Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Læknar virðast telja litlar líkur á því að kjaradeilan leysist á næstunni því þeir hafa boðað harðari verkfallsaðgerðir eft- ir áramót. Sumir læknar hafa orðið áhyggjur af því að svo geti farið að í bráðatilvikum verði ekki hægt að sinna sjúklingum. Þar með verður farið að fórna sjúkum fyrir málstaðinn. Einnig má búast við að einhverjir á biðlista lifi ekki biðina af, sem getur orðið hálft ár eða meira. Sturlungaaldarmenn öfluðu sér fylgis fjölda manna svo þeir gætu tekið af lífi þá sem ekki vildu gangast undir ofríki þeirra og tryggðu þannig öryggi sitt gegn lögvaldinu. Læknar hafa 78% fylgi þjóðarinnar fyrir sínu verkfalli sem gæti banað sjúklingum. Það er athyglisvert að aldrei hefur verið minnst á það á alþingi eða í fjölmiðlum að sjúklingar hafi þau mannréttindi að öðrum sé óheimilt að fórna lífi þeirra eða tefla lífi þeirra í hættu í ágóðaskyni. Í þessari deilu getur þetta gerst. Deilan hefur sýnt það að mikið vantar á að menn í forustu rík- isvalds og lækna hafi hæfileika til að leysa þessa deilu með skyn- samlegum hætti, þrátt fyrir að vera hámenntaðir og mikla færni lækna í starfi. Deiluaðilum hefur oft verið bent á að út úr þessari deilu er aðeins ein leið, að semja. Þrátefli í deil- unni skilar engu til hagræðis, en fórnar miklu. Þessi deila sýnir að verkfall í heilbrigðiskerfinu þarf að banna með lögum og finna aðra leið til að tryggja eðlilega launaþróun í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefði mátt vera búið að finna út fyrir löngu því menntun beggja aðila er næg til að finna lausn á málinu, það vantar bara viljann. Jólahelgin er framundan, munu deiluaðilar óska sjúkl- ingum gleðilegra þján- ingarjóla og -áramóta? Fulltrúi lækna sagði í fréttatíma sjónvarps laugardaginn 13. des- ember að fyllsta ör- yggis væri gætt þótt erfitt gæti verið að ná því að sinna öllum. Sem sagt, fyllsta ör- yggis gætt varðandi þjónustu við þá sem hægt er að sinna. Ég býst við að 78% þjóðarinnar skilji þetta mjög vel og séu sammála læknum, nema ef einhver þeirra skyldi veikjast skyndilega og lenda á biðlista fram á árið 2016. Þegar Dagsbrún setti mjólkur- verkfall á í borginni forðum var aðeins heimilt að flytja mjólk til sjúkrahúsa og fæðingardeilda og var þessi flutningur undir eftirliti Dagsbrúnar. Einn morguninn kom mjólkin ekki á réttum tíma og var Dagsbrún kennt um. Þá voru læknar alveg með það á hreinu hvað ætti að gera við slíka menn sem hindruðu starfsemi sjúkra- húsa. Bíllinn lenti í árekstri, komst því ekki á áfangastað. Skoðanir lækna þá hljóma ekki al- veg við skoðanir þeirra nú. Það virðist vera töluverður munur á Jóni og séra Jóni. Við skulum svo vona að allir geti notið jólanna, bæði heilbrigðir, sjúkir og þver- hausar. Boða harðari að- gerðir á næsta ári Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Þessi deila sýnir að verkfall í heilbrigð- iskerfinu þarf að banna með lögum og finna aðra leið til að tryggja eðlilega launaþróun í heilbrigðiskerfinu. Höfundur býr í Valshólum 2. Undarlegt þótti mér sem krakka á Þorláksmessu er ég fékk að fara út í kaupstað, eins og við kölluðum þorpið okk- ar heima, að sjá og hitta menn sem hög- uðu sér einhvern veg- inn öðruvísi en venju- lega allt yfir í það að vera anzi óstöðugir á fótunum og hafandi uppi heitingar. Fátt var um svör heima en aðeins sagt að þetta væri bara á Þorláksmessu og síð- an ekki söguna meir. Þorpið heima var annars blessunarlega laust við böl áfengisins þótt ein- hver dæmi væru þar um og ekki vissi ég til þess að nokkur kona neytti áfengis. Konur gera þetta ekki, sagði móðir mín, þær hugsa um börnin sín og gæta þeirra, líka á Þorláksmessu, og það gera flest- ir feður líka. Þetta var hennar kennisetning varðveitt í hugskoti mínu. Þessari litlu mynd um fyrstu kynni mín af áfenginu hefur oft skotið upp í huga minn, þegar jól- in nálgast, sú hátíð barnsins þar sem áfengið á að vera útlægt sem og öll vímuefni önnur. Nútíminn býður því miður upp á ótrúlega skelfileg dæmi um vá vímunnar, þar sem áfengið er mikilvirkasti skaðvaldurinn. Ótrúleg sagði ég, en að betur athuguðu máli þá er öll umfjöllun um áfengið því marki brennd að þar sé um hreinan gleðigjafa að ræða, varla er fjallað um mat af svoköll- uðum matgæðingum að ekki sé mælt með einhverri víntegund, talað er um bjór af ýmsum í fjölmiðlum eins og ekkert sé þar áfengismagnið. Aldrei fylgja þarna öll þau margvíslegu áhrif til óheilla sem áfengið veldur, hvað þá að himinháar kostnaðartölur sam- félagsins séu nefndar á nafn og ógæfa þúsundanna á einn og ann- an veg virðist oftar en ekki víðs fjarri í hugsun svo ótrúlega margra. Ofstæki í garð löglegs vímugjafa gjarnan viðkvæðið þeg- ar naktar staðreyndirnar eru fram í dagsljós dregnar, af hverju er ekki áherzla ykkar á þau ólöglegu er líka sagt, þótt alltaf sé tekið fram að barist sé gegn öllum vímuefnum hvaða nafni sem þau nefnast, aðeins bent á þá óum- deildu staðreynd að einmitt hið löglega vímuefni, áfengið, er sam- kvæmt öllum rannsóknum helzti ógæfuvaldurinn heilsufarslega, helzti dauðavaldurinn m.a.s. Er þá ekki eðlillegt að um leið og varað er við öllum eyðingaröflum vímu- efnanna þá sé bent á mikilvirkasta eyðingarafl mannlegra gilda. Hik- laust gjöri ég svo vitandi stað- reyndirnar. Og svo eru fulltrúar á Alþingi Íslendinga sem eiga þá hugsjón æðsta að auka á bölið, leiða í öndvegi „gróðapungana“ svo vitnað sé til þess mæta manns Matthíasar Bjarnasonar og gamla tilvitnunin úr Biblíunni kemur upp í hugann: „Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki“ og vissara að vera ekki með þá í karl- kyni aðeins, því konur standa þarna einnig að baki hugsjóninni, eflaust til að ekki hallist á um jafnréttið eða hvað, jafnrétti sem annars er óumdeilt og sjálfsagt alls staðar annars staðar. Von að við minnum á jafnrétti kvenna og karla enda erum við í bindind- issamtökunum arftakar Góðtempl- arareglunnar, fyrsta jafnréttis- félagsskaparins á landi hér. Lokaorð mín skulu annars enn einu sinni vera heit hvatning til allra að vanhelga ekki þessa hátíð barnsins og kærleikans með vímu- efnum, hverju nafni sem þau nefn- ast. Er það til of mikils mælst á þessum dimmu desemberdögum að veita vímulausri birtu á dag- ana, og allra helzt þá á hátíð ljóss- ins og lífsins? Gleðileg vímulaus jól. Gleðileg vímulaus jól Eftir Helga Seljan »Konur gera þetta ekki, sagði móðir mín, þær hugsa um börnin sín og gæta þeirra, líka á Þorláks- messu, og það gera flestir feður líka. Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.980 m2 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn Fullt af flottum tilboðum allt fyrir gæludýrin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.