsson Þorbergur Ormsson Þorbjörg Bergsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir 70 ára Ármann Örn Ármannsson Erna Einarsdóttir Guðmunda Bergvinsdóttir Guðmundur Magnússon Guðrún Ingibergsdóttir Gunnhildur Jónsdóttir Högni Einarsson Magnús H. Arndal Sigurjón Bolli Sigurjónsson Þorsteinn Ingólfsson 60 ára Adam Koziej Ásgeir Guðmundsson Borgný Samúelsdóttir Einar Ólafsson Gylfi Þór Arnþórsson Jarþrúður Jónsdóttir Kristján Hafsteinn Leifsson Lárus Jökull Þorvaldsson Ragnhildur Jónsdóttir Sigríður M. Sigurðardóttir Sigurbjörn T. Gunnarsson Skúli Skúlason Sonja Riedmann Vigfússon Steinberg Ríkarðsson 50 ára Bjarnheiður Þ Þórðardóttir Einar Már Jóhannesson Hannes Strange Hlynur Jensson Lára Björk E. Birgisdóttir Ólafur Guðlaugsson Sif Jónsdóttir Sigrún Þóra Björnsdóttir Sigurbjörg Hlíf Karlsdóttir Slawomir Mezynski Stefán Hjörleifsson Viktor Scheving Ingvarsson Þorsteinn Jón Haraldsson 40 ára Egidijus Zilius Guðmundur Valdimar Rafnsson Hrafnhildur Skúladóttir Ósk Guðvarðardóttir 30 ára Ailandas Baurinas Berglind Petra Jóhannsdóttir Gunnar Örn Friðriksson Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson Helena Dögg Valgeirsdóttir Joanna Ewa Oskiewicz Jonas Statkevicius Lára Kristjánsdóttir Ragnar Þór Ásgeirsson Sandra Ósk Jóhannsdóttir Sara Magnea Tryggvadóttir Sigrún Einarsdóttir Sólveig Björnsdóttir Sunnudagur 85 ára Örlygur Hálfdánarson 80 ára Gísli Ellert Sigurhansson Margrét Árnadóttir Sigurður Guðbrandsson 75 ára Else Bjarnason Sigurður Kristinsson 70 ára Elínborg Magnúsdóttir Gústaf Grönvold Laufey Jónsdóttir Sigurður B. Halldórsson Vigdís Gunnarsdóttir 60 ára Anna María Malmberg Birna Björgvinsdóttir Erling Laufdal Jónsson Helga Theodórsdóttir Húni Zophoníasson Jón Ágúst Pálmason Marín Rún Jónsdóttir Sigríður Jakobína Magnúsdóttir 50 ára Aldís Hafsteinsdóttir Áslaug Björgvinsdóttir Björg Hjörleifsdóttir Gunnar Ásgeirsson Gunnar Gunnarsson Kjartan Björgvinsson Kristján Guðni Sigurðsson Kristmundur Óli Jónsson Skúli Skúlason Valmundur Guðmundsson Þórarinn Hannesson 40 ára Arna Bjartmarsdóttir Cristian Gallo Haraldur Birgir Þorkelsson Íris Dögg Jónsdóttir Þorkell Freyr Sigurðsson 30 ára Davíð Hólm Júlíusson Einar Hjörleifsson Eva Ásgeirsdóttir Freyja Rós Óskarsdóttir Kristján Haraldsson Lilja Hrönn Grétarsdóttir Logi Steinn Karlsson Ómar Sigurvin Gunnarsson Sigríður S. Sigurðardóttir Sintija Zaharko Sævar Guðmundsson Þórarinn Björn Sigurjónsson Örn Alexander Ámundason Til hamingju með daginn félaga frumkvöðla og hugvitsmanna, situr í framkvæmdanefnd GWIIN, alþjóðasamtaka kvenna í nýsköpun, og hefur fengið tvær viðurkenn- ingar frá þessum samtökum 2003 og 2009. Elinóra hefur skipulagt fjölmarg- ar ráðstefnur og sýningar fyrir er- lenda og íslenska frumkvöðla og hugvitsmenn hér á landi og í Sví- þjóð og hefur tilnefnt 44 íslenskar konur til GWIIN/EUWIIN- viðurkenningar. Þá er Elinóra stofnaðili og situr í stjórn Fulbright alumni frá 2008, en 1992 fékk hún Fulbright-styrk til að taka þátt í sumarnámskeiði í jarðfræði og borgarskipulagi í University of Minnesota. Hún hefur framleitt og stjórnað sjónvarpsþættinum Frumkvöðlum á ÍNN frá 2008 og eru þættirnir nú orðnir tæplega 300. Áhugamál Elinóru eru hönnun, tónlist og dans: „Ég söng í kvenna- kór Möggu Pálma á árnum 1993- 2000, en línudansinn er helsta áhugamálið á eftir fjölskyldunni og barnabörnunum. Ég hef dansað línudans frá 1995 hjá Jóa dans og er Íslandsmeistari og bikarmeistari í línudansi með hópnum Hvelli. Auk þess tók ég þátt í Country festival- sýningu á Broadway 2001.“ Fjölskylda Eiginmaður Elinóru er Júlíus Valsson, f. 23.10. 1953, læknir og fjöllistamaður. Foreldrar hans: Guð- ríður J.Ó. Júlíusdóttir, f. á Horni í Mosdal í Arnarfirði 23.7. 1924, sjúkraliði, og Ebinezar Valur Krist- jánsson, f. 25.1. 1921, d. 1.2. 2009, rafvirki. Börn Elinóru og Júlíusar eru Heiðrún Ýrr Júlíusdóttir, f. 23.8. 1975, master í sendiráðsfræðum og starfar í sendiráði Japans í Reykja- vík en maður hennar er Edgerton Lewis, master í alþjóðafræðum og eru börn þeirra Elinóra Inga Egils- dóttir, f. 1999, Colin Júlíus Lewis, f. 2009, og Ísak Marvin Lewis, f. 2011; Íris Björk Júlíusdóttir, f. 15.3. 1979, ritari hjá lögfræðideild Lögregl- unnar í Reykjavík en maður hennar er Ellert Þór Júlíusson kerfisfræð- ingur og eru börn þeirra Regína Rós, f. 2003, og Júlíana, f. 2013; Sig- urður Jón Júlíusson, f. 20.3. 1989, læknanemi og ljósmyndari í Reykja- vík en sambýliskona hans er Ásta Þórðardóttir, nemi í arkitektúr í LHÍ, og Kristján Jóhann Júlíusson, f. 24.3. 1995, framhaldsskólanemi og tónlistarmaður í Reykjavík en kær- asta hans er Fríða Theodórsdóttir, nemi í japönsku í HÍ. Systkini Elinóru eru Elinborg Sigurðardóttir, f. 27.10. 1953, sér- kennari á Iðu í Biskupstungum; Magnús Jóhannes Sigurðsson, f. 27.3. 1957, húsasmíðameistari í Kópavogi; Þórey Stefanía Sigurð- ardóttir, f. 17.7. 1961, garðyrkju- fræðingur og blómaskreytir í Reykjavík; Sigríður Helga Sigurð- ardóttir, f. 14.4. 1963, hárgreiðslu- kona og framkvæmdastjóri í Mörk í Reykjavík; Jón Helgi Sigurðsson, f. 6.7. 1969, garðhönnuður í Reykja- vík; Sigrún Jóna Sigurðardóttir, f. 6.7. 1969, heimilisfræðikennari í Árnesi. Foreldrar Elinóru eru Dýrfinna Helga Klingenberg Sigurjónsdóttir, f. í Reykjavík 5.7. 1931, ljósmóðir í Reykjavík, og Sigurður Ingvar Jónsson, f. í Aðalvík 23.1. 1927, verkamaður og smiður í Reykjavík. Úr frændgarði Elinóru Ingu Sigurðardóttur Elinóra Inga Sigurðardóttir Þórey Kristjana Kristjánsdóttir Fjeldsted húsfr. í Hrútafirði Tómas Jörgensson gestgjafi á Borðeyri Elinborg Tómasdóttir húsfreyja og b. í Rvík Sigurjón Jónsson kyndari og verkam. í Rvík Dýrfinna Helga Klingenberg Sigurjónsdóttir ljósmóðir í Rvík Ingibjörg Gilsdóttir húsfr. í Borgarfirði Jón Oddur Jónsson b. í Borgarfirði Guðbjartur Guðmundsson b. og útgerðarm. á Hesteyri Þorbjörg Finnsdóttir vinnuk. í Aðalvík Elinóra Guðbjartsdóttir húsfreyja í Aðalvík Jón Sigfús Hermannsson b. og sjóm. í Aðalvík Sigurður Ingvar Jónsson smiður og verkam. í Rvík Guðrún Finnbjarnardóttir húsfr. í Aðalvík Hermann Sigurðsson b. í Aðalvík Elli og Ella Elinóra stígur línudans á Kántrý festivali á Brodway 2001. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum Með losanlegum grillplötum • Ný Permacoat húðun, viðloðunarfrí húðun sem veitir 3x lengri endingu • Bakki sem tekur við fitu • Allt að 42% fita lekur af kjötinu Nýju Russell Hobbs grillin (George Foreman) eru komin Með losanlegum grillplötum semmega fara í uppþvottavél 3 stærðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.