Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 ✝ Stefán AntonJónsson fæddist að Helluvaði á Rangárvöllum 16. nóvember 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 16. nóv- ember 2014. Foreldrar hans voru Oddný Jónína Pétursdóttir, fædd í Víkurgerði við Fá- skrúðsfjörð 17.1. 1892, dáin 15.8. 1982 og Jón Halldórsson, fæddur á Sjónarhóli á Stokkseyri 3.1. 1901, dáinn, 27.12. 1932. Bræður Stefáns voru þrír: 1) Halldór, f. 1927, kvæntur Valgerði Páls- dóttur, þau eru bæði látin. Þau eignuðust þrjá syni og eina dótt- ur en áður átti Valgerður eina dóttur. Einn sonur þeirra er lát- inn. 2) Steingrímur, f. 1928. Fyrri kona hans var Áslaug Jóns- dóttir, d. 1975, hún átti einn son og saman áttu þau þrjár dætur. Seinni kona Steingríms er Jó- hanna Erla Sig- urþórsdóttir og á hún þrjú börn. 3) Sigurjón, f. 1929, kvæntur Ólafíu Kristínu Jóns- dóttur, þau eiga eina dóttur. Stefán fór snemma að vinna meðal annars við vega- og brúargerð á sumrum og til sjós á vetrarvertíðum. Haustið 1947 hóf hann störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins við línulagnir, fyrst á Suðurlandi en síðar víða um land við sömu störf svo og eftirlit með línum og heimtaug- um til sveita en síðustu starfsárin á skrifstofum RARIK í Reykja- vík. Stefán var ókvæntur og barnlaus en átti heimili á Stokks- eyri með móður sinni meðan hún lifði en bjó síðan einn. Útför Stefáns fór fram frá Stokkseyrarkirkju 22. nóvember 2014. Þó níutíu ár og eitt átt ég hafi lífs í ranni ekki hefur gengið greitt að gera mig að nýtum manni. Þetta er jólavísan hans Stefáns á jólakortinu í fyrra og ekki að sjá neitt lát á andagiftinni, þó árin hlæðust á hann. Ekki er vísan þó sannleikanum samkvæm, því sannarlega var hann nýtur maður í samfélaginu, en í þessa átt hélt hann gjarnan þegar hann orti um sjálfan sig. Í áratugi brást aldrei að vísa eða vísur kæmu um jól og þar eru margar perlurnar. Stefán var afburða hagmæltur en hann var ekki „bara hagyrðingur“ eins og stundum er sagt, þó vel léti honum að yrkja af kímni og kerskni, sumt eftir hann er virki- lega góður skáldskapur. Hann var alþýðuskáld en með öllu ófá- anlegur til að velja þar úr á bók, þó fast væri sótt að honum. Það er svo sem ekkert undar- legt að maðurinn væri fastur fyrir á þessu sviði. Hann fór jafnan sín- ar eigin leiðir og biti hann eitt- hvað í sig varð því ekki hnikað. Ég held hann hafi litið á sérvisku sem dyggð og sagði þegar að honum var sótt: „Það er betra að vera sérvitur en samheimskur“ – og gegn slíkri visku verður fátt um svör. Stefán var ekki allra en ákaf- lega tryggur þeim sem hann bast vináttuböndum. Hann vann hjá RARIK í áratugi og mikill RA- RIK-maður eins og við í þeim hópi segjum gjarnan. Stefán andaðist á afmælisdag- inn sinn. Það var í hans stíl, ann- aðhvort að lifa heilt ár eða sleppa því, engin brot. Þakka áratuga samfylgd og vináttu og sendi aðstandendum samúðarkveðjur. Guðmundur Guðmundsson. Stefán Anton Jónsson Þegar ég heyrði af andláti Óla Lár þá kviknuðu minn- ingar sem mér voru löngu gleymdar en langar nú að draga fram í dagsljósið. Ólafur hafði talsverð mótandi áhrif á mig sem ungan myndlistarnema í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands. Um haustið 1976 gerðust þau tíðindi í listasögu landsins að stofnuð var deild við skólann, sem var ætlað að mennta unga og áhugasama nemendur um það nýjasta sem var uppi í myndlist. Stefnur sem voru nán- ast bannaðar á þeim tíma. Það var fyrir tilstuðlan Hildar Há- konardóttur, sem var þá nýráðin skólastjóri við skólann, og Magnúsar Pálssonar myndlist- armanns að breytingar voru loks gerðar á námi við skólann. Magnús fékk það hlutverk að móta nýja deild við skólann, enda hafði hópur þáverandi nemenda skólans hrópað á breytingar. Magnús kallaði Ólafur Óskar Lárusson ✝ Ólafur ÓskarLárusson fæddist 10. sept- ember 1951. Hann lést 4. desember 2014. Útför Ólafs fór fram 12. desem- ber 2014. deildina því ein- falda nafni „Deild í mótun“ sem síðar varð Nýlistadeildin. Til liðs með sér tók hann eldhugann í myndlist á þeim tíma, Ólaf Lárus- son. Ég var einn af þeim nemendum sem þráðu breyt- ingar og vitneskju um nútímamyndlist, sem við höfðum nokkra nasasjón af með tíðum ferðum okkar á sýningar í Gallerí SÚM meðal annars. Óli Lár var þá þegar orðinn partur af þeirri hreyfingu þó ungur væri. Ólafur var mikill eldhugi í myndlist og greinilega elskaði hana og tókst honum svo sann- arlega að smita okkur nemend- urna. Glampinn í augum Óla Lár og þetta yndislega glott á þessu fallega andliti sagði okk- ur það svo vel. Ekkert var skemmtilegra en að takast á um skoðanir og stefnur með Óla Lár. Hann naut þess að eiga í glímu við okkur nemendurna um nýjar stefnur sem við áttum oft erfitt með að meðtaka. Hann, ásamt Magnúsi, opnaði fyrir okkur ungu nemendunum nýjan heim en hann var þá sjálfur nýkominn úr námi frá Mekka myndlistarinnar á þeim tíma, Hollandi. Við tveir stæld- um oft og nutum þess að skylm- ast með orðunum, hugsuninni og hugmyndunum. Og ég man svo vel þegar Óli leit á mig með sínu skemmtilega glotti og ísmeygilega augnaráði sem sagði „I got you“. Mikið var þetta gaman. Mig langar ekki bara að minnast Óla sem góðs kennara heldur sem einstaklega merki- legs myndlistarmanns. Þegar Ólafur var sem virkastur í myndlist þá gat hann af sér stórkostleg verk sem mega ekki gleymast. Þar langar mig helst að nefna gjörning hans í Gallerí SÚM á áttunda ára- tugnum, sem hann tók einnig upp á myndband, en það er lík- lega eitt fyrsta íslenska vídeó- verkið. Sá gjörningur situr, þeim sem voru viðstaddir, enn ofarlega í minni. Í verkinu gekk hann á milli stórra glerrúða sem hann hafði hengt upp með jöfnu millibili og stangaði þar til þær brotnuðu. Þetta var hættuspil sem auðveldlega hefði getað endað með slysi. Hugmyndin og umgjörðin, mál- uð blóði hans, er einstakur vitn- istburður um þann háska sem myndlistin gekk í gegnum á þessum tíma. Þannig var Óli Lár, hann storkaði heiminum, okkur sam- ferðamönnum sínum, myndlist- inni og aðdáendum hennar, en ekki síst sér sjálfum. Ég votta aðstandendum samúð mína og bið að Óla Lár verði minnst sem eins af framúrskarandi mynd- listarmönnum þjóðarinnar. Þór Elís Pálsson. Sem betur fer er það afar sjaldgæft, að maður skrifi minn- ingargrein um vin á besta aldri. Óli Lár var tekinn frá okkur frá okkur langt fyrir aldur fram eft- ir erfið veikindi. Aldrei er maður tilbúinn að missa vin þrátt fyrir vissan undirbúning. Við kynntumst fyrst fyrir u.þ.b. áratug þegar hann kom og hjálpaði til við pípulagnir á heimili okkar, hann var einmitt liðtækur á öllum sviðum þegar heilsan leyfði. Eftir það voru heimsóknirnar tíðari þar sem konan mín og Sigrún hans voru samstarfsfélagar og bestu vinir. Síðan tóku við árlegar heim- sóknir til okkar í sveitina, þar sem oft var glatt á hjalla og ým- islegt brallað og ýmsar ferðir farnar. Einnig voru áramóta- heimsóknir okkar til þeirra ár- viss viðburður og alltaf gaman, sérstaklega síðustu ár, að fylgj- ast með flugeldasýningu borgar- innar frá fallegu heimili þeirra á efstu hæð við Skúlagötuna. Nú þegar við kveðjum þennan góða mann verðum við að vera við hlið hennar Sigrúnar sem stóð við hlið hans í gegnum súrt og sætt, sérstaklega undanfarnar vikur á sjúkrahúsinu, en líka á heimili þeirra undanfarin ár. Þú ert kominn á góðan stað Óli okkar, við eigum eftir að hittast aftur. Halldór og Kristbjörg (Maja). Mamma, þú fórst frá okkur í blóma lífsins, rétt handan við horn- ið voru þau ár er þú hugðist gefa ömmubörnum og lang- ömmubörnum þínum. Allt ein- staklingar er þú varst svo stolt af, hafðir svo mikið yndi af og gafst svo mikið af þér til. Ein- staklingar er nú hafa misst ömmu pönk, ömmu kúl og ömmu batman. Þú varst afar glaðlynd kona, talaðir mikið og vildir hafa fólk í kringum þig við söng og leik. Á bak við gleðina, leikina og söng- inn upplifði ég þó að þú hefðir líka átt þína erfiðu tíma. Þú vannst alla tíð mjög mikið. Kona er hafði hugann við alla í kring- um sig en gleymdi sér, kona er hugsaði of oft um alla aðra en ekki nægilega oft um sjálfa sig en vildi fyrst og fremst að allir aðrir hefðu það gott. Ég ólst ekki upp með þér en þegar maður verður eldri og faðir sjálfur sér maður hversu erfitt það hlýtur að hafa reynst þér að skilja mig eftir á Ísafirði þó að þú hafir vitað að ekki væsti um mig. Þessi ákvörðun varð til þess að ég fékk í raun ekki að kynnast þér fyrr en ég var tíu ára og ég upplifi svo sterkt eftir andlát þitt sorg yfir því að hafa ekki fengið meiri tíma með þér sem barn. Ég var ungur þegar þú fluttir frá Ísa- firði og á ekki margar minn- ingar um þig frá þeim tíma. Ég hefði svo kosið að eiga minn- ingar um okkur frá bernsku minni. Eftir að ég kynntist þér aftur fann ég strax þá hlýju er lagði frá þér, hlýju er ég fann að lagði frá þér allt til þeirrar stundar er þú yfirgafst þessa veröld. Hlýju er ég sakna að Fjóla Bachmann ✝ Fjóla Bach-mann fæddist 13. september 1950. Fjóla lést 10. desember 2014. Útför henn- ar var gerð 18. desember 2014. hafa ekki fundið fyrir sem barn frá þér. Það gaf mér mjög mikið að eiga síðustu daga lífs þíns með þér og systkinum mínum. Þú taldir okkur – einn, tveir og þrír – og ef einn vantaði þá var spurt um hann. Ég sá þar sem þú sast uppi í rúmi að þú leitaðir um herbergið og taldir, jú allir viðstaddir. Þú hlóst með okkur, þú grést með okkur og þú hélst í hendurnar á okkur og jú skammaðir okkur ef við töluðum of hátt og jú einnig ef við töl- uðum of mikið. Þú spurðir um fólkið þitt og við sýndum þér myndir og myndbönd af krökk- unum við leik og störf. „Pabbi, þú verður að taka upp föstu- dagsfjörið svo að amma pönk geti séð það líka,“ sagði Katrín Lóa og allt var jú tekið upp og amma pönk fékk að sjá það. Þar sem þú sast í rúminu þínu, kertaljós í glugganum, lukkutröllið á náttborðinu, perluhjartað frá barnabörnun- um hjá rósinni sem þau gáfu þér, yfirgafst þú þennan heim haldandi í höndina á mér, fórst frá okkur en ég veit að þú hefð- ir svo viljað vera lengur hjá okkur, þú kveiðst því svo að yf- irgefa þetta líf. Þú vildir ekki fara frá okkur en mamma, ekki hafa áhyggjur af okkur, það verður allt í lagi með okkur, hugsaðu nú vel um þig þar sem þú ert því þú átt það svo sann- arlega skilið. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég átti með þér, stundir sem ég vildi svo innilega að hefðu orðið fleiri, stundir sem ég fékk ekki með þér fæ ég von- andi í næsta lífi og þá getum við unnið upp þann tíma er við átt- um ekki saman í þessu lífi. Þinn sonur Ingi Þór. Elsku amma okkar, við sökn- um þín og eigum allaf eftir að muna að það var alltaf svo gam- an þegar þú komst að heim- sækja okkur. Við fórum alltaf í alls konar leiki eins og feluleik, myndastyttuleik, teikna og perla. Manstu þegar við fórum á sleða og þú dast beint á bossann og Dofri hundurinn okkar starði hissa á þig og við fórum að skellihlæja. Við fórum til Ísa- fjarðar sumarið 2013 og þú komst með okkur og við gistum í fellihýsi í skóginum og fórum niður að ánni að vaða og veiða síli í háf og notuðum hann líka til að ná fiðrildum. Dofri var alltaf svo glaður að fá að koma með okkur í göngutúr og æv- intýraferðir. Síðast þegar við hittumst varst þú á sjúkrahúsinu á Sel- fossi og varst búinn að missa allt hárið þitt. Þá sagðir þú að núna værir þú amma pönk og þegar hárið færi að vaxa aftur myndir þú lita það grænt, blátt og bleikt. Okkur fannst það skrítið og um síðustu jól sagði ég að þú værir amma glæpon. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og von- andi ertu búin að hitta Dofra okkar og þið getið kannski farið saman í gönguferðir og þú mátt knúsa hann frá okkur og segja honum að við söknum hans og elskum hann líka. Amma, viltu passa hann fyrir okkur. Amma við elskum þig, Kristófer Snær og Katrín Lóa. Fjóla mágkona mín er látin svo alltof fljótt. Það var fyrir þrjátíu og fimm árum sem Víg- steinn bró kom að vestan og kynnti hana Fjólu fyrir fjöl- skyldunni. Fjóla var komin til að vera ásamt krúttunum sínum litlu. Fjóla var kona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Alltaf að, forkur mikill var haft á orði. Eftir vinnudag sinn í mötuneyti Mjólkurbús Flóamanna settist hún við saumavélina og galdraði fram ótal undraflíkur eða skellti í nokkrar tertur og bauð til veislu. Jóaboðin þar sem bíl- skúrnum var ávallt breytt í fín- asta veislusal renna seint úr minni. Fjóla var heldur ekkert að tvínóna við hlutina, dreif í því sem þurfti að gera. Kallaði sam- an stórfjölskylduna og hélt kveðjuhóf þegar við fluttum til Noregs hérna um árið. Þau Víg- steinn og Fjóla ferðuðust um ótroðnar slóðir löngu áður en það komst í tísku hérlendis. Þau fóru vítt og breitt á Willysnum og skemmtisögurnar voru ótal- margar þegar heim var komið. Minnisstæð er sagan af ferða- laginu um Gæsavatnaleið þar sem þau mættu Citroën-bíl sem ók yfir urð og grjót svo að neistaflugið stóð í allar áttir. Þá lögðu þau meðal annars leið sína í Loðmundarfjörð og á ýmsa staði þar sem ferðafólki var ekki troðið um tær. Á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar lagði stórfjölskyldan það í vana sinn að fara saman í versl- unarmannaútilegu á Kirkjubæj- arklaustur. Eitt skiptið þegar Vígsteinn og Fjóla birtust var engan viðlegubúnað að sjá en Fjóla var á háhæluðum sand- ölum, alltaf flott til fara, og nestið var tvö kíló af harðfiski. Spurt var hvort þau ætluðu ekki að gista. Svarið var einfalt en kjarnyrt eins og Fjólu var von og vísa: „Þetta átti nú bara að vera smárúntur en við fórum um Fjallabak syðra.“ Ekki létu þau sitt eftir liggja við að heimsækja okkur til Nor- egs fyrsta haustið okkar þar. Alltaf til í sprell, skruppu á Bensanum einn septemberdag með Norrænu, úr í Færeyjum, skoðuðu ALLT sem hægt var að skoða í Færeyjum, úr í Bergen og keyrðu í einum rykk til Drammen. Þá var Bensinn stig- inn í gegnum göng, yfir fjöll og á milli greniskóga þar til Fjóla og Vígsteinn stóðu á tröppunum okkar kl. 23:00, náðu fyrir háttatíma. Vá hvað við urðum hissa, þau komu okkur svo sannarlega á óvart, okkur grun- aði ekki að von væri á gestum. Það var yndislegt að fá þau í heimsókn, færandi hendi með lukkutröll. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni Fjólu, söng- elsk og lagviss var hún, kunni alla texta. Þar sem Fjóla var þar var glatt á hjalla. „Já, já, elskan mín“ eins og hún sagði svo oft. Elsku Vígsteinn, Anna Dóra, Ingi Þór, Gylfi Már og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill. Megi minningarnar ylja ykkur. Ragnar, Lísbet og börn. Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.