Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 32
Borgarveggjum rutt í síkin og nútímaborg verður til 1850 – 1918 Þegar kom fram á 19. öld fór áhrifa iðnvæðingarinnar að gæta verulega í Kaupmannahöfn. Fólks- fjölgun var ör og borgin var að springa vegna landþrengsla innan borgarveggja. Mengun var yf- irgengileg og flest verkafólk bjó í heilsuspillandi húsnæði. Um miðja öldina gerðist margt í senn. Júní- byltingin 1830 hafði mikil áhrif um alla Evrópu í lýðræðisátt. Árið 1834 var kosið til ráðgefandi stétt- arþinga í Danmörku og árið 1840 gaf konungur út reglugerð um stjórnskipun Kaupmannahafnar, sem hefur haldist að mörgu leyti til okkar daga. Áhrif borgara á stjórn borgarinnar höfðu verið lítil á dög- um einveldisins 1660 til 1840. Konungurinn afsalaði sér ein- veldi 1848 og árið eftir tók þing- bundin ríkisstjórn við. Árið 1847 var komið á lestarsamgöngum milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu. Sama ár var Carlsberg bjórverk- smiðjan byggð upp í Valby sunnan borgarveggjanna og á svipuðum tíma hófst rekstur hinnar miklu skipasmíðastöðvar Burmeister & Wain á landfyllingum norðan Krist- jánshafnar. Flestar verksmiðjur voru áður byggðar innan borg- arveggja innan um íbúðarhúsin. Einstaklingsframtakið tók smám saman við af konungsvaldinu með auknum. Árið 1852 var byggingarbanni af- létt á landsvæðinu milli borg- arveggjanna og varnarlínanna um- hverfis borgina. Bæði borgarveggir og varnarlínur höfðu reynst gagns- litlar í árás Englendinga 1807 þar sem fallbyssur þeirra gátu skotið um einn kílómetra frá ytri höfninni inn yfir borgina. Kólerufaraldur braust út 1853 vegna mengunar í vatnsbólum borgarinnar og dóu þá um 5.000 borgarbúar. Formlega var svo ákveðið af hernaðar- og borgaryfirvöldum árið 1856 að rífa. Árið 1843 fékkst leyfi til að byggja skemmtigarðinn Tívolí á landi hersins sunnan við Vest- urport og árið 1847 var fyrsta járn- brautastöðin byggð við Enghave. Núverandi aðaljárnbrautarstöð var byggð við hlið Tívolí 1911. Voru þetta fyrstu meiri háttar fram- kvæmdirnar utan borgarsíkjanna áður en byggingarbanninu var. Árið 1857 var Eyrarsundstoll- urinn felldur niður, en honum var komið á 1429. Hurfu þar með síð- ustu leifar lénsskipulags miðalda í verslun og siglingum. Þetta var al- gjör bylting, eftir samþjöppun byggðarinnar um aldir innan borg- arveggjanna var nú loksins leyfi- legt að byggja utan þeirra. Líkja má þessu við hraunflóð, svo hratt byggðust ný borgarhverfi upp utan gömlu múranna. Umhverfis Frið- riksbergskastala sunnan borg- arinnar og norðan borgarinnar, þar sem efnaðir borgarar og aðall áttu sumarhús, byggðu nýríkir villur sínar. Borgarhverfin Vestur- og Norðurbrú byggðust hratt upp af fjölbýlishúsum fyrir verkafólk og millistéttarfólk. Gatnanetið tók mið af gömlum aðkomuleiðum til borgarinnar eins og Vesturbrúar- og Norðurbrúar- götur en einnig af afmörkun jarð- arskika út frá þessum götum. Þessi nýju hverfi við meginleiðirnar yfir hringvötnin eru kölluð brúar- hverfin. Fjölbýlishúsin, sem flest voru 5-7 Iðnvæðing í Danaveldi Í bókinni Borgir og borg- arskipulag er fjallað um sögulega þróun og skipu- lag borga, í samhengi við skipulagssögu Reykja- víkur. Í þessum kafla segir frá umbrotatímum í sögu Kaupmannahafnar á 19. öld. Höfundur er Bjarni Reynarsson. Skrudda gefur út. Kjarni Ráðhústorgið 1913. „Bjó um þriðjungur borgarbúa í gömlu borginni um 1910, tæplega 15% 1938 og um 10% síðustu áratugi.“ Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Er kominn tími á að smyrja bílinn þinn Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Að smyrja bílinn reglulega er hagkvæm og ódýr leið til þess að tryggja betri og lengri endingu vélarinnar. 564 5520 bilajoa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.