Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Maður á ekki að sýnaneinum innst inn í sál-ina á sér, síst af öllusínum heittelskaða. Ástin er hernaðarlist.“ (13) segir að- alpersóna nýrrar skáldsögu Stein- unnar Sigurðardóttur, Gæðakonur. María Hólm er kunnur jarðvís- indamaður, hefur öðlast frægð út fyrir landsteinana fyrir að spá fyrir um eldgosið í Eyjafjallajökli en at- hygli vakti líka að hún lifði það ásamt Bárði samstarfsfélaga sínum að hrapa í bíl fram af fjalli í Vatna- jökli, hæð sem nam þremur Hallgríms- kirkjum, og lifðu bæði af. María er kona sem heldur spil- unum þétt að sér; býr ein en elskar enn mann- inn sem yfirgaf hana fyrir margt löngu, á í góðu trúnaðarsambandi við æskuvinkonu en er fyrst og fremst í sambandi við starfið, við eldfjöll landsins og heillandi náttúru þess. Hún nýtur ekki athyglinnar heldur vill vera hluti af teymi: „Ég er ekki athygl- issjúkur listamaður sem getur ekki hugsað heila hugsun af því hann hangir á feisbúkk og gerir ekki ann- að en trana sér fram í ótíma. Ég er vísindamaður,“ (42) lætur höfundur hana segja og er það í eitt af nokkr- um skiptum í sögunni þar sem les- andi finnur fyrir söguhöfundinum skemmta sér við að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum – í þetta skipti sumu samstarfsfólki í hópi listamanna. Líf Maríu tekur breytingum þeg- ar ítölsk fegurðardrottning, kölluð Gemma, veitir henni eftirför í París og kynnir hana þar fyrir hug- myndum sínum um breyttan heim, heim þar sem karlar hafa annað hlutverk en til þessa, enda séu karl- ar í „besta falli til trafala fyrir kon- ur, og í versta falli algjör skaðræð- isdýr fyrir einstakar konur […] Karlmenn eru eyðileggjendur.“ (57) Gemma ætlar Maríu hlutverk og samskipti vísindakonunnar við aðra breytast vissulega þótt henni lítist ekki allskostar á hugmyndafræðina; ástarlífið tekur breytingum og pæl- ingar um vald og misbeitingu valds í samböndum fólks verða áberandi. Gæðakonur er saga um sterkar konur og samskipti kvenna á millum og kvenna og karla. Þetta er vissu- lega saga um margt fleira og ekki síst um rétta og ranga mynd af ís- lenskri náttúru og íslenskri menn- ingu, með öllum sínum göllum, eins og kemur fram þegar María les yfir Gemmu og svarar ásókn hennar með þrumuræðu, um að Íslands- sagan sé hryllingssaga og þjóðin sjúk eins og „sjá má á því hvernig farið er að í stjórnmálum og við- skiptum, lýðræðið óvirkt, ráðherra- valdið yfirgengilegt, engin leið að koma á nýrri stjórnarskrá […] og svo þöggunin. Þar að auki stundum við alvarlega rányrkju á landinu okkar, sjálfu fósturlandinu, níðumst á náttúrunni, erum búin að gjöreyða mörgum óviðjafnanlegum landsvæðum og óviðjafnanlegum náttúrufyr- irbærum, líka það er hryllingssaga, og blekkingum haldið á lofti svo kröftuglega að margir fáfróðir Ís- lendingar og útlendir ferðamenn halda að landið sé náttúruparadís.“ (164) Vísindakonan veit betur og vill ganga í sátt við umhverfið til móts við nýja tíma, ekki gangi að sitja kyrr í stöðnuðum hugmyndum um land og náttúru. Það má til dæmis sjá þegar María er á göngu með vin- konu sinni og segir að „dumbungur sé uppáhaldsveður, veðrið sem sé í málverkunum hjá Georg Guðna. Enginn hafi komist nær kjarna Ís- lands en hann, ekki Kjarval, ekki Ásgrímur, enginn. Þar fyrir utan verði að halda áfram að mála landið upp á nýtt því tímarnir gangi fram og það dugi ekki að styðjast við upp- málun gömlu meistaranna frá því einu sinni …“ (126) Þegar litið er yfir skáldverk Steinunnar þá er Gæðakonur óvenjubrokkgeng saga, að ýmsu leyti. Framan af virðist áherslan vera á gagnrýna frásögn um for- vitnilegan öfga-femínisma en það vatnar undan þeirri frásögn um leið og sýnin á umgengni við land og krafta náttúrunnar styrkist. Þá læt- ur hlutverk hinnar ítölsku og óræðu Gemmu undan síga fyrir sam- skiptum eldfjallafræðinga, sem eru mun áhugaverðari, og þegar kemur að ástum, listum og náttúruumræð- unni er höfundurinn líka í essinu sínu og þau samskipti öll fantavel skrifuð og stíluð, eins og lesandinn væntir frá Steinunni. Ljósmynd/David Ignaszewski Steinunn „… þegar kemur að ástum, listum og náttúruumræðunni er höf- undurinn líka í essinu sínu og þau samskipti öll fantavel skrifuð …“ Ástin er hernaðarlist Skáldsaga Gæðakonur bbbmn Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Bjartur, 2014. 230 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Geisladiskur Hlífar Sigurjóns- dóttur fiðluleikara, Dialogus, sem kom út í Bandaríkjunum í lok nóv- ember sl. er nú fáanlegur á Íslandi. Diskurinn hefur að geyma hljóðrit- anir Hlífar á tónverkum sem nokkr- ir vinir hennar hafa fært henni, að því er fram kemur í tilkynningu. Elst er tónverkið Vetrartré eftir Jónas Tómasson frá árinu 1983, þá Tilbrigði við Victimae Paschali Laudes eftir Svisslendinginn Alfred Felder (1987), Hugleiðing eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur (1996), sónatan Seiðkonan eftir Bandaríkjamann- inn Merrill Clark frá 2010 og yngst, eru tvö verk frá 2012, Að heiman eftir Rúnu Ingimundar og Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, segir í tilkynningu. MSR Clas- sics gefur diskinn út í Bandaríkj- unum. Diskurinn var tekinn upp í Reykholtskirkju og sá Sveinn Kjartansson um upptökuna. „Á þessum nýja diski má heyra af- rakstur samtals, vináttu, gagn- kvæmrar virðingar og hrifningar milli skapandi listamanns og túlk- andi,“ segir um diskinn á vef Hlífar, hlifsigurjons.is. Dialogus Hlíf Sigurjónsdóttir. Dialogus Hlífar fá- anlegur á Íslandi TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is 12 16 -EMPIREJÓLAMYNDIN 2014 48 RAMMA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Þorláksmessutilboð á valdar myndir 700 kr. 700 kr. 700 kr. 700 kr. L L THE HOBBIT 3 48R FORSÝ. Sýnd kl. 8 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 1:50 - 3:50 - 5:50 - 8 EXODUS Sýnd kl. 8:30 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 1:30 - 4 - 6:15 MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 1:50 - 3:50 - 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI á allar myndir allan daginn.* *Tilboðið gildir ekki á forsýninguna á The Hobbit klukkan 20:00. Tryggðu þér miða á eða í miðasölu Laugarásbíós. Jólin byrja í Laugarásbíói 700 kr á Þorláksmessu 23. desember Jólasveinninn verður á staðnum allan daginn og gefur öllum nammipoka frá Nóa Síríus ásamt Svala eða kók frá Vífilfelli, á meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.