Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 BÆKUR Markmið verkefnisins Eyðibýli á Ís- landi er að sögn Gísla Sverris Árna- sonar hjá Eyðibýli – áhugamanna- félagi að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýt- ingu í ferðaþjónustu. Til verður verðmætur þekkingargrunnur um búsetu og líf Íslendinga fyrr á tím- um. Hringferðin hófst á Suðurlandi Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum á Suðurlandi. Afraksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgef- in hús sem kom út í veglegu riti, Eyðibýli á Íslandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin yfir tvo landshluta, Norðurland eystra og Vesturland. Þá voru skráð 236 hús og gefin út tvö bindi af ritinu. Sumarið 2013 náði rannsóknin til Vestfjarða ann- ars vegar og Norðurlands vestra hins vegar. Þá voru 217 hús rann- sökuð og gefin út tvö bindi. Rann- sókninni lauk sumarið 2014 þegar hús í Norður-Múlasýslu og Suður- Múlasýslu voru rannsökuð auk húsa í Árnessýslu, Gullbringusýslu, Kjós- arsýslu og Vestmannaeyjum, alls 189 hús. Í viðauka síðasta bindisins, 7. bindis, er auk þess fjallað um 4 hús. Rannsóknin í heild sinni nær því alls til 748 húsa. Merkileg fyrir ýmsar sakir Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð þröngum skilningi. Rann- sókn nær til yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins sem ekki hafa verið tekin til annarra nota. Þau skilyrði eru gefin að húsið hafi a.m.k. fjóra uppistandandi útveggi. Húsin þurfa ekki endilega að standa á eyðijörð heldur geta þau staðið á jörð í bú- nytjum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar og mikilvægar heimildir um byggða- sögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sér- stakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil. Bækurnar eru gefnar út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsókninni. Hægt er að kaupa þær hjá félaginu í Síðu- múla 33. Nánari upplýsingar er að finna á www.eydibyli.is Húsin sem þögnuðu Nýverið komu út 6. og 7. bindi Eyðibýli á Íslandi en það eru jafnframt lokabindin í ritsafninu. Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Í fjöru Eyðibýli búa sum yfir heillandi fábreytileika, eins og agnarsmár og fagurauður bærinn Ystabúð. Tindur Landsagið skapar viðeigandi bakgrunn við Ingimundarhús. Munið að slökkva á kertunum Athugið hversu langur brennslu- tími er gefinn upp á umbúðum kerta Lúkas Ari, 8 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.