Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Loftnet fyrir innvígða
Aerial
bmnnn
Kammer- og hljómsveitarverk eftir
Önnu Þorvaldsdóttur.
Into – Second Self [2012; 7:39]
fyrir 7 málmblásara og slagverk
(Stefán Jón Bernharðsson horn,
Sigurður Þorbergsson bás. og
Frank Aarnink slagv.). Ró [2013;
10:40] f. fl., bassaklar., píanó,
slagv. og strengjakvartett (CAPUT;
stj.: Guðni Franzson). Aeriality
[2011; 13:33] f. hljómsveit (SÍ; stj.
Ilan Volkov). Tactility [III., I. & II.
þáttur; 2013; 7:38] f. hörpu &
slagv. (Duo Harpwerk). Trajectories
[2013; 14:32] f. píanó & rafhljóð
(Tinna Þorsteinsdóttir og AÞ). Sha-
des of Silence [2012; 7:42] f.
strengjatríó & sembal (Nordic Af-
fect). Upptökur í Sundlaugin stud-
ios, Guðríðarkirkju, Hörpu, Green-
house Studios og hljóðveri RÚVs.
Deutsche Grammophon/Universal
Music Classics/UMG Recordings,
2014. 61:46 mín.
Við lifum á
öld augans. Þó
er ekki allt
sem sýnist.
Svarthvít um-
slagsmynd á
nýútkomnum
diski Önnu
Þorvaldsdóttur sýnir höfundinn í
undarlegu landslagi alsettu steinn-
ibbum er halda mætti náttúru-
gerðar en reyndir leiðsögumenn
kalla túristatúttur, þ.e. nærvist-
arsönnun ferðamanna er viðra
„Kilroy was here“ þörf sína með
því að krota í andlit fjallkonunnar.
Ugglaust tengist plötutitillinn
slíku hópafmynduðu einstaklings-
eðli. Því ef ekki er allt sem sýnist,
er varla heldur allt sem heyrist –
a.m.k. ekki í fyrstu. Þetta er æv-
inlega sanngjörn nálgun þá hlust-
að er á framsækna músík sem leit-
ast við að fara ótroðnar slóðir og
kallar á óbundna viðmiðun. Hún
útheimtir opinn hug; nýtt og
ferskt „loftnet“ ef svo má segja.
Hitt er svo annað mál hvernig til
tekst. Útkoman, alltjent frá bæj-
ardyrum viðtakanda, reynist oft
harla happdrættiskennd. Það er
þó mörgum spennuauki, einkum í
lifandi flutningi á vettvangi eins
og Myrkum músíkdögum eða
Tectonics.
Hér við bætist að Anna skartar
Ph.D. doktorsnafnbót í tónsmíðum
frá San Diego og hlaut tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs 2012.
Þá er útgefandi enginn lakari en
hið gullrenda klassíska plötuforlag
Deutsche Grammophon Gesellsc-
haft (nú í eigu UMG Recordings),
og myndu margir gefa mikið fyrir
það stöðumerki. Væri þetta þrennt
í sjálfu sér ærið til að spana upp
eftirvæntingu, þó ekki séu í
þokkabót tíunduð lofsamleg um-
mæli er fundust á Netinu og veg-
sama m.a. hljóðverkin sem inn-
blásna landslagsmálun.
Það sem við mínum eyrum
blasti var hins vegar miður spenn-
andi. Flutningur var að vísu hinn
fagmannlegasti, upptökur sömu-
leiðis, og skyldi sízt gera lítið úr
gildi ópusanna fyrir segjum kvik-
myndalýsingu á íslenzkri öræfa-
auðn. En sem myndlaus hlust-
upplifun höfðuðu þeir fjarska lítið
til mín. Kæmi mér sömuleiðis á
óvart ef þessi framvindusnauðu
áferðarverk segðu almennum
hlustendum öllu meira, jafnvel
þótt vottað hafi fyrir skáldlegri
andrá í t.d. Tactility. Tíminn var
einfaldlega of lengi að líða, og
styttist því miður hvorki við næstu
né þarnæstu heyrn.
Í góðra vina hópi
Píanóhugleiðingar
bbbnn
Halldór Haraldsson píanó. 13 stutt
verk eftir Gluck, Beethoven, Schu-
mann, Brahms, Chopin, Liszt,
Rachmaninoff, Skrjabin, Debussy,
Ravel og McDowell. Tekin upp í
Sölvhóli, Listaháskóla Íslands, í
júní 2014 af Halldóri Víkingssyni.
Polarfonia, 2014. 53:55 mín.
Verkavalið á diski Halldórs
Haraldssonar er eins ólíkt „Aeri-
al“ og hugsazt getur. Sannkallað
klassískt kon-
fektbox þar
sem hver mol-
inn er öðrum
ljúfari undir
hlust. Segir
hin samein-
andi fyrirsögn allt sem þarf.
Þetta er tónlist sem staðizt hef-
ur tímans tönn. Hún er öllum að-
gengileg og úrvalshlustun fyrir
hverja kyrrðarstund sem gefst,
hvort heldur til einbeitni eða slak-
andi bakgrunns eftir dagsins önn
og amstur. Halldór leikur af
reyndri innlifun þess sem þekkt
hefur verkin alla ævi, þó að flest
séu þau heimskunn og vinsæl eftir
því.
Kunnugleikinn býður þannig séð
upp á samanburð, enda skipta
upptökur frægra píanóvirtúósa
hundruðum. En hvað sem því líður
þá stendur látlaus en persónuleg
túlkun Halldórs vel fyrir sínu. Al-
úð hans er einlæg og smitandi, og
það er fyrir öllu. Ekki spilla held-
ur fyrir fróðleikskorn hans í bækl-
ingi, er anga af náinni þekkingu á
viðfangsefnunum. Bera skrifin,
ásamt innsærri meðferð og vand-
aðri upptöku, viðkunnanlegan
keim af heimilistónleikum í góðra
vina hópi.
Uppmáluð snilld
Umleikis
bbbbn
10 stutt verk fyrir undirleikslausa
fiðlu eftir Unu Sveinbjarnardóttur í
eigin flutningi og útgáfu. Upptökur
fóru fram í Ísafjarðarkirkju í júlí
2012. Unaess, 2014. 47:35 mín.
Splunkunýr einleiksdiskur Unu
Sveinbjarn-
ardóttur á
sennilega met-
ið í íslenzkri
hljóm-
plötusögu
hvað upplýs-
ingafæð varðar. Enginn er bækl-
ingstextinn um lög, tildrög eða að-
stæður, aðeins þakkarlisti til
hinna og þessara fyrir ótilgreinda
aðstoð. Þá gæti varla nema hugs-
anlega „Hvíta albúm“ Bítlanna
skákað þögulli nekt umslags-
myndar, er lýsir fágætri forakt
fyrir sjónkynningarhlið núgildustu
markaðslögmála.
En þá eru megingallar líka upp-
taldir. Restin er uppmáluð snilld
og kom mér satt að segja í opna
skjöldu. Oft spunakenndar hug-
leiðingar Unu – í stíl sem stundum
mætti kenna við e.k. „postbarokk“
(Bach- og Biber-áhrif eru þá ekki
langt undan) eða nýklassík, er tók
sem kunnugt fyrirmyndir sínar
frekar frá barokkinu en klass-
íkinni – þora að vera sáraeinfaldar
á ytra borði.
En einfaldleikinn leynir á sér.
Nýtt, fornt og þar í millum
Yfirlit yfir nýjar íslenskar klassískar plötur
Ríkarður Ö. Pálsson vindsvelgur@gmail.com
Morgunblaðið/Kristinn
Öræfaauðn „Tíminn var einfaldlega of lengi að líða, og styttist því miður
hvorki við næstu né þarnæstu heyrn,“ segir um disk Önnu Þorvaldsdóttur.
Fiðluhugleiðingar „Restin er uppmáluð snilld og kom mér satt að segja í
opna skjöldu,“ segir m.a. í rýni um disk Unu Sveinbjarnardóttur.
» Skálmaldarmennglöddu aðdáendur
sína í Kringlunni um
helgina og árituðu diska,
plötur, boli og hvað annað
sem fólk mætti með.
Stutt er síðan Skál-
maldarmenn komu til
landsins eftir margra
vikna vel heppnað tón-
leikaferðalag um Evrópu.
Skálmaldarmenn árita Með vættum
Skálmöld Þráinn Árni Baldvinsson, Jón Geir Jóhannsson, Baldur Ragn-
arsson, Snæbjörn Ragnarsson, Gunnar Ben og Björgvin Sigurðsson.
Aðdáandi Það gladdi þessa ungu
snót að hitta hljómsveitarmeðlimi.
Morgunblaðið/Golli
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti