Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Minnst sex létu lífið og sjö slösuðust við Millennium-hótelið við George- torg í Glasgow í gær þegar sorp- flutningabíl var ekið á fótgangandi fólk í miðborginni. Sjónarvottar sögðu að bílstjórinn hefði hallast fram yfir stýrið, líklega meðvitund- arlaus og töldu að hann hefði ef til vill fengið hjartaáfall. Talsmaður skosku lögreglunnar sagði að ekkert benti til þess að um vísvitandi árás hefði verið að ræða. Talsmaður lögreglunnar, Stewart Carle, sagði ljóst að margir yrðu skelkaðir þegar atburðir af þessu tagi gerðust. „Þetta er hræðilegur atburður en sem stendur álítum við ekki að neitt skuggalegt hafi verið að baki slysinu,“ sagði Carle. Nýlega ók hryðjuverkamaður í Frakklandi af ásettu ráði á vegfarendur og varð nokkrum að bana. Liðsmenn sjúkrabíla í Glasgow reyndu eftir mætti að bjarga lífi þeirra sem slösuðust og hófu þegar aðgerðir á staðnum. „Það var verið að hjálpa fólki, sumir börðust fyrir lífinu á gangstéttinni og rétt hjá stóð fólk sem var í innkaupaleiðangri,“ sagði einn sjónarvottanna, Janey Godley, í samtali við fréttamann BBC. Öllum götum í grenndinni var lokað og fólki ráðlagt að halda sig fjarri torginu. kjon@mbl.is Mannskætt slys í jólaösinni Óttast árásir » Vaxandi ótti er í Evr- ópulöndum við árásir ein- staklinga sem vilja taka þannig þátt í baráttu íslamista við vestrænar þjóðir. » Skýrt var frá því í Frakklandi í gær að ökumaður hefði slas- að 10 manns á jólamarkaði í Nantes. Síðan stakk maðurinn sig níu sinnum með hnífi. Málið tengist ekki trúarofstæki. Hugrakkur maður í jólasveinabún- ingi hangir hér í köplum svifvagns sem notaður er í Yueyang í hér- aðinu Hunan í Kína og afhendir gjafir. Jólunum er víða fagnað í Kína þótt guðleysi sé hampað. AFP Sveinki ekki lofthræddur Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kínversk stjórnvöld fordæmdu í gær allar netárásir en sögðu engar sannanir vera fyrir því að Norður- Kóreumenn hefðu staðið á bak við árásina á afþreyingarfyrirtækið Sony í Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Peking, Hua Chunying, minntist ekki á beiðni Bandaríkjamanna um aðstoð Kínverja við að finna hakkarana sem gerðu árásina. En hann sagði að kanna yrði allar staðreyndir áður en menn kvæðu um dóm. Hakkararnir sögðust hafa gripið til aðgerða vegna nýrrar gaman- myndar þar sem lýst er morðtilraun við Kim Jong-un, leiðtoga N-Kóreu, einnig er gert mikið gys að honum. Þeir hótuðu hryðjuverkum ef mynd- in færi í almenna dreifingu og hættu þá bandarísk bíóhús við að sýna myndina. Sony kannar nú leið- ir til að gefa hana út á netinu. Sérfræðingur í netárásum segir að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi gert út mikið lið sem annist net- árásir. Aðrir efast um að N-Kór- eumenn ráði yfir nægilegri þekk- ingu til að stunda árásir eins og Sony varð fyrir. En afar erfitt mun vera að sannreyna hverjir séu á bak við netárásir. Norður-Kóreumenn hafa hótað að svara með ótilgreindum aðgerð- um ef Barack Obama Bandaríkja- forseti refsi þeim fyrir árásina, t.d. með því að setja ríkið á lista yfir lönd sem styðji hryðjuverkamenn. Í gærkvöldi hófst fundur í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna þar sem búist var við harkalegri gagnrýni á Norður-Kóreu vegna mannréttinda- brota. Hugsanlegt er að stjórn Kims verði kærð hjá Alþjóðaglæpa- dómstólnum í Haag. Kína fordæmir allar netárásir  Vilja fá traustar sannanir fyrir sekt Norður-Kóreumanna í Sony-málinu Mannréttindabrot » Nefnd á vegum SÞ gerði á árinu skýrslu um skelfileg mannréttindabrot ráðamanna í Norður-Kóreu. » Stuðst var m.a. við frásagnir flóttamanna. Þeir sögðu frá þrælkunarbúðum og aftökum fólks sem grunað væri um and- stöðu við einræðisstjórnina. » Sagt var að brotin ættu sér enga hliðstæðu í nútímanum. Barack Obama Kim Jong-un 19.950,- stk. Opið í kvöld til 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.