Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 70

Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur frá árinu 1998 haldið Stórtónleika Rótarý í byrjun árs og frá 2005 úthlutað um leið verðlaunum til ungs tónlistarfólks sem sýnt hefur afburða árangur í námi og störf- um á tónlistarsviðinu. Með þessu vill Rótarý gera sitt til að efla ný- liðun og greiða götu ungs fólks í framhaldsnámi erlendis. Að þessu sinni verða veittir tveir 800.000 kr. styrkir á tónleikunum, sem verða í Hörpu sunnudaginn 4. janúar nk. kl. 20.00 Rótarý nýtur velvildar fjöl- margra aðila sem taka höndum saman til að gera verðlaunin veg- leg og tónleikana glæsilega en Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari flytur úrval íslenskra sönglaga og Jónas Ingimundarson píanóleikari annast undirleik en hann er einnig aðalskipuleggjandi tónleikanna. Þá flytur Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem var fyrsti verðlaunahafinn 2005, ein- leiksverk. Tónleikarnir eru öllum opnir og allt andvirði seldra miða til annarra en Rótarýfélaga geng- ur óskert til Tónlistarsjóðs Rót- arý. Verðlaunatónleikar Morgunblaðið/Einar Falur Verðlaun Víkingur Heiðar fékk Rótarýstyrkinn fyrstur árið 2005. Ég var í jafnvægisleit,“ skrif-ar Sigurður Pálsson umtilveru táningsáranna íTáningabók sinni og kveðst hafa uppgötvað nýlega að „ég er í rauninni enn að leita að þessu jafnvægi, jafn undarlegt og það kann að hljóma. Ég hafði ekki áhuga á bókum bara til þess að „hanga í bókum“ sem er niðrunar- yrðing sem heil- brigt fólk kynslóð- anna hefur þurft að sæta af hálfu offorsmanna hinna hefðbundnu atvinnugreina, svonefndra „undir- stöðuatvinnuvega“.“ Og hann bætir síðar við: „Fimmtíu árum síðar er þessi eitraða klisja enn í gangi. Vit- anlega eru menntun og sköpun eina undirstaðan, hverjar sem atvinnu- greinarnar kunna að vera.“ (96) Auðvelt er að taka undir þessi sönnu orð skáldsins sem tekst á við það í þessari nýju bók, lokabindi minningaþríleiks síns, að segja sögu táningsáranna, áranna sem enda á tán og tján. Hinar tvær fyrri, Minn- isbók sem fjallar um námsár í París, og Bernskubók sem fjallar um æsk- una á Skinnastað í Axarfirði, hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir ein- læga, fallega orðaða og vitsmunalega úrvinnslu höfundarins á minningum og reynslu liðins tíma. Þessi nýja bók er í engu síðri, og ef eitthvað er enn betri en hinar fyrri, því tök Sigurðar á þessu flæðandi en þó agaða frá- sagnarformi, sem stutt er ljóðum eft- ir hann, eru hreinlega enn traustari hér. Í Táningabók segir af því þegar Sigurður er fluttur til Reykjavíkur að ganga í fyrsta skipti í hefðbundinn skóla, Hagaskóla fyrst og þá MR. Hann fer heim á Skinnastað á sumr- in, þar sem foreldrarnir voru enn, en kemst að því að sveitir „eru góðar fyrir barn, ekki fyrir táning“. (95) Öðru sumri eyðir hann reyndar í Ax- arfirði en þá sem starfsmaður við töku kvikmyndarinnar Rauða skikkj- an, þar sem allt var á floti. Dvöl Sigurðar í borginni byrjaði ekki vel; hann lýsir því hvernig hann villtist á göngu frá Austurstræti vest- ur á Dunhaga – var kominn langleið- ina út á Seltjarnanes. En hann áttar sig fljótlega á borginni enda alkominn til borga: „Frá haustinu 1962 hef ég átt heima í borgum, ekkert bendir til annars en ég verði þar áfram þar til yfir lýkur.“ (21) Í Hagaskóla tekur sögumaður að eignast vini sem verða samferðamenn hans gegnum lífið og þessi hrífandi þroskasaga segir af þeim kynnum öll- um, af fólki sem róttækum hug- myndum sem lágu í loftinu. Þetta eru ár mikilla breytinga og Sigurður býð- ur lesandanum að fylgja sér eftir til móts við nýja tónlist, að kynnast vaknandi vitund um skáldskapinn og galdur orðanna, við fyrstu reynsluna af leikhúsi og við kennara eins og Jón Guðmundsson sem í MR las nem- endum fyrir furðulega stíla: „Með fullri virðingu fyrir nýsúrrealistunum í Medúsahópnum, þá sýnist mér að þessir réttritunarstílar Jóns Guð- mundssonar séu eitt mikilvægasta framlag Íslendinga til súrrealismans. Hvílíkir textar!“ (60) Yfirsýn skáldsins og úrvinnsla úr minningum er heillandi, nú rúmum fjórum áratugum síðar, eins og þegar hann lýsir því að þegar þau vinirnir útskrifuðust sem stúdentar fengu þau fyrir tilviljun tvær stúdents- gjafir, Sgt. Pepper’s plötu Bítlanna, plötu sem endist enn, og bók sem kom út sama dag en þau fréttu ekki af fyrr en mörgum árum síðar. Það var Hundrað ára einsemd eftir Marques. Höfundurinn lýsir því hvar ungmenn- in sitja í brekkunni fyrir neðan MR og segir að ef hann væri „að skrifa skáldsögu myndi ég allt í einu vita hvað við vorum að segja, jafnvel hugsa. En það væri lygi“. (266) Sigurður segir frá þessum árum á sinn persónulega, agaða en þó flæð- andi hátt og enginn lesandi verður svikinn af því að slást með í þá för. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Pálsson „Yfirsýn skáldsins og úrvinnsla úr minningum er heillandi,“ segir rýnir um Táningabók skáldsins, um tán- og tján-árin. Jafvægisleit og vönduð þroskasaga skáldsins Endurminningar Táningabók bbbbm Eftir Sigurð Pálsson. JPV útgáfa, 2014. 286 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Það er galdur Þórarins Eld-járns að setja saman svotæran og augljósan kveð-skap að maður heldur sig vera búinn að grípa inntakið við fyrsta lestur. Svo þegar ég tók bók- ina fram nokkr- um dögum eftir fyrsta lestur fannst mér ég vera að lesa öll ljóðin í fyrsta sinn og enn fannst mér ég vera að upp- götva allt upp á nýtt þegar ég settist niður til að ganga frá umsögn um hana. Þótt andinn í yrkingunum sé alla jafna góðlátlegur og jákvæður þá leynast lika línur litaðar af rökkri, af hausti, því líkast sem Þórarinn sé tekinn að telja sína daga (sjá: „Áfanga“). Glíma sálar og líkama, anda og efnis, birtist á skondinn hátt í „Ofan og neðan“ og glíma skáldsins við orðin í „Farteski“. Hann fjallar líka um liðna og ný- liðna atburði: Hrunfræðingar fá á baukinn í „Eftir á“, ofsatrúarmenn í „Hugsið ykkur“, framkvæmdasóðar í „Höfðatorgi“ og rétttrúaðir í „Ljúft“. Bókin skiptist í fjóra hluta, Renn- inga, Skeytlur, Barnaafmæli, sem geymir prósaljóð og örsögur, og Þýtt, en eins og heitið ber með sér eru þar nokkur erlend ljóð. Hið liðna er þar tregað, til að mynda í ljúfsárri „Haustkveðju“ Tove Jansson: „Það var langt að fara heim og enginn úti við / og nú er að byrja að kólna og dimma.“ „Laugardagskvöld“ Augusts Strindbergs er áþekkt hvað varðar tregann, en í því er meiri kyrrð og hlýja. Svo birtist drukknaður leik- fangatrompet úr ljóði Strindbergs í skemmtilegri glettu Werners Aspenströms, „Strindberg svarar spurningu um fuglafræði“. Línur litaðar af rökkri Ljóð Tautar og raular bbbmn Eftir Þórarin Eldjárn. Vaka-Helgafell, 2014. 87 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Skáldið „Þótt andinn í yrkingunum sé alla jafna góðlátlegur og jákvæður þá leynast líka línur litaðar af rökkri, af hausti …“ segir um bók Þórarins. Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir skemmtir Sunnudagur 21. desember: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Sunnudagur 21. desember kl. 11 Gluggagægir skemmtir Sunnudagur 21. desember kl. 14: Leiðsögn í allra síðasta sinn um Silfur Íslands Mánudagur 22. desember kl. 11: Gáttaþefur skemmtir Þriðjudagur 23. desember kl. 11: Ketkrókur skemmtir Aðfangadagur kl. 11: Kertasníkir skemmtir Jólin hans Hallgríms, ný sýning og ratleikur á Torgi Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum • Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla! Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar FERÐ – Finnur Arnar Arnarson 31. október – 21. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnun - Net á þurru landi Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015 LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015 OPNUNARTÍMA UM JÓL OG ÁRAMÓT OPIÐ: 23. 27. 28. 30. desember og svo 2. janúar. LOKAÐ: 24. - 25. - 26. - 31. desember og 1. janúar. MEÐ HÁTÍÐAR- OG NÝÁRSKVEÐJUM! SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur, tilvaldar í jólapakkann! KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar KJARNI - Sigrún Hrólfsdóttir - Sýning á videóverki á kaffistofu LÍ. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, Lokað í des. og jan. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Lokað í des. og jan. www.listasafn.is VARA-LITIR Málverk eftir sjö íslenska samtímalistamenn Verk úr safneign Elías B. Halldórsson Sólhattar á vetrarsólstöðum Kynning á nýrri vörulínu Sunnudag 21. desember frá kl. 12-14 Vík Prjónsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. Opið á Þorláksmessu 12-17. Lokað 24.- 26. desember. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.