Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Barist um boltann Krakkarnir í leikskólanum Nóaborg létu snjóinn ekki hindra sig í að iðka fótbolta, barist var um knöttinn í fönninni sem hefur eflaust verið mun skemmtilegra. Golli Það er eftirtektarvert hversu hugmyndum um staðsetningu höfuðstöðva ríkisstofnana á landsbyggðinni er tekið með miklum svigurmælum og stór- yrðum. Samt sjá það allir að það er ekkert náttúrulögmál að slík starfsemi þurfi öll að vera innan lögsögu höfuðborgar- innar. Fjarri því. Fjölmargar ríkisstofnanir geta þjónað hlut- verki sínu jafn vel fyrir landið í heild, þó að þær séu staðsettar á landsbyggðinni. Því miður eru hins vegar sorglega fá dæmi um að heilar stofnanir eða höfuðstöðvar þeirra séu utan Reykjavíkur og nágrennis. Þó þekkist slíkt og reynslan er al- mennt góð. Ótal dæmi eru um að verkefni ríkisins sem sinnt er utan höfuðborgarvæðisins hafi verið flutt þaðan. En það þekkjast líka dæmi þess að stofnanir hafi verið fluttar í heilu lagi af landsbyggðinni og suður. Fróð- legt er að athuga hvernig því var tekið. Hér skal eitt dæmi nefnt, sem athyglisvert að skoða í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað upp á síðkastið varð- andi hugmyndir um flutning á heimilisfangi ríkisstofnana út fyrir lögsögumörk höfuðborg- arinnar. Dæmið af Rann- sóknarnefnd sjóslysa Um árabil var Rannsókn- arnefnd sjóslysa staðsett í Stykkishólmi. Reynslan var afar góð. Þeir sem stofnunin þjónaði luku á hana lofsorði. Þar ríkti reglufesta, ráðdeild og af- köst þeirra fáu starfsmanna sem þar unnu voru góð. Þá gerist það að upp kemur hugmynd um að sameina þessa litlu og farsælu stofnun tveimur öðrum, sem áttu það sammerkt að hafa heimilsfesti í Reykjavík. Aldrei var léð máls á öðru en því að hin nýja stofnun yrði í Reykjavík og starfsemin í Stykkishólmi lögð niður. Þetta var svo innsiglað með því að frumvarp í þá veru var flutt á 138. löggjaf- arþinginu 2009-2010 sem varð svo að lögum 21. febrúar 2013, á 141. löggjafarþinginu. Meðal annars með atkvæðum þeirra sem nú hrópa hátt og í hneykslan yfir þeim mikla óskunda að staðsetja ríkisstofnanir, sem nú eru á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni. Athyglisverð viðbrögð En hver voru viðbrögðin að öðru leyti? Voru þetta kallaðir hreppaflutningar? Töldu menn þörf á áfallahjálp fyrir starfsfólkið? Varð eitthvert herútboð í bloggherjunum vegna þessa? Nei, ekkert slíkt. Það gilti sýni- lega allt annað, þegar ríkisstofnun var flutt í heilu lagi, með manni og mús, af landsbyggð- inni og suður. Orðinu tvískinnungur hefur örugglega oft verið brugðið á loft af minna tilefni. Engin fjárhagsleg eða fagleg rök mæltu með því að flytja Rannsóknarnefnd sjóslysa frá Stykkishólmi og suður. Kostnaður var tal- inn aukast, samkvæmt mati fjármálaráðu- neytisins. Þeir sem við þjónustuna áttu að búa andmæltu hinu nýja fyrirkomulagi. En ekkert hruggaði við áformunum. Við Ásbjörn Óttarsson, þáverandi alþingismaður, and- mæltum þessum fyrirætlunum harðlega á Al- þingi en orð okkar féllu í grýtta jörð. En nú er allt með öðrum róm. Ætli ástæð- an geti verið sú að nú er verið að tala um flutning ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæð- inu og út á land, en þá var um að ræða flutn- ing ríkisstofnunar af landsbyggðinni og suð- ur? Ætli hundurinn liggi einmitt grafinn þar? Eftir Einar K. Guðfinnsson »En nú er allt með öðrum róm. Ætli ástæðan geti verið sú að nú er verið að tala um flutning ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæðinu og út á land? Einar K. Guðfinnsson Höfundur er þingmaður NV-kjördæmis og forseti Alþingis. Þá var flutningur ríkisstofnunar talinn góður og gildur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.