Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Konur í sveitum pakistönsku lögreglunnar æfa vopnaburð en þeim er ætl- að að taka þátt í bardögum við talíbana, liðsmenn TTP, í héruðum við landamæri Afganistans. Hrottaleg árás á skóla í borginni Peshawar fyrir skömmu virðist hafa aukið eindrægni meðal stjórnmálaleiðtoga, nú hvetja allir áhrifamiklir leiðtogar í Pakistan til þess að hryðjuverkamenn talíbana verði brotnir á bak aftur en þeir hafa margir bækistöðvar á afskekktum fjallasvæðum í Waziristan-héraði. Þjarmað er að talibönum og stuðnings- sveitum þeirra úr annarri átt. Afganskir stjórnarhermenn hafa byrjað að- gerðir í landamærahéruðum í austurhluta landsins sem oft eru eins konar varastöðvar pakistanskra talíbana þegar þeir eiga í vök að verjast í heima- landi sínu. Þegar hafa að sögn tugir talíbana fallið. En segja má að landa- mærin séu engin hindrun fyrir hryðjuverkasveitirnar, þær fara sínu fram. AFP Þjarmað að vígamönnum beggja vegna landamæranna Konurnar taka þátt í að ráða niðurlögum talíbana Íslamska ríkið, IS, í Írak og Sýr- landi segist hafa komið upp um samsæri ofstæk- ismanna sem vildu steypa leið- toganum, Abu Bakr-al-Baghd- adi. Þeir hefðu sakað hann um að taka við fé frá „villutrúarmönnum“. Fjórir hefðu verið handteknir, þeir hefðu grafið undan IS á svæðum sem samtökin stjórna. Financial Times segir að um hundrað erlendir liðsmenn IS hafi verið líflátnir eftir að hafa reynt að flýja frá höfuðstöðvunum í borginni Raqqa í norðanverðu Sýr- landi. kjon@mbl.is Stöðvuðu samsæri gegn leiðtoganum Abu Bakr al- Baghdadi ÍSLAMSKA RÍKIÐ Leynilegar viðræður hafa farið fram milli stjórnar Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, og for- seta sambandsins, Sepps Blatters, að sögn BBC. Ekki er ljóst hvert til- efnið er en hinn umdeildi Blatter hefur sagt að hann ætli að bjóða sig enn á ný fram til forseta í maí næst- komandi. Nýlega sagði bandarískur lög- maður, Michael Garcia, sem starf- aði fyrir siðanefnd FIFA, upp eftir að hafa kannað meint spillingarmál vegna væntanlegs mótahalds í Rússlandi og Katar. kjon@mbl.is Stjórn FIFA á leyni- viðræður við Blatter KNATTSPYRNA Karl Blöndal kbl@mbl.is Morðin á tveimur lögregluþjónum í New York fyrir helgina hafa opnað gjá á milli Bill de Blasio borgar- stjóra og lögreglunnar í borginni og var sambandið ekki gott fyrir. De Blasio hefur heitið því að gera gagngerar breytingar á löggæslu í New York og í kosningabaráttunni í fyrra gerði hann mikið úr því að í tíð forvera síns, Michaels Bloombergs, hefði lögreglan gengið of langt. Þegar de Blasio kom ásamt Willi- am J. Bratton lögreglustjóra í sjúkrahús í borginni til að ávarpa al- menning vegna morðanna sneru lög- regluþjónar á staðnum baki í þá. Patrick Lynch, forseti fjölmenn- asta stéttarfélags lögreglumanna í New York, kenndi de Blasio um morðin. Hann sagði að blóð lög- reglumannanna væri á „tröppum ráðhússins“, „í skrifstofu borg- arstjórans“. George Pataki, fyrrver- andi ríkisstjóri í New York, tók und- ir gagnrýnina á borgarstjórann. Skotnir um hábjartan dag Lögreglumennirnir Wenjian Liu og Rafael Ramos voru skotnir í höf- uðið í gegnum rúðuna á lögreglubíl þeirra um hábjartan dag í Brooklyn. Morðinu hefur verið líkt við launsát- ur. Maðurinn, sem skaut þá, Ismaa- iyl Brinsley, flúði í lestarstöð, þar skaut hann sig í höfuðið og dó. Lögreglan í New York hefur sak- að de Blasio um að vera of hliðhollur þeim, sem hafa undanfarnar vikur mótmælt ofbeldi lögreglunnar gegn blökkumönnum, og gagnrýnt hann fyrir að sýna lögreglunni ekki næg- an stuðning. Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg, en í þeim hefur mikil reiði beinst að lögregl- unni. Fyrir morðin á laugardag höfðu stéttarfélagsleiðtogar látið bréf ganga þar sem lögreglumenn gátu farið fram á að borgarstjórinn yrði ekki viðstaddur útför þeirra skyldu þeir láta lífið við skyldustörf. Bratton lögreglustjóri hefur varið de Blasio, hann hafi ekki talað gegn lögreglunni heldur aðferðum henn- ar, í kosningabaráttunni. Bratton sagði í gær að morðin væru „afleidd“ af mótmælunum. Skömmu síðar skoraði de Blasio á mótmælendur að láta af aðgerðum sínum. De Blasio hefur brugðist við gagn- rýninni með því að segja að nóg sé komið af „óábyrgum, æstum mál- flutningi, sem reitir fólk til reiði og sundrar því“. Gjá milli borgarstjóra og lögreglu  Morð á tveimur lögreglumönnum í New York rakin til mótmæla  Lögregla sakar de Blasio borg- arstjóra um skort á stuðningi  Borgarstjórinn biður mótmælendur í borginni að láta af aðgerðum AFP Vinir? Bratton lögreglustjóri með de Blasio borgarstjóra að baki sér. Fylgist með » Ismaaiyl Brinsley talaði við nærstatt fólk rétt áður en hann skaut lögreglumennina tvo til bana og sagði „fylgist með því sem ég ætla að gera“. » Brinsley hafði lýst andúð sinni á lögreglunni á netinu og nefnt tvo menn, Michael Brown og Eric Garner, sem lögreglan varð að bana. » Fjölskyldur þeirra hvöttu al- menning til að grípa ekki til of- beldis gegn lögreglu: „Við þurfum að vinna saman að því að koma á friði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.