Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftirvænting ríkir um hvernig til tekst með búnað til að ofurkæla fisk um borð í Málmey SK 1. Ekki aðeins er talið að á þennan hátt sé hægt að auka líftíma fisksins á leið á kröfu- harða ferskfiskmarkaði og bæta gæði hans og nýtingu. Heldur yrði einnig gífurlegur sparnaður samfara því að losna við ísinn úr veiðiskipum og flugvélum og skipum sem flytja fiskinn. Dæmi er tekið af norsku lax- eldisfyrirtæki sem selur ferskan lax til Japan og í viku hverri leggur fyr- irtækið í kostnað við að flytja um 40 tonn af frosnu vatni sem kælingu. Nýlega fengu Matís og IceProtein á Sauðárkróki og samstarfsaðilar vísindastyrk að upphæð fjórar millj- ónir norskra króna vegna rannsókna tengdra ofurkælingunni. Annars vegar til að gera úttekt á hvernig kælingin gengur um borð í Málmey og hjá Fisk Seafood. Gæði fisksins verða m.a. metin eftir kæl- ingu um borð og geymslu í íslausri lest og í vinnsluhúsi þar sem hitastig verður mínus ein gráða. Verið er að setja búnaðinn upp um borð í Málm- ey og er reiknað með að farið verði í fyrstu veiðiferðina upp úr miðjum janúar. Búhnykkur að komast inn á laxeldismarkaðinn Hins vegar á að fylgjast með vinnslu á laxi hjá fyrirtækinu Grieg Seafood í Alta í Norður-Noregi og tveimur úrvinnnslufyrirtækjum í Finnlandi og Danmörku. Laxinn verður ofurkældur með sama hætti og um borð í Málmey, meðhöndlaður eins í gegnum alla vinnslurásina og síðan fluttur á markaði í Tókýó og Evrópu. Það er samnorrænn sjóður sem veitir styrkinn, en auk fyrrnefndra fyrirtækja vinna 3X Technology á Ísafirði og Skaginn á Akranesi að verkefninu. Fiskeldi í Noregi er um- fangsmikil atvinnugrein og yrði það búhnykkur fyrir íslensku fyrirtækin að komast inn á þann markað með ofurkælinguna. Gunnar Þórðarson, umdæmis- stjóri Matís á Ísafirði, segir að þessi vísindastyrkur skipti miklu máli hvað eftirfylgni varðar og frekari möguleika. Hann gerir sér vonir um að innan tveggja ára hafi menn svör við flestum spurningum um þessa aðferð og verði tilbúinn að kynna hana fyrir greininni og neytendum, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig annars staðar á Norðurlöndum og víðar. Góð meðferð á fiski komi öll- um fiskframleiðendum til góða, þar sem hann líti þannig á að fiskur sé ekki í samkeppni innbyrðis heldur frekar við aðra matvöru eins og kjúkling. Ofurkæling á rannsóknastofum „Við skulum hafa í huga að ofur- kæling hefur verið rannsökuð á rannsóknastofum víða og við höfum farið í gegnum margar rannsóknar- niðurstöður, ekki síst norskar,“ segir Gunnar. „Þessar rannsóknir hafa sýnt umtalsvert aukin gæði, eins og hvað varðar vökvatap og lengri líf- tíma. Í þessum tilvikum hafa menn aðeins fengist við litlar einingar, kannski nokkur kíló inni á lokuðum rannsóknastofum. Við hjá Matís höf- um verið að kanna þetta með okkar samstarfsaðilum allt þetta ár við raunverulegar aðstæður og eftir því sem leið á með IceProtein og fleir- um. Í rauninni erum við að iðnvæða hugmyndir vísindamanna og nýta nýja þekkingu fyrir fiskiðnaðinn. Þegar þessar hugmyndir voru reyndar við raunaðstæður kom margt í ljós sem fór framhjá mönn- um í rannsóknarstofunum, sem gerir þessar hugmyndir enn meira spenn- andi. Við ofurkælingu frýs um 20% af því vatni sem er í fiskinum sem veldur því m.a. að hann verður stíf- ari. Þessi hlutafrysting veldur ekki skemmdum á frumuvefjum, en gerir fiskinn mun þolnari fyrir því hnjaski sem óumflýjanlega verður við vinnslu hans. Þannig fer hann á mun auðveldari hátt í gegnum vinnslurás- ina en hefðbundinn fiskur, en fiskur þolir illa meðhöndlun og er 800 sinn- um viðkvæmari en kjöt.“ Gunnar nefnir fleiri jákvæða þætti við ofurkælinguna eins og lengri líf- tíma vörunnar. Þegar búið hafi verið að pakka fiski í frauðplastkassa til útflutnings hafi hitinn í kössunum með ofurkælda fiskinum staðið í 0,8 gráðum, en í 3-4 gráðum í kössum með hefðbundnum fiski. Nýting hafi jafnframt orðið mun betri og hærra hlutfall farið í bita sem fóru í dýrasta flokkinn. Gunnar nefnir sem dæmi að í lítilli fiskvinnslu á Vestfjörðum hafi þessi bætta nýting skilað um 900 þúsund krónum á dag. Þá hafi komið í ljós að með ofurkælingu hafi verið hægt að vinna fiskinn meðan á dauðastirðnun stendur, nokkuð sem ekki var hægt áður, en engir skemmdarferlar hefj- ist í fiski fyrr en því ferli lýkur. Á margan hátt byltingarkennt „Þetta ferli er á margan hátt bylt- ingarkennt og um borð í Málmey verður þetta í fyrsta skipti gert við iðnaðaraðstæður, þar sem unnið verður úr tugum tonna,“ segir Gunn- ar. „Botnfiskur hefur ekki áður verið ofurkældur um borð í togara þar sem ísinn fer raunverulega inn í fisk- inn en ekki utan á hann. Verkefni okkar næstu tvö árin er að sannfæra markaðinn um að þetta sé það sem koma skal og það sé jafnvel betra að kæla fiskinn með þessum hætti. Núna erum við vonandi komin með rétta búnaðinn til að stýra öllum þáttum þessa ferlis,“ segir Gunnar. Hann segir að verkefnið sé þó ekki vandamálalaust. Þannig hafi komið fram gallar í flökum þó svo að nýting þeirra hafi verið góð. Það sé hluti af vinnunni framundan að finna lausn á því og aðlaga vinnslubúnað að breyttu hráefni Það er ekki bara bætt nýting og lengri líftími sem vonir standa til að fáist með ofukælingunni. Minni vinna um borð í veiðiskipum með því að skilja ísinn eftir heima er stórt at- riði svo ekki sé minnst á minni flutn- ingskostnað ef ekki þarf að flytja ís á milli landa og heimsálfa. Lækkar flutningskostnað „Gangi þetta allt eftir lækkar flutningskostnaður verulega,“ segir Gunnar. „Ef við tökum Vestfirðina sem dæmi þá eru flutt um tíu þúsund tonn af óunnum fiski frá Bolungar- vík til suðvestursvæðisins árlega þar sem mest af fiskinum fer í vinnslu á dýrum afurðum fyrir flug. Ísinn er 20-30% af heildarþyngdinni í flutn- ingum og það segir sig sjálft að það munar miklu að losna árlega við að flytja tvö til þrjú þúsund tonn. Auk þess kostar mikið að búa til ís og það er ekki alls staðar gert með umhverfisvænum orkugjöfum eins og hér á landi.“ Annað dæmi nefnir Gunnar um fyrirtæki í N-Noregi sem stundar línuveiðar og selur ferskan fisk á Humbersvæðinu í Englandi. Það taki fjóra til fimm sólarhringa að koma fiski með flutningabíl frá N- Noregi í gegnum Svíþjóð og Dan- mörku og þaðan yfir til Englands. Það sé ekkert smámál að vera með um 30% af farminum í ís. Ofurkæling við iðnaðaraðstæður  Norrænn stykur vegna nýrrar aðferðar við að kæla fisk  Norskt laxeldisfyrirtæki aðili að verkefn- inu  Bætt nýting og lengri líftími vörunnar  Minnkar flutningskostnað á ferskum afurðum verulega Ofurkældur Albert Högnason, þróunarstjóri 3X á Ísafirði, með stífan lax hjá Grieg Seafood í Alta í Norður-Noregi. Hitastigið mælt Gunnar Þórðarson, Matís, mælir á bryggjunni á Súðavík. Fyrir nokkru fékk Matís 750 þúsund króna styrk frá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða til að kanna áhrif ofurkælingar á afla smábáta. Þegar er byrjað á verkefninu og verður fiskurinn þá ofurkældur í landi, strax eftir löndun og slægingu. Möguleikar kannaðir AFLI SMÁBÁTA Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Til í svörtu, hvítu, rauðu Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! o a F isk með g burstuðu stá Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunt ullt verð kr. 125.765 ur kr rb gja d a li! ig g í• Býr til h r al og r d eita súpu o Upps ifta ók og DV Nýja bókin MMM eftir Mörtu Maríu fylgir með meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.