Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 11
Sýningin Árið 2012 hélt Tóta sýningu í Hafnarborg og varð bókin til í
tengslum við sýninguna. Hún seldist fljótt upp og var því endurútgefin.
Litríkt Verk Tótu eru ýmiss konar og hefur hún sérstakan áhuga á mynstri
og öllum heimsins litum. Sjálf er hún litríkur og líflegur persónuleiki.
nauðsynlegt og einhvers staðar
verður maður að sleppa tökunum,“
segir Tóta og ljóst er að útkoman
féll í góðan jarðveg því bókin seldist
upp meðan á sýningunni stóð í
Hafnarborg og hefur nú verið gefin
út að nýju í öðrum búningi.
Listmálari sem teiknar ekki
Áður en Tóta lærði bún-
ingahönnun lauk hún námi í mynd-
list og strax í bernsku komu hæfi-
leikar hennar í ljós. „Ég var mjög
fljót að munda skærin sem krakki
og klippti alls konar út. Maður var
alltaf í dúkkulísum og að líma pappír
eða efni utan á kubba og alltaf að
búa eitthvað til. En það hvarflaði
aldrei að mér að fara út í myndlist
því mér fannst einhvern veginn að
maður þyrfti að teikna til þess að
verða myndlistarmaður,“ segir hún.
Að unglingsárunum loknum sá hún
ný form og aðrar áherslur innan
myndlistarinnar og það varð til þess
að sýn hennar breyttist. „Ég áttaði
mig á því að allt mætti og að ég
þyrfti ekki að vera einhver Rem-
brandt. Þá hafði ég átt heima í Eng-
landi í nokkur ár og fylgst með
hippatímabilinu og svo pönkinu
skella á þannig að það var mér allt í
hag,“ segir Tóta.
Tískan á milli heimsálfa
Í verkum Tótu er mikil litadýrð
en þar er einnig að finna kolsvarta
list og snjakahvíta. Hún segist
heillast af öllum litum og mynstur
þykja henni ævintýraleg. „Mér
finnst ótrúlegt að sjá hvernig tískan
skilar sér á milli heimsálfa og þar er
það mynstrið. Maður sér það þegar
einhver fer að draga upp mynstur
hvað það er margt líkt. Til dæmis
bar ég saman á einu verki á sýning-
unni minni í Hafnarborg eylöndin
tvö Ísland og Japan og þar sér mað-
ur áratugina speglast í mynsturgerð
og svo hvað fagurkeranum konunni
finnst fallegt.“ Tóta segist þó engan
veginn átta sig á tískunni og þeim
leiðum sem hún fer. „Þetta hefur oft
verið þannig með fagurfræðina að
maður veit ekki. Stígur hún með
sunnanvindinum? Ég hef aldrei al-
veg skilið hvernig hún berst,“ segir
hún. Tíminn og tískan tengist sann-
arlega búningahönnuninni og það
þekkir Tóta afar vel. „Búningar sem
eiga til dæmis að vera frá tímum
Hinriks áttunda, sem maður hefur
alveg séð. En maður sér samt 1980,
þegar þeir voru búnir til. Maður sér
tvö tímabil í einu tímabili því eitt-
hvað sem manni finnst fallegt dreg-
ur maður einhvern veginn með sér
fram í dagsljósið þó að maður sé að
gera búninga sem eiga að vera frá
tímum Hinriks áttunda, svo dæmi sé
tekið.“
Að njóta lífsins
Lífið í sinni einföldustu mynd
getur verið dásamlegt. Það þarf í
það minnsta ekki að vera mjög flók-
ið til þess að hægt sé að njóta þess.
Rétt eins og titill bókar Tótu gefur
til kynna hefur hún mjög gaman af
lífinu. „Ég nýt lífsins á minn ljúfa
einfalda hátt og má ekki vera að því
að láta mér leiðast,“ segir Tóta.
Hugur hennar er stöðugt að vinna
og hún segist aldrei hafa nægan
tíma. „Ég er stundum í halarófu á
eftir heilanum og ég fer fram úr
mér, alveg framan á staura því ég sá
þá ekki.“
Víða í bók Tótu má sjá trúar-
legt þema án þess þó að það vísi
beint á einhverja eina trú. „Ég er
bæði forlagatrúar, trúi bæði á hið
góða og illa og held að maður geti
búið hvort tveggja til. Barnstrúin er
líka þarna en ég er ekkert endilega
kristin. Það er ekki bara ríkistrúin
heldur alheimstrúin. Trúin á hið
góða í manninum. Ég held að hver
trúarbrögð hafi fært mannkyninu
eitthvað og Jesús Kristur lagði
áherslu á kærleikann og það þykir
mér svo fallegt,“ segir hún. Heim-
spekin hefur líka átt þátt í að móta
heimsmynd Tótu og segist hún hafa
reglulega gaman af að velta tilver-
unni fyrir sér.
Alltaf eitthvað framundan
Allar hugleiðingarnar eiga sinn
þátt í að veita Tótu innblástur fyrir
sína listsköpun, hvort sem það er
búningahönnun, myndlist eða ann-
að.
Um þessar mundir vinnur Tóta
að gerð leikmyndar fyrir sjónvarps-
þáttaröð og þar á eftir tekur við
spennandi sýning í Árbæjarsafni
þar sem Tóta er sýningarhönnuður.
Sýningin í Árbæjarsafni er henni
sérlega hugleikin enda tvinnast þar
saman sögur fólks í gegnum ald-
irnar. „Þetta er reyndar ennþá á til-
finningastiginu en sýningin fjallar
um hið bleika hagkerfi kvenna frá
aldamótum 1900. Hvað konur hafa
gert til að búa sér til atvinnu, drýgja
tekjurnar auk þess að sjá um börn
og buru,“ segir hin fjölhæfa lista-
kona Þórunn Elísabet Sveinsdóttir,
eða Tóta. Það er vel skiljanlegt að
hún hafi ekki tíma til að láta sér leið-
ast þar sem hver dagur virðist sann-
arlega sveipaður ævintýraljóma og
sköpunarkrafti. Þeir sem vilja
skyggnast frekar inn í heim Tótu
geta skoðað vefsíðu hennar,
www.tota-art.com.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Starfsfólk Íbúðalánasjóðs
óskar landsmönnum öllum gleði og friðar
á jólum og gæfu á komandi ári.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
4
79
4
www.ils.is
Borgartúni 21, 105 Reykjavík
sími 569 6900, fax 569 6800
Lokað aðfangadag.