Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fær hvergi vinnu vegna útlitsins 2. Íslendingur vann EuroJackpot 3. Hestarnir allir komnir á þurrt 4. Biðst afsökunar á Færeyjaflandri »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjölskylduleikritið Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður flutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 í sex þáttum á sex dögum, frá aðfangadegi til og með 29. desember. Þættirnir byrja kl. 15 alla daga og er upptakan frá árinu 1999. Í leikritinu segir af stórmerkilegri fjölskyldu í Firðinum en þó mest hinni alvörugefnu Heiðu, eins og segir í tilkynningu frá Út- varpsleikhúsinu. „Úti í heimi geisar stríð, amerískir hermenn þramma um bæinn og mannlífið tekur öðrum breytingum. Í heimi barnanna eiga sér líka stað miklar sviptingar, gáska- full gleðin ræður ríkjum en sorgin nær að varpa skugga sínum á leik þeirra,“ segir um leikritið og að það sé í senn bráðfyndið, spennandi og þroskandi. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson, leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson, tónlist er eftir Stefán S. Stefánsson og um hljóðvinnslu sá Grétar Ævarsson. Fjöldi leikara tekur þátt í flutningnum og þá bæði full- orðnir og börn. Í aðalhlutverkum eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring og Brynhildur Guð- jónsdóttir. Sitji guðs englar í Útvarpsleikhúsinu  Kvartett saxó- fón- og klarinett- leikarans Hauks Gröndal leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk Hauks eru í kvartettinum Ásgeir J. Ásgeirs- son sem leikur á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Erik Qvick á trommur. Þeir munu m.a. flytja fjölbreyttan jóla- djass. Þorláksmessudjass Á miðvikudag (aðfangadagur jóla) Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil él á víð og dreif, einkum fyrir norðan og aust- an. Frost 2 til 16 stig,kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s og él en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost víða 0 til 5 stig en sums staðar frost- laust við sjávarsíðuna. VEÐUR Tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna eru birt- ir í dag en niðurstaða kosn- ingarinnar verður opinberuð laugardagskvöldið 3. janúar. Sundfólk á þrjá fulltrúa í hópnum, handboltinn tvo, knattspyrnan tvo og frjáls- íþróttir, fimleikar og körfu- knattleikur einn fulltrúa hver grein. Jón Arnór Stefánsson er meðal tíu efstu í níunda skipti. » 2-3 Íþróttamaður ársins – tíu efstu Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, segir að umfjöllun sænskra fjölmiðla um veik- indi hans hafi verið stormur í vatns- glasi. Lá í flensu í þrjá daga og lokaði síðan marki Guif í sigurleik gegn Sävehof. Segir að Svíarnir séu vonsviknir yfir því að hafa fengið Ís- land á HM í Katar og þar með í sinn riðil. » 3 Fregnir af veikindum stormur í vatnsglasi Allt er á öðrum endanum í Noregi vegna sigurs kvennalandsliðsins sem virðist hafa komið þjóðinni í opna skjöldu. Liðið fékk konunglegar mót- tökur á Gardermoen-flugvelli við heimkomuna í gær. Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari er lofaður í hástert fyrir framgöngu landsliðsins. „Bjóðið Þóri lífstíðarsamning,“ sagði Frode Scheie, sérfræðingur TV2. »1 Vilja að Þóri verði boð- inn lífstíðarsamningur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karl Jónasson er örugglega einn fárra manna á tíræðisaldri sem aka reglu- lega um göturnar á höfuðborgarsvæð- inu. Eins er næsta víst að fáir á hans aldri bruni um á átta gata Audi, 335 hestafla. „Ég hef alltaf átt góða bíla en er samt ekki með bíladellu,“ segir hann og bætir við að kominn sé tími til að endurnýja kaggann því hann sé að verða níu ára. „Ég fékk hann nýjan og þetta er ágætis bíll.“ Hjónin Karl og Guðný Aradóttir eru bæði 95 ára, hún síðan í apríl en afmælisdagur hans er í dag, á Þor- láksmessu. Þau eru hress, hann eldar gjarnan hafragraut fyrir þau á morgnana og tvisvar í viku ekur hann úr Grafarvoginum í Sjúkraþjálfun Garðabæjar, þar sem hann stundar líkamsrækt. „Ég er hvorki í veiði né golfi og þetta er því nær eina mark- vissa hreyfingin,“ segir hann. „Þetta er svona dútl á tækjum, göngubretti og svoleiðis, og svo fæ ég nudd tvisv- ar til þrisvar í mánuði.“ 13 ára í prentsmiðju Karl bjó með foreldrum sínum og tveimur systrum í Reykjavík en flutti ungur til móðursystur sinnar í Hornafirði og bjó hjá henni og manni hennar til tíu ára aldurs. „Þau voru ung og barnlaus, komu til Reykjavík- ur og vildu fá þennan strák. Þaðan á ég mjög góðar minningar,“ segir hann. Karl byrjaði síðan að vinna í Félagsprentsmiðjunni 13 ára og hóf að læra þar prentverk 15 ára. Eftir að hann var orðinn útlærður prentari fór hann til Akureyrar og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann stofnaði fyrirtækið Vöru- merkingu 1962 og vann þar þangað til fyrirtækið sameinaðist öðru fyrirtæki og nýir eigendur tóku við fyrir um tveimur árum. Áður átti hann og rak Prentsmiðju Björns Jónssonar á Ak- ureyri, sem var þá elsta starfandi prentsmiðja landsins, stofnuð 1852, í 15 ár. „Þegar ég var fertugur vildi ég breyta til, seldi prentsmiðjuna og við fluttum aftur suður,“ segir hann. Þegar tíðin er rysjótt eins og að undanförnu segist Karl halda sig að mestu heima við. Nú er bíllinn enda á kafi í snjó og auk þess flughálka í skorningunum á bílastæðinu við blokkina. „Ég dunda mér við að lesa og fylgist með fréttum í tölvunni,“ segir hann. Segist hafa gaman af gömlum fróðleik, ævisögum og ýmsu öðru. „En ég er ekki mikill tölvumað- ur, hangi ekki yfir henni og er hvorki með netfang né á fésbókinni.“ Fjölskyldan kemur saman í dag í tilefni 95 ára afmælis Karls. „Það verða samt engin sérstök veisluhöld, ekki að þessu sinni,“ segir hann. Rifj- ar upp að í æsku hafi eiginlega aldrei verið haldið upp á afmælið. „Þegar ég ólst upp unnu allir baki brotnu fram að jólum, fram á eftirmiðdag á að- fangadag, og ekki tími fyrir veislu.“ „Ég hef alltaf átt góða bíla“  Karl Jónasson er 95 ára í dag og ekur um á átta gata tryllitæki  Segir að tími sé kominn til þess að fá sér nýjan bíl  Fjölskyldan kemur saman í dag Morgunblaðið/Ómar Afmæli Hjónin Karl og Guðný Aradóttir eru bæði 95 ára og eiga von á fjölskyldunni í heimsókn í dag í tilefni afmælis hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.