Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 45
Í dag kveðjum við góðan vin, Marinó Jónsson. Marinó var einstakur maður, sem vildi allt fyrir alla gera. Ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Marinó reyndist fjölskyld- unni einstaklega vel og munu minningar um góðan mann lifa með okkur alla tíð. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Sigrún, Snorri og fjölskylda, Logafold 75. Elsku besti Marinó okkar. Það eru búnir að vera skrítnir dagar í Ljósuvíkinni síðustu tvo mánuðina þar sem gráa Toyotan rennur ekki lengur í hlað eða er jafnvel í hlaðinu þegar heim er komið frá vinnu. Ekki óraði okkur fyrir því þegar þú komst síðast og tilkynntir okkur að þú þyrftir að fara í aðgerð að þetta myndi enda svona snöggt. Dóm- urinn var þungur og var þér þungbær. Við hefðum viljað hafa þig hjá okkur svo miklu lengur. Yndislegri mann en þig er ekki hægt að hugsa sér. Svo hlýr, hjartnæmur og yfirvegað- Marinó Þórður Jónsson ✝ Marinó ÞórðurJónsson fæddist í Keflavík 24. októ- ber 1943 og lést 25. nóvember 2014 á líknardeild LSH í Kópavogi. Útför Marinós fór fram frá Kópa- vogskirkju 9. des- ember 2014. ur, okkur leið svo vel í návist þinni, þú gafst okkur svo mikið. Þú varst alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa, mættir fyrstur ef eitthvað þurfti að framkvæma, mál- arameistarinn mikli. Allar heimsókn- irnar frá þér og ömmu, það var enginn sem kíkti eins oft í heimsókn og þið, ómet- anlegt. Skemmtilegar samræð- ur, sögur af vellinum og pípu- lyktin, það fylgdi þér. Það var svo gaman að bjóða þér upp á kræsingar með kaffinu, þú varst svo mikill sælkeri. Vínberin, melónurnar, jarðarberin voru ykkar gjöf til strákanna. Alltaf voru þeir jafnglaðir að sjá ykk- ur og ánægðir með glaðninginn. Strákunum fannst báðum gott að sitja í fangi afa long og njóta nærveru þinnar og hlýju. Und- anfarnar vikur og daga höfum við staðið frammi fyrir að svara ýmsum spurningum frá nafna þínum. Hann hugsar og spyr mikið. Þú ert í huga hans, Guð og englarnir. Hvenær getum við farið til afa long? Kemur afi long aftur heim þegar hann er búinn að vera hjá englunum? Við sáum steingráan bíl svipað- an þínum, þá sagði hann: „Getur afi long keyrt? Er amma long bara ein? Hver gefur mér núna vínber? Er afi ekki í skóm?“ Hann er skýr og skarpur og eins og þú sagðir svo oft; það fylgir nafninu. Þegar við áttum von á okkar fyrsta barni var Marinó fyrsta nafnið sem kom upp í hugann þegar við hugs- uðum til þess ef þetta yrði drengur og þegar við fengum gullmolann okkar í hendurnar varð engin breyting á. Marinó HINSTA KVEÐJA Elsku besti Marinó. Þakka þér fyrir yndislegan tíma saman. Mikið var gott að kynnast þér og alltaf varstu til staðar þegar þurfti. Dýrmætt var að eiga þig að, þú hafðir svo fallegt hjarta og nærvera þín var svo góð. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sakna þín. Helga Rut. yrði hann látinn heita. Það er honum heiður að fá að bera nafn mikils og vandaðs höfðingja. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Minning þín, minning um yndislegan mann mun ávallt fylgja okkur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíð- ina, við erum endalaust þakklát fyrir að hafa kynnst þér og haft þig í lífi okkar elsku Marinó/afi long. Þau verða þung sporin þegar við fylgjum þér síðasta spölinn í dag. Kossar og knús, Hildur Rakel, Brynjar Már, Marinó Rúnar og Jóhann Ernir. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 ✝ Ellert Guð-mundsson var fæddur 13. mars 1930. Hann lést á Landakoti 11. júní 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, f. 9. september 1877 á Vatnshóli í Breiðabólstað- arsókn, V-Hún. og Árnína Marsibil Björnsdóttir, f. 8. júní 1889 á Ásbjarn- arstöðum, Kirkjuhvammshr. V-Hún. Eldri systkini Ellerts voru: Björn, f. 1918, d. 1938, Mildríður Hulda, f. 1920, d. 1953, Guðríður, f. 1921, d. 1989, og Gunnar Skagfjörð, f. 1925, d. 2002. Ellert kvæntist 11. júlí 1953 Sigríði Mörtu Sigurðardóttur, f. 28. ágúst 1931. Þeirra börn eru 1) Hild- ur, f. 1952, grunnskólakenn- ari, m. Sævar Árnason, f. 1946; börn: a) Ellert, f. 1979, b) Aldís Ósk, f. 1985, börn: 1949, d. 26. janúar 1994, með Gyðu Sigvaldadóttur, f. 1918, d. 2007. Ellert missti móður sína 10 ára gamall og var þá komið fyrir á Bessastöðum í Hrúta- firði og útskrifaðist frá Reykjaskóla. Hann var valinn í sex manna hóp Íslendinga sem fengu styrk til dvalar á lýðhá- skóla í Svíþjóð veturinn 1946- 47. Í Reykjavík átti hann at- hvarf hjá móðurbróður sínum Stefáni Björnssyni og konu hans Ágústu Sigurbjörns- dóttur. 1949 réði hann sig sem háseta á Lagarfossi og lauk Farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1953. Hann starfaði hjá Eim- skipum allt til ársins 1991, sem stýrimaður og skipstjóri. Ellert og Sigríður Marta giftu sig árið 1953 og bjuggu nær alla tíð á Kleppsvegi 2, en nutu einnig samverustundanna í sumarbústaðnum sínum á Laugarvatni og á ferðalögum. Sigríður Marta sigldi stundum með manni sínum en einnig ferðuðust þau mikið um suð- rænar slóðir, en einnig um óbyggðir Íslands. Útför Ellerts fór fram frá Fríkirkjunni 23. júní 2014, í kyrrþey að ósk hins látna. Sævar Snær og Katrín Rós Birg- isbörn; sonur Hild- ar með Sævari Guðbjörnssyni er c) Örn Úlfar, f. 1973, m. Ásta Andrésdóttir, f. 1976; barn Vala Melkorka. 2) Stef- án Hallur, f. 1955, m. Eygló Bjarn- þórsdóttur f. 1955; börn Stefáns með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur: a) Hrafn- hildur, f. 1981, m. Adam G. Rokita, b) Brynhildur, f. 1987, m. Konráð Bragason. Börn Eyglóar: Linda Dröfn, Erla Björg, Arnar Pétur og Fannar Pétur. 3) Margrét, f. 1959, m. John Inge Sörensen, f. 1951; börn Margrétar með Magnúsi Magnússyni: a) Hilmar, f. 1988, b) Sigríður Marta, f. 1989. m. Jörn Haagestad. 4) Ægir Pétur, f. 1961, m. Mary Marsden Ellertsson. Fyrir átti Ellert soninn Björn, f. 18. júlí 10 ára drengur sem stendur uppi móðurlaus í tvístruðum systkinahópi í miðri síðari heimsstyrjöld verður ekkert venjulegur maður. Það var Ell- ert Guðmundsson, afi minn, heldur ekki. Og þótt hann hafi státað af leiftrandi gáfum, og metnaði sem hefðu getað skilað honum á toppinn í hvaða al- þjóðlega háskóla sem er, þá urðu örlögin þau að hann varð bæði faðir og farmaður fyrir tvítugt. Á sjónum reis hann til æðstu metorða og stýrði risa- vöxnum gámaskipum Eim- skipafélagsins um árabil. Í dag er hálft ár frá því við kvöddum afa er hann lagði í sína hinstu ferð og tímabært að brjóta gegn fyrirmælum hans með örfáum minningarorðum. Fyrirmæli og tilmæli voru reyndar hans ær og kýr alla tíð því skipstjórinn réði líka ferð- inni í landi, treysti á eigið innsæi og allt varð að gerast strax. Hæðin og herðabreiddin fullkomnuðu leiðtogaímyndina en brosið léði honum strákslegt yfirbragð þegar það skein í skökku framtönnina. Hann gat virkað hvatvís, jafnvel hrana- legur, en alltaf var hann stoltur af sínu fólki, fylgdist vel með og áttum við stuðninginn vísan þegar á móti blés. Afi var húmoristi af grárri sortinni og sagði oft skemmti- legar sögur sem gátu þó farið ögn út af sporinu meðan hann og amma ættfærðu helstu per- sónur og leikendur. Fátt fannst honum þó fyndnara en íslenska krónan og nýtti hann alla þá út- sjónarsemi sem hann hafði þroskað síðan á kreppuárunum til að varðveita sín verðmæti á annan hátt. Hann tók líka virk- an þátt í öðru hagkerfi, sem byggðist á greiða á móti greiða enda gáfu siglingarnar kost á ýmsum sjaldséðum varningi. Margir nutu heimilistækja, barnavagna o.fl. sem hann kom með til landsins – sumt jafnvel á löglegan hátt! Aldrei vissi ég afa kátari en þegar hann naut sólarinnar með drykk í hönd hvort sem var á Laugarvatni eða á svöl- unum á efstu hæðinni á Klepps- veginum. Þar var ég með annan fótinn fyrstu árin og var svo heppinn að fá að að flytja til þeirra aftur þegar ég ákvað að fara í MR. Það var ómetanlegur stuðningur á mikilvægum krossgötum og verður ekki full- þakkaður héðan af frekar en allar ómetanlegu stundirnar, ráðleggingarnar og sögurnar. Ég sakna reyndar líka símtal- anna með upphrópunum um stjórnmálaástandið eða málfar í fjölmiðlum að ógleymdum tölvupóstunum sem flestir voru bara ein setning og þrjú upp- hrópunarmerki: „Sama verð til Bristol og Basel og til Egils- staða!!!, Póstkrafa er rán!!!“. Þórsmerkurferð ömmu, afa og barna þeirra er fræg í fjöl- skyldunni. Einn daginn finna hvorki frú né börn tangur eða tetur af fararstjóranum og voru leitarflokkar gerðir út. Seint um kvöldið snýr karlinn hins vegar aftur kátur eftir göngu á Fimmvörðuháls – sem var skyndihugdetta! Það er því alls ekki svo ólíkt afa að hafa farið á undan ömmu – en hann dó skömmu eftir að hún fékk loks úrlausn í heilbrigðiskerfinu. Síðustu árin stóð hann hetju- legan vörð um hana í veikind- unum. Nú sé ég hann fyrir mér þar sem hann situr á sólríkum svölunum á efstu hæð eilífðar- innar og bíður eftir ástinni sinni með strákslegt bros á vör og eitthvað gott í glasi fyrir þau bæði. Örn Úlfar Sævarsson. Ellert Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA FINNBOGADÓTTIR, Bolungavík, lést á Sjúkraskýlinu í Bolungavík fimmtudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Bolungavík. . Fyrir hönd aðstandenda, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Hálfdán Sveinbjörnsson, Sóley Sævarsdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, A. Carlos Torcato, R. Ásta Sveinbjörnsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson, Fjóla Pétursdóttir, Linda Sveinbjörnsdóttir, Einar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR sjúkraliði, Sléttuvegi 29, lést á líknardeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss föstudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.00. Hrólfur Guðmundsson, Anna Helga Hannesdóttir, Bo Ralph, Ásdís Eva Hannesdóttir, Jónas Kristinsson, Jón Hafsteinn Hannesson, Birna Björnsdóttir, Ólöf Röfn, Rakel Linda, Jónas Óli, Andrea Röfn, Aron Kristinn, Hera Björk, Hannes Björn og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBJÖRG RAGNARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 18. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnar Aðalsteinsson, Jónína Magnúsdóttir, Eggert Aðalsteinsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Kristinsson. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlut- tekningu við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, afa og langafa, REINHARÐS V. SIGURÐSSONAR, Lækjarsmára 96. Kristín Helgadóttir, Helga Margrét Reinhardsdóttir, Benedikt Benediktsson, Reinharð V. Reinharðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGMUNDUR ÓLI REYKJALÍN MAGNÚSSON vélfræðingur, Mýrarvegi 115, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 30. desember klukkan 13.30. Þórný Kristín Sigmundsdóttir, Stefanía G. Sigmundsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Finnbogi R. Jóhannesson, Þórir Sigmundur Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn, Bjarni Reykjalín Magnússon, Jórunn Þóra Magnúsdóttir. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR BERGSTEINSSON frá Hafrafelli, lést á Sjúkradeildinni Egilsstöðum 21. desember. Jarðarförin fer fram frá Egilsstaðakirkju þann 30. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Sjúkradeildina á Egilsstöðum njóta þess. Ásta Magnúsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Gunnar Björgvinsson, Jón Rúnar Brynjólfsson, Bergsteinn Brynjólfsson, Anna Heiða Óskarsdóttir, afa- og langafabörn. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.