Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is 650 nýjar leiguíbúðir fyrir háskóla- nema munu rísa á næstu fimm árum en fulltrúar frá Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta skrifuðu undir viljayfirlýs- ingu þess efnis í gær. Nem- endaíbúðirnar, eða öllu heldur leigu- einingarnar, þar sem í sumum tilfellum geta nokkrar leigueiningar rúmast innan einnar nem- endaíbúðar, eru fyrirhugaðar á tveimur svæðum; 400 þeirra munu rísa á háskólasvæðinu og 250 í næsta nágrenni. Nemendaíbúðirnar 650 koma til viðbótar þeim hundrað sem eru að fara í uppbyggingu við Brautarholt og fjölgar því íbúðum fyrir nem- endur um 750 á næstu árum. Rebekka Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Félagsstofnunar stúd- enta, segir viðmið stofnunarinnar vera að útvega 15% nemenda hús- næði. Byggja þarf 2.000 leiguein- ingar til viðbótar til að viðmiðið ná- ist en markmið stofnunarinnar er að fjölga leigueiningum um eitt þúsund á næstu árum. Í dag rekur Félags- stofnun stúdenta um 1.100 leigu- íbúðir og í þeim búa um 1. 800 ein- staklingar. Þær nemendaíbúðir sem byggðar verða á næstu árum eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir barn- laust fólk og því gert ráð fyrir stúd- íóíbúðum og paraíbúðum. 800 einstaklingar voru á biðlista eftir nemendaíbúð síðastliðið haust. Staðsetning liggur ekki fyrir Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag háskólasvæðisins síð- astliðið vor. Sex tillögur bárust og tvær þeirra voru valdar en hvorug í fyrsta sæti þar sem dómnefnd fannst áherslum sínum ekki gerð fullnægjandi skil. Því liggur ekki fyrir hvar námsmannaíbúðirnar munu rísa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hópana tvo, sem stóðu að tillögunum tveimur, hafa verið ráðna til að vinna að bestu lausnum á svæðinu, með sérstaka áherslu á að finna lóðir fyrir náms- mannaíbúðir. Þá liggur ekki heldur fyrir hvar íbúðirnar 250 verða í borginni en Dagur segir þær verða í bland við annað. „Við sjáum á ákveðnum reitum í miðborginni og á ákveðnum eftir- sóttum svæðum að hætta er á að þar verði bara hverfi fyrir ríkt fólk,“ segir Dagur og bætir við að þar vilji borgin beita sér og úthluta íbúðum til stúdenta og kanski þeirra sem velja búseturétt og hafa minna á milli handanna. „Þannig að þetta verði ekki einsleit og leiðinleg hverfi heldur fjölbreytt og skemmtileg,“ segir Dagur og bætir við að fjölgun nemendaíbúða sé í takt við stefnu borgaryfirvalda um uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Ísak Rúnarsson, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, segir viljayfirlýsinguna stórt skref og vera mikilvægan þátt í því að efla háskólasamfélagið á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólasvæðið Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Ís- lands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um uppbyggingu 650 íbúða. 750 nemendaíbúðir rísa næstu fimm ár Nemendaíbúðir » Ekki liggur fyrir hvar íbúð- irnar verða nákvæmlega en 400 þeirra verða á háskóla- svæðinu og 250 í nágrenni við það. » 800 einstaklingar voru á biðlista eftir námsmannaíbúð síðastliðið haust. » Félagsstofnun stúdenta hyggst fjölga nemendaíbúðum um eitt þúsund á næstu árum.  250 íbúðir í bland við aðra byggð Lágt hlutfall unga af veiddum rjúp- um í haust bendir til lélegrar við- komu hjá rjúpunni sumarið 2014. Líklega ræður þar miklu hret sem gerði um mánaðamót júní og júlí, að mati Ólafs K. Nielsen, vistfræð- ings og rjúpnasérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar hafa aldursgreint 1.980 rjúpur sem veiddar voru í haust. Þeir gera ráð fyrir að fá um 1.000 vængi til aldursgreiningar til viðbótar úr veiðinni 2014, að því er fram kemur í pósti til rjúpnavina. Ungahlutfall er að meðaltali 71% en það sveiflast frá því að vera 62% á Austurlandi, þar sem búið var að greina 213 fugla, og upp í 75% á Suðurlandi þar sem 138 fuglar höfðu verið skoðaðir. Langflestar rjúpur höfðu verið aldursgreindar á Norðausturlandi eða 950 fuglar og þar var ungahlutfallið 72%. Á Vesturlandi var ungahlutfallið 71%, á Vestfjörðum 68% og á Norðvest- urlandi 71%. Sem kunnugt er voru rjúpnaveið- ar leyfðar samtals í tólf daga í haust, eða þrjá daga um fjórar helgar. Illa viðraði til veiða lengst af veiðitímanum. gudni@mbl.is Léleg viðkoma hjá rjúpunni í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Rjúpa Hret sem gerði í sumar dró líklega úr viðkomu rjúpunnar. Sorphirða Reykjavíkur verður að störfum á aðfangadag til að bæta upp þær tafir sem orðið hafa á þjónustunni vegna færðar og veð- urs síðustu daga. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar ennfremur að mikið magn úrgangs yfir aðventuna, jól og áramót geri hirðu erfiða. Til stóð að losa tunnur í Breiðholti í dag en vegna tafa verður fyrst hreinsað í Laugarneshverfi. Óljóst er hvort hægt verður að ljúka sorp- hirðu í Breiðholti fyrir jól, en hirða hefst aftur eftir jól laugardaginn 27. desember nk. Íbúar eru hvattir til að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunum í sér- merkta poka sem hægt er að kaupa hjá stöðvum N1 í Reykjavík og hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Aðfangadagur jóla verður að þessu sinni nýttur til þess að hirða sorp borgarbúa Morgunblaðið/Golli Ófærð Snjór og hálka hafa gert sorphirðu- mönnum borgarinnar erfitt fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.