Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Já, það er tekið að halla und-an fæti. Komið haust í lúinbein, eins og sagt er. Enandinn er alltaf reiðubú- inn.“ Þannig kemst sögumaður að orði undir lok bókar (bls. 269), ekki lífsþreyttur, en elli sækir að; hann er mikið einn. Hugurinn er hins vegar óbugaður og leitar um víðan völl. Löngum stundum hefur drengurinn orðið, einkum í fyrri hluta bókar, fullorð- inn maður rifj- ar upp bernsku sína og hún er ljúfsár. Ýmsir koma við sögu, fjöl- skyldan ekki nafngreind og þar eru viðkvæm mál á baugi. Strákar úr Vesturbænum eru áberandi, ekki síst Jósep sem seinna varð sægreifi og Björn athafnaskáld; báðir hafa þeir áhuga á bók- menntum, Einar Ben og Jón Trausti eru þeirra menn. Hér er vitnað í fjölmarga meistara orðs- ins, heimspekinga, skáld, trúboða og ærir óstöðugan að nefna þá alla, en er til vitnis um hvað sögu- maður er enn iðinn við kolann að kynna sér nýjabrumið. Hann fjallar um manninn í náttúrunni, eðli manns og moldar en einmitt maðurinn er versti óvinur um- hverfisins; hann skrifar um vél- menni sem senn taka völdin, sagt er frá ferðalögum. Hernám Breta í seinna stríði er skoðað með aug- um drengsins. og sem eins konar intermessó er kostulegt viðtal við Stefán frá Möðrudal. „Það er und- ur og ósköp hvað Íslendingar hafa efni á að fara illa með veggpláss“ segir Stefán (123) – hann málaði ófáa fermetra á sinni tíð. Víða er skotið inn ljóðum, bæði frum- sömdum og þýddum. Matthías metur gömul gildi, hann vitnar oft í blaðamennskuferil og ritstjórn og er stundum kaldhæðinn í mati sínu á samtíðinni: „Mér er sagt að ekkja Jóseps hafi séð nýjan glæsi- jeppa í miðbænum og orðið svo hrifin að hún hafði samband við umboðið samdægurs og keypti sér sams konar jeppa sem sómdi gam- alli sægreifaekkju. Þannig heldur lífið áfram í allri sinni dýrð; allri sinni hégómlegu dýrð.“ (114) Stíllinn er víða ljóðrænn: „Í dag er grámygla úti. Alskýjað regn- teppi liggur yfir borginni, samt rignir ekki. Hugur minn tekur lit af veðrinu, ég er í gráu skapi. Ég er eiginlega hálfdapur“ (37). „Ég hélt áfram inn í grasloðna hug- mynd um þetta stórbrotna um- hverfi þar sem hvítur vængur jök- ulsins leikur við bláan himin“ (174). Kaflaheiti að sama skapi ljóðræn og sum hnyttin: Við tjald- skör tímans, Göngudeild hugbún- aðarins, Vötn tímans. Sögumaður er oft einn, það blasir víða við: „Ég sit hér heldur einmana við dagbókina og leita uppi liðna daga, eða á ég frekar að segja liðnar hugsanir sem á mig hafa sótt?“ (227) Hann er líka far- inn að reskjast eins og upphafs- orðin hér að framan bera vitni um og síðan þetta: „Það er tekið að halla undan fæti. Ég er farinn að gamlast. Ég er stirður. Samt geng ég mikið“ (265). Hann ætlar að láta brenna sig eftir að hann stíg- ur hið dimma fet og vill helst að askan fjúki út í veðrið. Hugleið- ingar sögumanns á gönguferðum sínum eru hugþekkar; fuglar syngja, kötturinn í kirkjugarð- inum fær ádrepu, maður og nátt- úra verða eitt með fallegum hætti. Sögumaður er sáttur við sig, en ekki einsemdina. Drengurinn hefur orðið í bestu köflum þessarar sögu. Minningar hans úr uppvextinum eru hóf- stilltar og söknuður blundar þar bak við línurnar, skilnaður for- eldranna. Stríðsbrölt í Reykjavík lifnar fyrir sjónum lesenda séð með barnsaugum; sælgætið flóir. Manndómsvígsla á Brúarfossi er minnisstæð. Jósep og Björn þekja margar blaðsíður, Sesselja spá- kona kom svo allt í einu eins og andi úr glasi, flámælt og dularfull. Sögur úr Vesturbænum koma víða við. Matthías hefur glæsitök á máli en bestu kaflar bókarinnar lýsa drengnum, athöfnum hans og hugrenningum og hvernig hann breyttist í mann. Morgunblaðið/Kristinn Skáld „Matthías hefur glæsitök á máli en bestu kaflar bókarinnar lýsa drengn- um, athöfnum hans og hugrenningum og hvernig hann breyttist í mann.“ Skáldsaga Sögur úr Vesturbænum bbbnn Eftir Matthías Johannesson. Sæmundur, 2014. Skáldsaga, kilja, 275 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Fuglasöngur tilverunnar – með morgunnkaffinu LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir í jólapakkann á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- GÓÐGERÐASTOFNUN KENNETH COLE HEFUR Í 30 ÁR SKULBUNDIÐ SIG AÐ STYÐJA ÞÁ SEM ÞURFA AÐSTOÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.