Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 BÆKUR Vísindi hafa lengi verið ein undir- staða velmegunar og hagvaxtar í vestrænum samfélögum en nýjar uppgötvanir og kenningar auka ekki bara lífsgæði og bæta við þekkingu, þær neyða oft samfélög til að endurskoða eldri hugmyndir og gildi. Bandaríski eðlisfræðing- urinn Lawrence M. Krauss setti fram eina slíka kenn- ingu fyrir ekki svo löngu, þar sem hann ögrar alda- gömlum hugmyndum um sköpun alheimsins, bæði trúarlegum og vísinda- legum. Kenningu sem byggist á því að alheimurinn hafi orðið til úr engu. Hvernig má það vera? Því svarar Krauss í bók sinni Al- heimur úr engu: Hvers vegna eitthvað er til frek- ar en ekkert og má segja að svörin komi á óvart. Krauss er í hópi manna sem standa fremst í rannsóknum á huldu- orku og hefur því djúpa innsýn í þau ferli sem gætu leitt til myndunar alheims úr engu. Metnaðarfull íslensk þýðing Bók Krauss um upphaf alheimsins kom út árið 2012 og nefnist á ensku, A Universe from Nothing: Why there is something rather than nothing. Út- gáfufélagið Tifstjarnan stendur að metnaðarfullri þýðingu bókarinnar á ís- lensku en vanda þarf til verks við þýðingar sem þessarar. Bókin er sú þriðja sem Tifstjarnan ís- lenskar en áður hafa komið út bækurnar Máttur tómarúmsins eft- ir Lisu Randall, með inngangi eftir dr. Svein Ólafsson, og Skipulag alheimsins, eftir Stephen Hawking og Leonard Mlodinow. Baldur Arnarson, sem bæði stýrir forlaginu og er einn þýð- enda, segir að upphaf þessa metn- aðarfulla verkefnis að þýða vís- inda- og fræðirit yfir á íslensku megi rekja til haustsins 2010. „Þá ákváðum við dr. Einar H. Guð- mundsson, prófessor í stjarneðl- isfræði við Háskóla Íslands, að þýða í sameiningu bók Stephen Hawking og Leonard Mlodinow, Skipulag alheimsins. Leiðir okkar höfðu þá legið saman þegar ég þýddi bókina Dögun vetnisaldar, eða Planet Hydrogen, sem kom út 2008. Ætlunin var að gefa bókina út vorið 2011 eða um hálfu ári eftir að hún kom út á ensku. Það kom svo í ljós að ekkert þeirra fjögurra forlaga sem við leituðum til höfðu áhuga á að gefa út þýðinguna, þrátt fyrir að bókin Saga tímans eftir Steph- en Hawking sé lík- lega vinsælasta rit sinnar gerðar sem komið hefur út á ís- lensku.“ Þá voru góð ráð dýr að sögn Baldurs sem taldi þann kost vænstan að stofna eigið útgáfufélag um þýðinguna. „Bókinni Skipulag alheimsins var vel tekið og seldist fyrsta upplagið upp fyrir jólin 2011. Bókin var svo endurútgefin í janúar 2012 og hefur bróðurpartur þess upplag selst.“ Samstarfið við fræðimenn Baldur segir vís- indalegan bakgrunn sinn takmarkaðan. Því velji hann sér til samstarfs vís- indamenn sem eru í fremstu röð í við- komandi greinum á Íslandi. Það sé gert til þess að þýðing- arnar uppfylli ströng- ustu kröfur. „Þýð- ingar sem þessar verða ekki til án sam- starfs við sérfræðinga. Mitt hlutverk er að tryggja að bækurnar séu sem aðgengileg- astar og skrifaðar á sem bestu máli án þess að merkingu sé rask- að. Þetta samstarf hefur verið lær- dómsríkt en ég hef til dæmis lært mikið af samvinnu við Einar H. Guðmundsson, enda hefur hann af- burðafærni í því að miðla flóknum hugmyndum á sígildri íslensku.“ Sumarið 2012 bárust þau stór- tíðindi úr heimi eðlisfræðinnar að vísindamönnum við Stóra sterk- endahraðalinn í Genf hefði tekist að staðfesta tilvist Higgs- eindarinnar eftir hálfrar aldar leit. Af því tilefni þýddi Baldur í sam- starfi við Svein Ólafsson, vísinda- mann við Háskóla Íslands, stutta bók Lisu Randall sem nefnist Máttur tómarúmsins. „Sú bók var með stuttum inngangi eftir Svein en við höfðum þá gert drög að frumsömdu verki um sögu öreindafræðinnar sem kemur kannski einhvern tímann út. Bók Randall er eins og smáskífa, stutt kynning á hugmyndum. Hún er því ekki af sama toga og hinar tvær bækur Tifstjörnunnar.“ Alheimurinn úr engu Bókin Alheimur úr engu átti að koma út í fyrrahaust en af óviðráð- anlegum ástæðum urðu tafir á út- gáfunni. „Ég fékk þá Sævar Helga Bragason, ritstjóra Stjörnu- fræðivefsins, og vin minn Svein Ólafsson til að þýða bók Krauss með mér og höfðum við dr. Gunn- laug Björnsson, rannsóknaprófess- or í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, okkur til halds og trausts enda er hann hér á heimavelli. Við Sævar Helgi þurftum að hafa þá Gunnlaug og Svein með okkur til aðstoðar, enda er hvorugur okkar vísindamaður.“ Í bókinni Alheimur úr engu er Krauss annars vegar sem vís- indamaður í fremstu röð að leggja fram heimsmynd sína út frá nýj- ustu kenningum heimsfræðinnar og tengir þær við eigin rann- sóknir. Hins vegar færir höfundur rök fyrir því að ekki þurfi að hafa komið til skapari við sköpun al- heimsins. „Sú hlið kann að vera hvað um- deildust. Krauss ræðst þar til at- lögu gegn bókstafstrúarmönnum í Bandaríkjunum. Slíkir menn eiga ekki upp á pallborðið á Íslandi, enda erum við frjálslynd þjóð. Ég er alinn upp við kristna trú og ber virðingu fyrir trúarbrögðum. Ég tel vafasamt að smækka trúar- brögð á þann veg sem Krauss ger- ir.“ Varðandi það hvernig alheim- urinn getur orðið til úr engu segir Baldur að Krauss byggi þar á merki hefð. „Krauss fer yfir hina miklu vísindalegu sigra 20. aldar þegar sönnur eru færðar á út- þenslu alheimsins, að vetr- arbrautin sé aðeins ein hundraða milljarða og að alheimurinn eigi upphaf í ofurheitum miklahvelli. Hann útskýrir síðan hvernig rúm og efni verður til við útþenslu al- heimsins og hvernig rannsóknir sýna fram á að launeindir geti birst sjálfsprottið úr tóminu. Í sem fæstum orðum er þetta bak- grunnur þeirrar kenningar hans að alheimurinn hafi orðið til úr engu. Sú kenning hefur aldrei ver- ið útskýrð svo ítarlega á íslensku áður.“ Bók fyrir alla fróðleiksfúsa Einhver kynni að halda að bók Krauss væri aðeins fyrir hámennt- aða vísindamenn. Baldur segir þetta þvert á móti alþýðlegt rit. „Ég tel að þessi bók sé fyrir alla og þar á meðal guðfræðinga og heimspekinga, sem ég vona að muni stinga niður penna og gagn- rýna þessa bók núna þegar hún er komin út á alþýðumáli, á íslensku.“ Baldur segir skilninginn aukast eftir því sem bókin er lesin oftar. „Það er oft með rit af þessum toga að gera þarf fleiri en eina atrennu. Vinur minn, sem er doktor í efna- fræði, hefur lesið bókina Saga tím- ans þrisvar með nokkurra ára millibili og segir skilning sinn á efninu aukast í hvert sinn. Bók Krauss er að lýsa því sem fram fer í eldlínu vísindanna og til þess að skilja efnið skilningi leikmanns þarf að gefa sér góðan tíma. Það hjálpar til að lesa bækurnar Sögu tímans og Skipulag alheimsins eft- ir Hawking. Með tilkomu netsins er hægt að afla sér upplýsinga um allt sem fjallað er um í bókinni og nálgast fyrirlestra Krauss um efn- ið.“ Líkt og Baldur bendir á er bók- in tvískipt. „Í síðari hlutanum tek- ur Krauss fyrir þær hugmyndir sem mótað hafa afstöðu margra manna til þess hvort skapari hafi komið öllu af stað. Þann hluta bók- arinnar ættu allir að geta skilið og lesið sér til gamans. Einstaka kafl- ar eru þyngri en það kemur ekki að sök þótt lesandinn skilji ekki allt sem þar kemur fram til fulls. Ég geri það ekki sjálfur. Til þess þarf til dæmis að skilja afstæð- iskenningu Einsteins og skammta- fræðina djúpum skilningi og það er auðvitað ekki á færi allra.“ Unnið af hugsjón og áhuga Baldur segir útgáfuna fyrst og fremst sprottna af áhuga hans á að miðla hugmyndum og taka þátt í framlagi til hugmyndasögu Ís- lendinga. „Markmiðið er að bækur Tifstjörnunnar komi út annað hvert ár, ef vel gengur. Við vinnslu þeirra er leitað til bestu manna eins og þegar Lærdómsritin eru gefin út. Á vissan hátt eiga þessar bækur að vera viðbót við Lær- dómsritin.“ Um útgáfu Tifstjörnunnar hefur skapast traustur hópur þýðenda og vísindamanna. Baldur segist hafa lært það af þýðingu þessara bóka að margt sé enn óvitað í vís- indum. „Til voru vísindamenn und- ir lok 19. aldar sem héldu því fram að sígild eðlisfræði væri að komast á leiðarenda. Fáum árum síðar setti Einstein fram takmörkuðu af- stæðiskenninguna. Þetta er vert að rifja upp þegar bók Krauss er les- in. Hugmyndir hans eru stór- brotnar en það á eftir að koma í ljós hversu lífseigar þær verða.“ Hvernig alheimurinn varð úr engu Morgunblaðið/Júlíus Boðakapur „Ég tel að þessi bók sé fyrir alla og þar á meðal guðfræðinga og heimspekinga,“ segir Baldur Arnarson sem þýtt hefur verk Krauss. Komin er út á vegum útgáfufélagsins Tifstjörnunnar íslensk þýðing á bók bandaríska eðlisfræðingsins Lawrence M. Krauss um upphaf alheimsins TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 www.thor.is ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR 14.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-32 2 ,- EPSON EXPRESSION HOME XP-322 Einfaldur og þægilegur þráðlaus heimilisprentari Fjölnotatæki (skanni, ljósritun og prentun) 4 Hylki - Hentar í ljósmyndir & texta. Þráðlaus og einfaldur í notkun Prentar allt að 33 bls á mín (15 bls í lit á mín). Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. Epson Expression Photo XP-760 Hágæða þráðlaus ljósmyndaprentari Fjölnotatæki (skanni, ljósritun og prentun) 6 Hylki - Hentar sérstaklega vel í hágæða ljósmyndir. Þráðlaus (fjöldi aðgerða í boði í iPrint appi) Prentar allt að 32 bls á mín (bæði í lit og svörtu). Kortalesari & blæðandi útprentun Prentar báðum megin á pappírinn. Allar helstu aðgerðir á stórum snertiskjá. 34.00 0 EPSO N Exp ressio n Photo XP-76 0 ,- ,- 11.50 0LW -400 ,- 8.500 LW-40 0 EPSON Límmiða prentarar 145.0 00E B-X18 ,- EPSON Skjávarpar í miklu úrvali Mikið úrval af EPSON ljósmyndapappír og bleki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.