Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 1
Það hefur margvísleg áhrif að verðbólga sé nú aðeins 0,8%. Það bætir afkomu Íbúðalánasjóðs, með því að draga úr misvægi milli verð- tryggðra eigna og skulda. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Arion banka, segir að án húsnæðisliðar væri verðhjöðnun. Hagfelld þróun ytra » Gunnar segir hækkun heimsvísitölu hlutabréfa í íslenskum krónum vega þungt í góðri afkomu sjóð- anna en í lok síðustu viku hafði vísitalan hækkað um rúm 15%. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þróun á mörkuðum og lítil verðbólga benda til þess að eignir lífeyrissjóð- anna hafi aukist um á þriðja hundrað milljarða króna á árinu. Gunnar Baldvinsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyris- sjóða, áætlar að raunávöxtun sjóða geti orðið 4-6% í ár. Eignir aukist úr 2.600 í rúma 2.800 milljarða í ár mið- að við að iðgjöld umfram lífeyris- greiðslur verði um 40 milljarðar. „Verðbólgan er okkar versti óvin- ur því skuldbindingar lífeyrissjóð- anna eru að fullu verðtryggðar en eignir eru u.þ.b. 60% verðtryggðar. Það bætir afkomu sjóðanna þegar verðbólga er lítil og skuldbinding- arnar hækka lítið,“ segir Gunnar. Hann segir aðspurður að sjóðir sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda séu í heild í jafnvægi að því leyti að eignir þeirra séu nú ámóta miklar og skuldbindingar. Hins vegar sé mis- munur á eignum og skuldbindingum hjá opinberum sjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Mismunurinn sé að mestu leyti sögulegur og stafi af því að launagreiðendur lögðu ekki fyrir um árabil fyrir skuldbindingum sem þeir lofuðu. Eignirnar aukast um 200 milljarða  Eignir lífeyrissjóða jukust úr 2.600 í 2.800 milljarða í ár  Jafnvægi er að skapast milli eigna og skuldbindinga MVerðþróun nálgast »4 Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Lífeyrissjóðirnir hafa hag af því að verðbólga sé lítil. Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  300. tölublað  102. árgangur  SKÁL BRÍETAR DRUKKIN Í ANNAÐ SINN DÝRASTA BÍLNÚMERIÐ, MET SLEGIÐ RITDÓMAR OG KAFLAR ÚR NÝÚT- GEFNUM BÓKUM BÍLAR BÆKUR 32-39, 57FYRIRLESTUR LEIKLESINN 16 Morgunblaðið/Golli Glitnir Slitastjórnin hefur reynt að fá und- anþágur frá höftum í meira en tvö ár.  Á kröfuhafafundi Glitnis í síðustu viku var samþykkt ályktun 118 kröfuhafa, sem eiga 67% af sam- þykktum almennum kröfum á slita- búið, þar sem lýst er yfir stuðningi við að slitastjórnin reyni áfram að fá undanþágur frá höftum til að ljúka uppgjöri með nauðasamningi. Í bréfi kröfuhafa, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum, segir að við núverandi aðstæður sé það enn skoðun þeirra að nauðasamningur muni skila þeim „umtalsvert“ meiri heimtum en gjaldþrotaskipti. Fyrir skemmstu lagði Heiðar Már Guðjónsson fram gjaldþrotaskipta- beiðni á hendur Glitni. Benti hann á að nauðasamningsumleitanir hefðu engum árangri skilað. »22 Styðja enn nauða- samningsumleitanir Brauðbitarnir eru vel þegnir hjá fiðurfénu á Reykjavíkurtjörn enda hver lægðin rekið aðra að undanförnu. Veður hefur hins vegar verið gott síðustu daga og þá mætir mannfólkið með kolvetni í poka. Til að tryggja fenginn er betra að fljúga á brott þegar góðgæti berst í gogg. Gangandi sem fljúgandi geta glaðst við þær fregnir að búist er við hægu veðri fram að jólum. Á aðfangadag spáir hægri norðaustlægri átt. Frostið gæti bitið aðeins auk þess sem eilítill éljagangur gæti drepið niður fæti hér og þar á Norður- og Austurlandi. vidar@mbl.is Prýðileg spá fyrir aðfangadag Morgunblaðið/Kristinn Hart barist um brauðið við Tjörnina þegar daginn tekur að lengja  Vonast er til að ofurkæling á fiski án íss skili betri nýtingu og lengri líftíma vörunnar. Einnig sparar það háar upphæðir að losna við ís þegar fiskur er fluttur um langan veg á markað, iðulega á milli heimsálfa. Nýlega fengu Matís og samstarfs- fyrirtæki styrk úr norrænum rann- sóknasjóði til að fylgja verkefninu eftir. Norskt laxeldisfyrirtæki er meðal samstarfsaðila. »14 Sparar mikla fjár- muni að losna við ís Rannsóknir Ofurkældur þorskur.  Reykjavík vinnur nú að því að skil- greina kyrrlát svæði í borginni og hávaði er mældur á opnum svæðum í borginni, bæði innan og utan þétt- býlismarka. Að sögn Kristins Jóns Eysteinssonar, verkefnastjóra á um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar, er enn eftir að skil- greina svæðin en unnið er eftir tilskipun Evrópusambandsins. »6 ESB mælir kyrrðina Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við dagur til jóla 1 kertasníkir kemur í kvöld www.jolamjolk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.