Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Leyfist mér að benda á slæma villu í nýútkominni bók sem heitir Sálin í borginni og fjallar m.a. um dýrahald á árum áður. Það er ljómandi falleg forsíðumynd af laglegri stúlku með kú. Kýrin er áfergjuleg að hnusa af heypoka sem stúlkan ber galvösk. Á bls. 176 í bókinni er textinn með þessari sömu mynd: stúlka með kýr. En þá þyrftu þær að vera margar, einungis ein kýr sést á myndinni. Nú eiga margir í erfiðleikum með beyginguna: kýr – kú – kú – kýr í eintölu. Fleirtalan er auðveldari: kýr – kýr – kúm – kúa. Ef JPV ætlar að gefa aftur út myndabók um búskap í Reykjavík væri gott að höfundurinn treysti sér til að nota móðurmálið rétt. Ég ólst upp í Hlíðunum og man vel kúasmala Geirs í Eskihlíð en konan var oftast í flauelspilsi og rak kýrnar á beit þar sem nú stendur Kringlan. Hlíðabúi. Erfitt að beygja orðin kýr og ær Kýr Fallbeyging orðsins kýr er mörgum erfið. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 16. desember var frétt sem bar fyr- irsögnina Ofbeldi og hótanir daglegt brauð í lífi skólabarnanna. Við sem störfum í grunnskólum vitum að þetta er því miður rétt. Ofbeldi er vaxandi vandamál, vandamál sem lít- ið hefur verið rætt í samfélaginu og við því þarf að bregðast með mark- vissum hætti. Alltof oft berast okkur sem störfum innan grunnskólans fréttir af nemendum, starfsfólki og kennurum sem eru þolendur ofbeldis, það er af hálfu nemenda sem í raun hafa ekki getu til að vera í hefð- bundnu skólaumhverfi. Starfsum- hverfið sem boðið er upp á í grunn- skólum er því ekki öruggt. Allir geta átt von á að verða fyrir grjótkasti, teknir hálstaki eða slegnir (svo örfá dæmi séu tekin) af einstaklingum sem eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Réttilega er bent á að í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skóla- samfélagsins segir að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu fyrir við- komandi skóla til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri ein- angrun. En svo er til eitthvað sem heitir veruleiki. Orð á blaði segja lítið því lausnirnar við ofbeldisfullri hegð- un eru fáar sem engar. Kennarar, starfsmenn og nem- endur eru daglega innan um ein- staklinga sem þurfa mjög sértæk úr- ræði en fá ekki. Þessum nemendum er það eitt ætlað að vera innan veggja skólans innan um aðra. Stundum fæst fjármagn til að ráða fullorðinn einstakling til að fylgja og sinna við- komandi en oftar en ekki hefur sá starfsmaður ekki menntun og reynslu til að vinna með rót hegð- unarinnar. Einnig eru í skólum mynduð svonefnd viðbragðsteymi kennara sem eru sérhæfð í að taka á ofbeldisfullri hegðun. Sem þýðir að ofbeldisfull hegðun er að verða sam- þykkt stærð innan skólanna. Skóla- fólk er farið að gera ráð fyrir að of- beldi sé hluti af starfinu sem það er ekki og á ekki að vera. Það er heldur engin lausn fólgin í að þeir sem eru þolendur grófs of- beldis, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, eigi þann eina kost að mæta til starfa næsta dag líkt og lausnirnar bjóða upp á í dag. Engar raunverulegar lausnir eru því til aðr- ar en að sækja um vistun hjá BUGL og vona að svo ólíklega fari að málið fái flýtimeðferð. Því er um að ræða lausnir sem ganga út á að halda of- beldinu niðri en ekki að taka á vand- anum. Í raun er eina raunhæfa lausn- in sú að bíða þess að viðkomandi nemandi útskrifist úr skólanum. Sumir nemendur þurfa sérhæfða aðstoð heilbrigðiskerfisins, það er sálfræðinga, félagsfræðinga og geð- lækna, og það utan veggja skólans í umhverfi sem er öruggt. Lausn er til dæmis fólgin í að koma á fót stofnun sem tekur á móti nemendum sem sýna tilgreinda og fyrirframskil- greinda hegðun. Sú stofnun er opin öllum nemendum og alltaf. Um leið og ofbeldi hefur átt sér stað er nem- andanum vísað á þessa stofnun þar sem unnið er með vandamálið af fag- fólki í samvinnu við fjölskyldu ein- staklingsins í umhverfi þar sem líf og limir annarra liggja ekki undir. Þegar viðkomandi einstaklingur, í samhengi við fjölskylduna, er talinn hæfur að koma aftur í skólann er það gert í ró- legum skrefum með faglegri aðlögun. Við höfum í dag meðal annars stofnun á borð við BUGL. Þar er unnið frábært starf en því miður er biðlistinn þangað inn mjög langur og í raun eru alls staðar langir biðlistar. Kerfið er alltof lítið og hægvirkt því vandamálin eru miklu meiri og fleiri en núverandi kerfi ræður við. Það er því á óbeinan hátt verið að sam- þykkja ofbeldi innan veggja skólanna með aðgerðarleysi. En fyrsta skrefið er að opna augun fyrir því að ofbeldi er talsvert í grunnskólum landsins. Næsta skref er að vinna að úrlausn. Ástandið er ekki boðlegt neinum. Það er von okkar að eitthvað verði gert í framhaldinu og þar kemur inn meðvitund um stöðu mála og vilji frá yfirvöldum heilbrigðis- og mennta- mála að vinna með börn sem eru skaðleg sjálfum sér og öðrum. Bolt- inn er hér með sendur til yfirvalda að búa svo um hnútana að ofbeldi verði aldrei samþykkt og að við sem byggj- um þetta samfélag sitjum ekki og horfum á þegar einstaklingar sýna andfélagslega hegðun. Við eigum þar að auki öll rétt á að starfa í öruggu starfsumhverfi. Er ofbeldi í grunnskólum ásættanlegt? Eftir Rósu Ingvarsdóttur, Eyþór Bjarka Sigurbjörnsson, Þórunni Steindórsdóttur, Gunnar Björn Melsted, Lilju Margréti Möller, Íris Reyn- isdóttur og Elínu Guðfinnu Thorarensen. » Alltof oft berast okk- ur sem störfum inn- an grunnskólans fréttir af nemendum, starfs- fólki og kennurum sem eru þolendur ofbeldis Á skólabekk Hér er allt með kyrrum kjörum. Myndin tengist ekki efni greinar. Höfundar eru í Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Enn ritar formaður Landssambands veiði- félaga grein í Morg- unblaðið 16. desember sl. og enn snýr hann málinu á haus. Hann heldur því m.a. fram að eldi á laxfiskum á svæðum, þar sem heimilt er að ala lax- fiska efli sumar byggð- ir, „verði því miður á kostnað annarra“. Slík fullyrðing stenst ekki skoðun. Atvinnutækifæri Atvinnutækifæri í fiskeldi eru mörg og mikilvæg fyrir þá landshluta sem hafa misst veiðiheimildir úr héraði. Eins og formaðurinn greinir frá gerði Hagfræðistofnun háskólans úttekt á efnahagslegum áhrifum á nýtingu veiðihlunninda og mat árið 2003, að veiðin styddi við 1.100-1.200 störf sem er ágætis niðurstaða. Fisk- eldi er heilsársstarfsemi sem afhend- ir fisk til neyslu, aðallega til útflutn- ings allt árið um kring. Bein störf í fiskeldi eru nú rúmlega 300 og fer fjölgandi. Þegar allt er talið með, þ.e. afleiddu störfin í fiskeldi s.s. slátrun, pökkun, vinnsla, flutningar, mark- aðs- og sölumál, menntun, eftirlit o.fl. eru störfin allt að 600, sem er hrein fjölgun starfa sem skila miklum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins. Þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir á sl. 30 árum er sjókvíaeldið enn ung grein á Íslandi. Vaxandi áhugi er á fiskeldi, ekki bara sjókvía- eldi, einnig í landeldi með bleikju og öðrum tegundum. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að alþjóða- fyrirtæki eins og Stolt Nielsen hæfi rekstur í fiskeldi hér á landi og að slátrun hæfist á Senegal-flúru í jan- úar næstkomandi? Strokufiskar Sagan segir að áhætta vegna strokufiska frá laxeldi sé tiltölulega lítil hér á landi og fátítt er að eldislax veiðist í íslenskum veiðiám sem betur fer. Í Norðfirði sluppu 2.900 fiskar árið 2003, 109 veiddust og nokkrir fiskar greindust af eldisuppruna í veiðiám á Austurlandi. Af þeim sem greindust voru þrír örmerktir eld- isfiskar. Árið eftir veiddust engir fiskar með uppruna úr eldi. Af þess- um fiskum er sagan ekki lengri. Í Patreksfirði sluppu eldislaxar þegar bátur var að lesta sláturfisk eins og fram hefur komið í fréttum. Ekki er vitað hve margir sluppu og engar op- inberar tölur eru til um fjölda þeirra. Aðeins ágiskanir sem formaðurinn hendir á loft, ber sér á brjóst og skor- ar á framkvæmdastjóra LF að hrekja þær fullyrðingar sem hann hefur birt. Væri nú ekki nærtækara að formaðurinn kæmi sjálfur fram með gild rök um fjölda sleppifiska í stað þess að halda á lofti einhverjum ágiskunum. Ekki svo að skilja að fjöldi strokufiska skipti höfuðmáli hér, heldur það að einn strokulax er einum fiski of mikið. Engar tiltækar vísindalegar skýringar hafa komið fram sem varpa ljósi á atferli lax- anna sem sluppu í Pat- reksfirði. Tilgáta er um að fiskarnir hafi hangið við kvíarnar yfir vet- urinn. Sé það rétt til- gáta þá þarf að endur- skoða veiðar á strokufiski og lögin þar um. Veiðar eru nefni- lega þær aðgerðir manna sem ná til þess að fanga fiska en ekki árangurslausar aðgerðir þar sem veiðimaðurinn fer heim „með öngulinn í rassinum“. Fiskeldislögin Með stofnun Um- hverfissjóðs sjókvíaeldis, að frum- kvæði fiskeldismanna, er skapað verkfæri til að taka á umhverf- ismálum og þ.m.t. strokufiski og öðr- um hugsanlegum áföllum. Fiskeldið á Íslandi er í einstakri stöðu sem er öðruvísi en í nágrannalöndunum sem hafa verið lengst í laxfiskaeldi. Hér á landi er búið að ákveða hvar á landinu áhætta er minnst í eldi þegar tillit er tekið til farleiða laxa og hagsmuna laxveiðiréttahafa. Svæði fyrir eldi lax- fiska eru fá á Íslandi; á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði langt frá helstu veiðiám landsmanna. Í lög- unum um fiskeldi, sem var breytt sl. vor, kemur fram að heildarend- urskoðun þeirra skuli fara fram innan 18 mánaða frá gildistöku lagabreyt- inganna, þ.e. innan 11 mánaða héðan í frá. Jafnframt skuli reglugerð um fiskeldi endurskoðuð. Nú er starfandi nefnd um eldisbúnað og sækir nefndin efni og reynslu frá nágrannaþjóð- unum; Noregi, Skotlandi, Færeyjum o.fl. löndum. Þá þarf að fara fram áframhaldandi vinna við verkferla og vinnulag til að minnka áhættu og slys í sjókvíaeldi. Fyrsta skrefið í þessari vinnu var gerð gæðahandbókar fyrir sjókvíaeldi árið 2013 sem félagið stóð fyrir. Sáttahljóð Nú er lagt til að þessi tvenn hags- munasamtök taki saman höndum og fiskeldismenn sýni í verki með því að styðja við lagaheimild frá því í vor að aðeins megi nota geldstofna laxa af norskum uppruna í sjókvíaeldi við Ís- land. Þannig geta laxeldismenn kom- ið til móts við veiðiréttahafa og „sýnt væntumþykju sína fyrir umhverf- inu“. Fiskeldismenn munu að sjálf- sögðu mæla með notkun geldstofna um leið og sýnt verður fram á að hag- nýting þeirra sé hagkvæm og afföll í lágmarki. Landssamband fiskeld- isstöðva er með á prjónunum að setja í gang rannsókn á hagkvæmni eldis á ófrjóum laxi. Því tökum við vel í sáttaboðið og ekki mun standa á fé- lagsmönnum LF að kanna til hlítar eldi á ófrjóum laxi. Eftir Guðberg Rúnarsson Guðbergur Rúnarsson » Fiskeldi er vaxandi grein með mikl- um tækifærum og komin til að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Úrtölumenn atvinnu- tækifæra í fiskeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.