Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Christina prinsessa, systir Filippus-
ar Spánarkonungs, mun sæta ákæru
fyrir skattsvik. Er þetta í fyrsta
skipti sem meðlimur konungsfjöl-
skyldunnar á Spáni þarf að svara til
saka í réttarsal þar í landi.
Er þetta niðurstaðan eftir fjög-
urra ára rannsókn á fjármálum
Christinu og eiginmanns hennar,
Inaki Urdangarin, sem er sakaður
um umfangsmikil fjársvik og pen-
ingaþvætti. Málið hefur reynst
spænsku konungsfjölskyldunni afar
erfitt og átti m.a. þátt í því, að Jó-
hann Karl, faðir Christinu og Filipp-
usar, sagði af sér konungstign í júní
á þessu ári.
Dómstóll á Mallorca ákvað í síð-
ustu viku að Christina þyrfti að
koma fyrir rétt en hún er ákærð fyr-
ir að hafa tekið þátt í fjársvikum eig-
inmannsins. Skipaði rétturinn prins-
essunni að leggja fram 2,7 milljóna
evra tryggingu fyrir því að hún
myndi svara kvaðningu en ekki hef-
ur verið ákveðið hvenær rétt-
arhöldin fara fram.
Söguleg stund
Lögmenn prinsessunnar hafa full-
yrt, að hún sé saklaus af ákærunni
og sjálf segist hún ekki hafa tekið
neinn þátt í viðskiptum eiginmanns
síns. Fulltrúar ríkissaksóknaraemb-
ættis Spánar hafa hvatt dómstólinn
á Mallorca til að láta málið gegn
henni niður falla þar sem ekki liggi
nægar sannanir fyrir um sekt henn-
ar.
En José Castro, rannsóknardóm-
ari á Mallorca, komst að þeirri nið-
urstöðu að kæra samtakanna Manos
Limpias ætti við rök að styðjast.
Samtökin hafa á undanförnum árum
kært fjölda embættis- og sjórnmála-
manna fyrir spillingu.
„Þetta er söguleg stund,“ sagði
Miguel Bernard, formaður Manos
Limpias. „Hefðum við ekki höfðað
málið hefði engin ákæra verið lögð
fram. Allir eiga að vera jafnir fyrir
lögunum.“
Fimmtán einstaklingar, auk
Christinu og Urdangarin, eru
ákærðir í málinu. Urdangarin, sem
var á sínum tíma einn fremsti hand-
boltamaður Spánar, er ásamt við-
skiptafélögum sínum grunaður um
að hafa dregið sér sex milljónir evra,
jafnvirði nærri milljarðs íslenskra
króna, af almannafé, sem veitt var til
góðgerðarstofnunar. Christina sat í
stjórn stofnunarinnar og Urdang-
arin var stjórnarformaður.
Grunur leikur á, að annað fyr-
irtæki, sem þau hjón áttu, Aizoon,
hafi verið notað til að þvætta fé, sem
aflað var með sviksamlegum hætti.
Castro rannsóknardómari yf-
irheyrði prinsessuna um málið í
febrúar en gögn sýndu, að fé Aizoon
hefði verið notað til að greiða ýmis
persónuleg útgjöld hjónanna, svo
sem vegna endurbóta á húsi þeirra,
danstíma og bókakaupa.
Dómarar ákváðu í nóvember að
falla frá ákæru á hendur prinsess-
unni fyrir peningaþvætti en stað-
festu að hún þyrfti að svara til saka
fyrir ákæru um skattsvik.
Christina Federica er 49 ára að
aldri og yngsta dóttir Jóhanns
Karls. Hún er sjötta í röðinni til rík-
iserfða á Spáni. gummi@mbl.is
Systir Spán-
arkonungs
fyrir rétt
AFP
Ákærð Christina Spánarprinsessa utan við dómhúsið á Mallorca.
Grunuð um aðild að fjársvikum
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Raul Castro Kúbuforseti og aðrir
ráðamenn á eyjunni hafa fagnað
þeirri ákvörðun Baracks Obama
Bandaríkjaforseta að koma aftur á
stjórnmálatengslum milli ríkjanna
tveggja eftir meira en 50 ára frost.
Castro sagði um helgina að enn
væri þó löng barátta fyrir höndum
áður en viðskiptabanni Banda-
ríkjamanna yrði aflétt. Kúbverjar
myndu ekki leggja af flokksein-
ræðið sem þeir kenna við sósíal-
isma.
Castro sagðist í ræðu sinni fús
til að ræða alls kyns mál við
stjórnvöld í Washington en bætti
við: „Á sama hátt og við höfum
aldrei krafist þess að Bandaríkja-
menn breyti sínu pólitíska kerfi
munum við heimta að virðing sé
borin fyrir okkar kerfi.“
Hann hrósaði Obama, sem hefur
sagt að stefnan gagnvart Kúbu sé
úrelt. Kúbuforseti sagði banda-
ríska forsetann hafa sýnt hug-
dirfsku með þeirri ákvörðun sinni
að binda enda á fjandskapinn.
Castro staðfesti að hann myndi
sjálfur sækja leiðtogafund Amer-
íkuríkja í Panama í apríl næstkom-
andi. Hugsanlegt er að forsetarnir
tveir ræðist þá við.
Repúblikanar á bandaríska
þinginu ætla að berjast gegn til-
slökun Obama og benda á að hann
hafi ekki fengið nein loforð um lýð-
ræðisumbætur á Kúbu. Þeir segja
að eina afleiðingin af stefnubreyt-
ingunni verði að staða einræðis-
stjórnar kommúnista muni styrkj-
ast enda líti þeir á tilslökun
Obama sem sinn sigur. Þeir benda
á að enn sé harðstjórn á Kúbu og
þúsundir andófsmanna sitji í fang-
elsi.
Áfram kommúnistaríki
AFP
Andóf Andstæðingar slökunarstefnu Obama gagnvart Kúbu efndu til mót-
mæla í Miami um helgina. Margir flóttamenn frá Kúbu búa í Florida.
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt*Miðast við að keyptur sé miði fram og tilbaka á : 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is