Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Frábær lausn fyrir hallandi
og óreglulega glugga
PLÍ-SÓL
GARDÍNUR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Ályktun 118 kröfuhafa Glitnis, sem
eiga almennar kröfur í slitabúið fyrir
um 1.500 milljarða króna, þar sem
lýst er yfir stuðningi við áframhald-
andi nauðasamningsumleitanir, var
samþykkt á kröfuhafafundi Glitnis í
síðustu viku. Fyrr í þessum mánuði
fór kröfuhafi í Glitni fram á að búið
yrði tekið til gjaldþrotaskipta.
Í bréfi sem kröfuhafar sendu til
slitastjórnar Glitnis hinn 17. desem-
ber sl. var óskað eftir atkvæða-
greiðslu um hvort kröfuhafafundur-
inn vildi álykta um áframhald á
tilraunum til að ljúka uppgjöri búsins
með nauðasamningi. Þeir kröfuhafar
sem óskuðu eftir slíkri atkvæða-
greiðslu eiga 67% af óppgerðum sam-
þykktum almennum kröfum í slitabú
Glitnis.
Fram kemur í bréfinu, sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum, að við
núverandi kringumstæður sé það
skoðun kröfuhafa að nauðasamningur
muni skila þeim „umtalsvert“ meiri
heimtum en ef búið yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Jafnframt telja þeir
að úthlutun til kröfuhafa muni ljúka
fyrr með því að fara nauðasamnings-
leiðina. Fara þeir því þess á leit að
slitastjórnin haldi áfram tilraunum
sínum til að fá nauðsynlegar undan-
þágur frá höftum. Í skýrslu sem var
lögð fyrir kröfuhafafund Glitnis 18.
desember í síðustu viku, sem Morg-
unblaðið hefur einnig undir höndum,
segir að slitastjórnin sé bundin af
ákvörðun skiptafundar ef ályktunin
sé samþykkt.
Þurfa undanþágur frá höftum
Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum
að nauðasamningi Glitnis, sem gerir
meðal annars ráð fyrir útgreiðslu á
öllum erlendum gjaldeyri búsins í
lausafé til almennra kröfuhafa, þarf
Seðlabanki Íslands og fjármálaráð-
herra að veita slitabúinu undanþágur
frá fjármagnshöftum. Fyrst var farið
fram á slíkar undanþágubeiðnir þeg-
ar Glitnir skilaði inn nauðasamnings-
frumvarpi til Seðlabankans hinn 28.
nóvember 2012. Fljótlega var ljóst að
sá nauðasamningur næði ekki fram
að ganga í óbreyttri mynd. Ári síðar
kynnti slitastjórnin Seðlabankanum
tillögur um hvernig farið yrði með út-
greiðslu á krónueignum búsins til
kröfuhafa sem hefði ekki áhrif á
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, að mati
slitastjórnarinnar. Þeim tillögum hef-
ur í reynd ekki enn verið svarað af
hálfu yfirvalda.
Lengi hefur hins vegar legið fyrir
sú afstaða stjórnvalda að þær séu
fjarri því að vera í samræmi við þá
nálgun að tryggja verði jafnræði við
losun fjármagnshafta. Við fram-
kvæmd heildstæðrar áætlunar um af-
nám hafta þurfi að taka tillit til fjár-
magnsútflæðis allra aðila sem eru
fastir undir höftum – jafnt íslenskra
fyrirtækja, lífeyrissjóða, heimila sem
og erlendra kröfuhafa. Eftir fund
slitastjórnar allra föllnu bankanna og
fulltrúa þeirra með ráðgjöfum ís-
lenskra yfirvalda hinn 9. desember
sl., sem var haldinn að beiðni slitabú-
anna, kynnti slitastjórn Glitnis frek-
ari tillögur um meðferð krónueigna
við uppgjör búsins fyrir ráðgjöfum
stjórnvalda.
Í bréfi kröfuhafa Glitnis eru taldar
upp þrjár aðstæður fyrir því af hverju
þeir séu þeirrar skoðunar að enn séu
forsendur til að ljúka uppgjöri með
framlagningu nauðasamnings. Í
fyrsta lagi gefi samskipti slitastjórnar
Glitnis við Seðlabankann skýrt til
kynna að bankinn sé enn með nauða-
samningstillögur slitabúsins til skoð-
unar. Í öðru lagi hafi Seðlabankinn
gefið það út að uppgjör á búi Glitnis
þurfi að skoða í samhengi við heild-
stæða áætlun um losun hafta. Nýleg-
ar yfirlýsingar af hálfu fulltrúa
stjórnvalda gefi til kynna að slík áætl-
un gæti bráðlega litið dagsins ljós. Að
lokum segir í bréfinu að á fundi með
ráðgjafarhópi stjórnvalda fyrr í þes-
um mánuði hafi slitastjórnin verið
fengin til að útskýra hvernig tillögur
að nauðasamningi gætu verið hluti af
heildstæðri áætlun um afnám hafta.
Haft áhrif á afnám hafta
Heiðar Már Guðjónsson, kröfuhafi
í bú Glitnis í gegnum félagið sitt Urs-
us, lagði fram gjaldþrotaskiptabeiðni
á hendur Glitni hinn 4. desember sl.
en þar er bent á að umleitanir slita-
stjórnar til að ná nauðasamningi hafi
engum árangri skilað. „Svo virðist
sem slitastjórn einblíni á gerð nauða-
samnings sem útheimti undanþágu
Seðlabanka Íslands. Þá virðist slita-
stjórnin hafa gerst þátttakandi í, og
reynt að hafa áhrif á, mótun hug-
mynda um afnám fjármagnshafta.
Vandséð er að slíkt samrýmist hlut-
verki slitastjórnar sem er einkum að
„hámarka endurheimtur eigna og út-
hluta til kröfuhafa við fyrsta mögu-
lega tækifæri“, svo notuð séu orð
slitastjórnar sjálfrar í kynningu 19.
maí 2010,“ segir í rökstuðningi fyrir
kröfu Heiðars. Hagsmunir hans séu
því að gjaldþrotaskipti hefjist sem
fyrst enda sé „engin vissa fyrir hvort
og hvenær“ viðleitni til að ljúka upp-
gjöri með nauðasamningi nái fram að
ganga.
Beiðni Ursusar verður tekin fyrir í
héraðsdómi Reykjavíkur hinn 7. jan-
úar næstkomandi. Glitnir hyggst
skila greinargerð í febrúar á næsta
ári. Verði kröfunni ekki vísað frá dómi
má áætla að málflutningur fari fram í
apríl á sama ári.
Styðja nauðasamning
Morgunblaðið/Kristinn
Slitameðferð Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, Matt Hinds
og Matthew Prest, ráðgjafar Glitnis, og Páll Eiríksson, í slitastjórn Glitnis.
Ályktun kröfuhafa Glitnis, þar sem ítrekaður er stuðningur við nauðasamnings-
umleitanir slitastjórnar, samþykkt á kröfuhafafundi Eiga 67% allra krafna
● Andri Guðmundsson mun láta af
störfum sem framkvæmdastjóri H.F.
Verðbréfa um áramótin. Í tilkynningu er
haft eftir Andra að hann hyggist flytja til
Stokkhólms með fjölskyldu sinni. Hann
muni þó áfram gegna starfi forstöðu-
manns fyrirtækjaráðgjafar H.F. Verð-
bréfa. Andri hefur starfað hjá fyrirtækinu
frá árinu 2005 og gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra frá því í janúar 2011.
Framkvæmdastjóri H.F
Verðbréfa hættir
● Atvinnuleysi mældist 3,1% í nóv-
ember samkvæmt Vinnumark-
aðsrannsókn Hagstofu Íslands. Að
jafnaði voru 187.300 manns á aldr-
inum 16-74 ára á vinnumarkaði í
mánuðinum, sem jafngildir 80,9% at-
vinnuþátttöku. Af þeim voru 171.500
starfandi og 5.800 án vinnu og í at-
vinnuleit. Hlutfall starfandi af mann-
fjölda var því 78,4%.
Atvinnuleysi 3,1%
í nóvembermánuði
!
" #!
" "#
$#
!$
"$%
%#
$$#%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"%
"%
"$#
%#$
"$#
%!
$#
#
#$
"
"%#!
"#
!
%%
"$$$
%!#
$$"$
" $$
Gjaldþrot einka-
hlutafélaga síð-
ustu tólf mánuði,
eða frá desember
2013 til nóvember
2014, hafa dregist
saman um 20%
samanborið við
tólf mánuði þar á
undan. Þannig
voru alls 796 fyr-
irtæki tekin til
gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjald-
þrotum í flokknum Upplýsingar og
fjarskipti hefur fækkað mest, eða
um 45% á síðustu tólf mánuðum. Þá
fækkaði gjaldþrotum í flokknum
Fjármála- og vátryggingastarfsemi
um 40% og um 37% í flokknum Fast-
eignaviðskipti. Frá þessu er greint á
heimasíðu Hagstofunnar.
brynja@mbl.is
Gjaldþrot-
um fækkar
Þrot 796 félög í
þrot á 12 mánuðum
20% færri einka-
hlutafélög í þrot
● Nýskráningum
einkahlutafélaga
síðastliðna tólf
mánuði, frá des-
ember 2013 til nóv-
ember 2014, hefur
fjölgað um 7%
samanborið við tólf
mánuði þar á und-
an. Þannig voru
alls 2.040 ný félög
skráð á tímabilinu.
Mest er fjölgun nýskráninga í flokknum
Flutningar og geymsla, eða 32% á síð-
ustu tólf mánuðum. Mesta fækkunin
varð í flokknum Framleiðsla, eða 27%
færri nýskráningar. brynja@mbl.is
Nýskráningum fjölgar
um 7% á milli ára
Félög Mest fjölgaði
í flutningum
STUTTAR FRÉTTIR ...
Það er nauðsynlegt að íslensk
stjórnvöld upplifi það að þau hafi
yfirhöndina í samskiptum sínum
við slitastjórnir föllnu bankanna.
Þetta kom meðal annars fram í
kynningu sem Friðjón R. Friðjónson,
annar af eigendum KOM almanna-
tengsla, flutti á kröfuhafafundi
Glitnis sl. fimmtudag. KOM hefur
verið ráðgjafi slitastjórnarinnar frá
því í ársbyrjun 2014.
Ef kröfuhafar eru „svekktir og
óánægðir“ með framgang mála þá
sendir það þau skilaboð til stjórn-
valda að þau séu að gera eitthvað
rétt. Þrátt fyrir að KOM segist vera
þeirrar skoðunar að yfirvöld vilji ná
fram lausn gagnvart slitabúum
föllnu bankanna þá er það „póli-
tískt mikilvægt“ að niðurstaðan
verði með þeim hætti að rík-
istjórnin líti út sem „sigurvegari“.
Friðjón sagðist telja að stjórnvöld
mundu sýna á spilin á fyrstu vikum
næsta árs en að formleg áætlum
um losun hafta mundi ekki líta
dagsins ljós fyrr en á vormánuðum.
Í kynningu Friðjóns var vakin at-
hygli á aukinni fjölmiðlaumfjöllun
um afnám hafta. Þannig hafi um
700 fréttir og skoðanapistlar birst
síðustu 6 mánuði og ríflega helm-
ingur þess hafi verið í Morg-
unblaðinu eða mbl.is.
Auk Friðjóns er Björgvin Guð-
mundsson, fyrrverandi ritstjóri Við-
skiptablaðsins, eigandi að KOM.
Friðjón var aðstoðarmaður Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra á
síðasta kjörtímabili.
Þurfa að hafa „yfirhöndina“
„SVEKKTIR OG ÓÁNÆGÐIR“ KRÖFUHAFAR SENDA SKILABOÐ