Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 NÝ SKARTGRIPALÍNA PURE aurum Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Pure aurum, ný glæsileg skartgripalína, úr 18 karata gulli, hvítagulli og demöntum. Frí heimsending af www.aurum.is Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Aukin hætta er á slysum í kringum hátíðirnar þegar fólk er á þönum um allan bæ að kaupa jólagjafir í snjófærðinni. Klaki þekur inngang fjölmargra verslana í Reykjavík og í mörgum tilvikum er ekkert gert til að tryggja öryggi viðskiptavina. Tómas Hrafn Sveinsson, hæstarétt- arlögmaður og aðjúnkt í skaðabóta- rétti, segir að verslunareigendur geti þurft að greiða skaðabætur vegna slysa í hálku fyrir utan versl- anir þeirra. Skylda að gæta aðbúnaðar „Verslunareigendur sem auglýsa þjónustu sína og óska eftir að fólk komi til sín bera skyldu til að hafa aðbúnað og gæta að hálkuvörnum svo að fólk detti ekki fyrir utan hjá þeim. Þannig gætu þeir orðið bóta- ábyrgir og margir dómar eru til þar sem bótaábyrgð verslunareiganda er viðurkennd. Ef verslunareigandi vissi af klakanum og hann er á hans umráðasvæði, t.d. beint fyrir utan búðina, þá getur hann borið ábyrgð á tjóni sem af því hlýst,“ segir Tóm- as Hrafn. Blómaval bar ábyrgð á tjóni Blómaval í Sigtúni var dæmt skaðabótaskylt árið 1996 vegna þess að viðskiptavinur slasaðist er hann hrasaði á hálku fyrir utan verslun- ina með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði og hlaut varanlega örorku. Fékk þá viðskiptavinurinn skaðabætur dæmdar með vísan til þess að hálkan hefði verið byrjuð að myndast allnokkru áður en slysið varð og að sérstök skylda hefði hvílt á Blómavali að sandbera stéttina eða bera á hana íseyðandi efni, enda var það hvorki tímafrekt né kostn- aðarsamt fyrir verslunina. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir erfitt fyrir versl- unareigendur að uppfylla skyldur um góðan aðbúnað. „Ég óttast að verslunareigendur geri sér ekki allir grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera í þessum efn- um. Á hinn bóginn er mjög erfitt að tryggja öryggi viðskiptavina í þess- ari veðráttu sem sveiflast til og frá, frá degi til dags, þar sem annan daginn er glerhálka og hinn daginn er snjókoma, þannig að það er ekki auðvelt fyrir verslunareig- endur að uppfylla fullar skyldur sínar hvern einasta dag,“ segir Andrés. Hált var á götum borgarinnar í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítalans í Foss- vogi í gærkvöldi höfðu komið þar inn nokkur fórnarlömb hálkuslysa en ekkert þeirra var sagt af alvar- legum toga. Hálkan er á ábyrgð verslunareigenda  Verslunareigendur geta borið ábyrgð á slysum vegna hálku fyrir utan verslanir sínar  Nokkur hálkuslys í gær Morgunblaðið/Golli Svellbunkar Margir dómar hafa fallið þar sem verslunareigendur eru látn- ir bera ábyrgð á tjóni sem hlýst af hálku fyrir utan verslanir þeirra. Íslenski tíu þúsund króna seðillinn hefur verið tilnefndur sem besti nýi seðillinn í alþjóðlegri samkeppni sem fram fer á næsta ári. Þar keppa ýmsar myntir og seðlar í nokkrum flokkum. Keppnin er á vegum IACA og var það breska seðlaframleiðslu- fyrirtækið DeLaRue, sem prentar seðilinn, sem tilnefndi íslenska tíu þúsund króna seðilinn. Gengur vel að koma í umferð DeLaRue er eitt stærsta seðla- prentunarfyrirtæki í heiminum og prentar fyrirtækið seðla fyrir yfir 150 þjóðir. „Við hér í Seðlabankanum erum mjög ánægð með að þetta stóra fyr- irtæki í framleiðslu á seðlum í heim- inum skuli hafa ákveðið að tilnefna tíu þúsund króna seðilinn okkar í þessa keppni sem einstaklega vel heppnað verk. Við erum einnig ánægð með það hvernig til hefur tekist að koma seðlinum í umferð,“ segir Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, en innleiðing á seðlinum hefur gengið mjög vel. Er hlutdeild tíu þúsund króna seðla um 30% af verðmæti allra seðla í umferð utan Seðlabankans. Eftir að seðillinn var settur í umferð hefur hlutur fimm þúsund króna seðla farið úr 86% í um 60%. ash@mbl.is „Tíuþúsundkallinn“ keppir til verðlauna  Er 30% af verðmæti seðla í umferð Morgunblaðið/Kristinn Seðill Tíu þúsund króna seðillinn hefur verið tilnefndur til verðlauna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.