Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Barinn Skúli var opnaður í Að- alstræti 9 í Reykjavík fyrir helgi. Skúli fógeti Magnússon hefur oft verið nefndur faðir Reykjavíkur og stytta af honum er í Fógetagarð- inum fyrir framan veitingastaðinn sem heitir eftir fógetanum. „Þetta var ótrúleg og frábær helgi, fullt út úr dyrum og skemmti- leg byrjun,“ segir Stefán Magn- ússon, framkvæmdastjóri Skúla. Hann bætir við að húsnæðið hafi verið tekið í gegn frá grunni, allt verið hreinsað út og nýtt sett í stað- inn. „Ég réð „bjórnörda“ í vinnu og þeir tækluðu þetta einstaklega vel, rúlluðu þessu upp.“ Stefán segir að það hafi tekið sinn tíma að fá öll til- skilin leyfi og hann hafi opn- að á föstudag um leið og hann hafi fengið grænt ljós. Úrval af bjór og víni Áhersla er lögð á að hafa sem mest úrval af bjór og léttu víni og segir Stefán að vel komi til greina í náinni framtíð að bjóða upp á húsbjór, það er bjór sem er framleiddur á staðnum. „Stefnan er að þetta verði fínn og rólegur staður, þar Varðskipið Þór kom nýlega við í Þórshöfn í Færeyjum til að taka olíu. Olíutankar skipsins voru þá fylltir en þeir rúma svo mikið að ekki þarf að fylla á þá nema um það bil einu sinni á ári alla jafnan, að sögn Ás- gríms L. Ásgrímssonar, fram- kvæmdastjóra aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar (LHG). Hann sagði að varðskipin hefðu oft tekið olíu í Færeyjum í að minnsta kosti 15 ár ef ekki lengur. Olíuverðið hefur oft verið lægra í Færeyjum en hér á landi auk þess sem mikið munar um að varðskipin þurfa ekki að borga virðisaukaskatt af olíunni í Færeyjum. Það þýðir um- talsverðan sparnað í rekstri LHG og gerir kleift að halda þyrlum og varð- skipum meira úti en ella væri hægt, að sögn Ásgríms. Hann sagði að stofnunin, líkt og aðrar ríkisstofn- anir, yrði að gera sem mest úr fjár- veitingum. Farið er til Færeyja þegar það hentar vegna staðsetningar skip- anna. Ásgrímur sagði að þegar varð- skipin væru við eftirlitsstörf fyrir Austurlandi eða Suðausturlandi væri stutt að skreppa til Færeyja og taka olíu. Viðdvölin er rétt á meðan olían er tekin og fjarveran úr ís- lensku fiskveiðilögsögunni ekki nema tæpur sólarhringur. Stundum er tækifærið notað til að æfa með dönskum og/eða fær- eyskum varðskipum. Auk þess eru Færeyjar innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins á N-Atlantshafi, það nær austur fyrir Færeyjar. Fær- eyingar sinna færeysku fiskveiði- lögsögunni en Íslendingar bera engu að síður ábyrgð á leit og björg- un á svæðinu. gudni@mbl.is Ódýrara að taka olíu í Færeyjum  Vs. Þór fyllti á tankana í Þórshöfn Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Þór Skipið er útbúið með mjög stóra olíugeyma. Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og inn- kalla kókosolíu í 200 gramma krukkum sem seld hefur verið undir vörumerk- inu Himneskt. Ástæða innköll- unarinnar er að í einni krukku fannst aðskotahlutur. Nær innköll- unin eingöngu til vöru sem merkt er „best fyrir 31-07-2016“ og áletr- að á lok krukkunnar. Hefur varan verið til sölu í verslunum Bónuss, Hagkaupa, Stórkaupa, matvöru- verslunum KS, 10-11 og í Gló í Fákafeni, segir í tilkynningu. Himnesk kókosolía innkölluð úr búðum Innköllun Olían himneska. Unnið hefur verið að skilgreiningu kyrrlátra svæða í Reykjavíkurborg undanfarin misseri. Evrópusam- bandið gaf út tilskipun um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu og að kyrrlát svæði skyldu vera skilgreind líkt og í aðildarríkjum sambandsins. Vinnan felur í sér að tekin eru sam- an opin svæði í Reykjavík, bæði innan og utan þéttbýlis. Sé hávaði minni en 50 desíbel innan þéttbýlis og minni en 40 desíbel utan þess geta þau fallið undir skilgreiningu kyrrlátra svæða en ekki er búið að raða og skilgreina þau svæði, að sögn Kristins Jóns Ey- steinssonar, verkefnastjóra á um- hverfis- og skipulagssviði Reykjavík- urborgar. Niðurstöður kortlagningar hávaða við mestu umferðargötu borgarinnar liggja til grundvallar við skilgreiningu þessara svæða. Sú kortlagning dugar ekki til að sögn Kristins og því sé næsta skref vinn- unnar að afla frekari upplýsinga og til þess þurfi að framkvæma mælingar og kannanir. Fjölmörg aðildarríki ESB hafa skilgreint kyrrlát svæði og hafa mörg þeirra kvartað undan því að hávaða- kortlagningin sem á að liggja til grundvallar við mat á kyrrlátum svæðum dugi ekki og segir Kristinn Reykjavíkurborg nýta sér þá gagn- rýni við þessa vinnu. Í skýrslu Umhverfisnefndar Evr- ópu, sem gefin var út fyrr á þessu ári, segir að fjórir þættir skuli lagðir til grundvallar við mat á kyrrlátum svæðum. Hávaðakortlagning, hljóð- mæling á svæðum, skoðanir og við- horf þeirra sem svæðin nýta og sér- fræðiálit. ash@mbl.is Evrópusambandið vill kyrrð  Reykjavíkurborg vinnur að skilgreiningu kyrrlátra svæða eftir tilskipun frá ESB sem kveður á um mat og stjórn á hávaða  Vinnan er enn á byrjunarstigi Morgunblaðið/Styrmir Kári Kyrrð Reykjavíkurborg vinnur nú að því að skilgreina kyrrlát svæði. Skúli Magnússon fæddist að Keldunesi í Norður-Þingeyjarsýslu 12. desember 1711. Hann var skipaður landfógeti 1749, fyrstur Íslend- inga. Hann var einn helsti drifkrafturinn á bak við stofnun Innrétt- inganna 1751 „til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga“ eins og segir á vef Lands og sögu (landogsaga.is). „Starfsemin varð fjöl- þætt, tók til jarðræktartilrauna, brennisteinsvinnslu, ullarvefsmiðja, litunar, kaðlagerðar, skinnaverkunar, skipasmíða og útgerðar svo það helsta sé nefnt.“ Eftir 1760 tengdist Innréttingaheitið fyrst og fremst ullarvefsmiðjunum í Aðalstræti 10 í Reykjavík en þær störfuðu til árs- ins 1803. Skúli lést 9. nóvember 1794. 1954 var reist stytta af honum í Fógetagarðinum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Listaverkið var gjöf Verslunarmannafélags Reykjavíkurborgar til borgarinnar. (Byggt á vef Lands og sögu). Innréttingarnar og stytta SKÚLI MAGNÚSSON FÓGETI LÉT AÐ SÉR KVEÐA Skúli fógeti sem fólk geti spjallað saman yfir góðum bjór eða góðu víni,“ segir Stefán. Freyr Rúnarsson velur veigarnar og á Skúla er mikið úrval af bjór frá minni framleiðendum. Meðal annars er boðið upp á sex mismunandi teg- undir af kranabjór frá Borg- brugghúsinu og síðan eru sex kranar fyrir aðrar tegundir. Auk þess eru fjölmargar tegundir á flösku í boði. „Það er mjög gaman að vera með svona metnaðarfullan stað og við bjóðum stöðugt upp á eitthvað nýtt í hverjum mánuði,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Stefán er eigandi og fram- kvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs í Neskaupstað og hefur stjórnað henni árlega undanfarin tíu ár. Hann segir að rekstur barsins hafi togað í sig, fyrst og fremst vegna skemmtilegs hóps fólks, sem á staðinn. „Mig langaði líka til þess að breyta til,“ segir hann, en Stefán hefur verið íþróttakennari í 15 ár. Morgunblaðið/Kristinn Skúli Stefán Magnússon er með mikið úrval af bjór og víni á barnum við Fógetagarðinn í miðbæ Reykjavíkur. Nefndur í höfuðið á föður Reykjavíkur  Veitingastaðurinn Skúli opnaður við Fógetagarðinn Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 8.030 kr. Ilmsápa 100 g - 660 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.160 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. VERBENA GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.