Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 12
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hræ tólf hesta sem nýverið drukkn-
uðu í Bessastaðatjörn voru í gær
flutt á þurrt land. Hestarnir voru á
haustbeit í námunda við tjörnina.
Aðgerðin, sem var um margt
krefjandi, tók um hálfa klukkustund
og þurftu menn m.a. að brjóta sér
leið í gegnum ísilagða tjörnina áður
en hægt var að koma böndum á hræ-
in. Þyrla á vegum fyrirtækisins
Reykjavík Helicopters var fengin til
aðstoðar og sá hún um að hífa hest-
ana úr tjörninni. Kom þyrlan hræj-
unum svo fyrir á palli vöruflutninga-
bifreiðar sem flutti þau til urðunar.
Sjö hestanna voru í eigu Íshesta
en fimm í eigu félaga í hestamanna-
félaginu Sóta.
Ekki upplifað viðlíka atburð
Einar Þór Jóhannsson, umsjón-
armaður hesthúsa Íshesta, segir að
um „hræðilegt slys“ sé að ræða, en
líklegt þykir að hrossin hafi, fyrir
um viku, ráfað út á ísilagða tjörnina
við slæmar veðuraðstæður. Ísinn
mun svo hafa gefið sig undan þunga
dýranna með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Í samtali við mbl.is í gærdag
sagðist Einar Þór aldrei hafa upp-
lifað viðlíka atburð áður. „Menn hafa
misst hross í skurði og annað slíkt,
en það hefur aldrei verið um svona
fjölda að ræða,“ sagði hann.
Þá sagði Einar Þór einnig að-
spurður menn hafa talið rétt að láta
dýrin ekki liggja í tjörninni yfir há-
tíðarnar. Því hafi strax verið hafist
handa við að ná hræjunum á þurrt
land, en þau fundust síðastliðinn
sunnudag. „Við viljum bara koma
greyjunum undir mold fyrir jól.“
Smalað síðast á laugardag
Hestunum var smalað síðastlið-
inn laugardag og kom þá í ljós að
það vantaði í hópinn. Hófst í kjölfar-
ið leit og flaug þyrla Landhelgis-
gæslu Íslands yfir svæðið er hún var
á leiðinni í reglubundið eftirlits- og
gæsluflug. Áhöfn þyrlunnar sá þá
hestana þar sem þeir voru niður-
komnir í vatninu.
Hræ tólf hesta voru flutt
á þurrt land með þyrlu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bessastaðatjörn Sjö þeirra hesta sem drukknuðu í tjörninni voru í eigu Íshesta en fimm voru í einkaeigu.
Hrossin fundust drukknuð í Bessastaðatjörn á sunnudag
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt Sigurð Inga Þórðarson, sem
einnig er þekktur sem Siggi hakkari,
í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik
og önnur brot. Hefur hann játað að
hafa stolið eða svikið út með öðrum
hætti vörur og þjónustu fyrir um 30
milljónir króna.
Auk fangelsisvistar er Sigurði
Inga gert að greiða samtals um 15
milljónir króna í skaðabætur til jafn-
margra einstaklinga og lögaðila sem
hann hafði að féþúfu með ýmsum
hætti.
Var Sigurður
Ingi m.a. sak-
felldur fyrir að
hafa svikið út
þjónustu bíla-
leigufyrirtækja,
tölvuvörur, bón-
vél, verkfæra-
tösku, rafmagns-
vespu og hita-
myndavél svo
fátt eitt sé nefnt.
Í nær öllum tilfellum óskaði hann
eftir reikningsviðskiptum fyrir hönd
eignarhaldsfélags og gaf hann þá
upp nafnið Jóhann Sigurðsson.
Sveik ítrekað út skyndibita
Andvirði varanna sem Sigurður
Ingi sveik út nemur í sumum tilfell-
um hundruðum þúsunda króna. En
einnig sveik hann ítrekað út skyndi-
bita frá veitingakeðjum á borð við
Domino’s Pizza, KFC, American
Style og TGI Friday’s auk þess sem
hann sveik út innlausnarmiða á popp
og kók hjá Sambíóunum, þrívíddar-
gleraugu og bíómiða.
Tveggja ára dómur fyrir fjársvik
Sigurður Ingi
Þórðarson
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Sölustaðir:
Debenhams – Smáralind
Rakarastofan – Faxafeni
Joe’s – Akureyri
Siglósport – Siglufirði
Hafnarbúðin – Ísafirði
Bjarg – Akranesi
Blómsturvellir – Hellissandi
Skyrturnar
eru
komnar!
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is