Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn Flugfélags Íslands voru í gær í óða- önn að koma jólapökkum, -pósti og matvöru um borð í eina af vélum félagsins sem svo flutti varn- inginn til Kulusuk á Grænlandi, en um er að ræða sendingu frá ástvinum sem búsettir eru í Danmörku. Vigfús Vigfússon, deildarstjóri hjá Flugfélagi Íslands, segir stóran hluta sending- arinnar halda svo áfram með þyrlu til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur-Grænlands. „Við erum alltaf að keppast við að koma þessu á leiðarenda. Það er því ánægjulegt þegar vel gengur og síðasta vél fer á tíma án þess að eitthvað verði eftir á Ís- landi,“ segir Vigfús og bendir á að um tvö tonn af jólavarningi hafi farið frá Reykjavíkur- flugvelli til Kulusuk fyrir síðustu helgi. Pakkar og kveðjur frá ástvinum í Danmörku Morgunblaðið/RAX Síðasta vél Flugfélags Íslands til Kulusuk fyrir jólin fór frá Reykjavíkurflugvelli í gær Andri Karl andri@mbl.is Alls óvíst er hvert framhald Al- Thani-málsins svonefnda verður eftir að í ljós hefur komið að sér- fróður meðdómandi í fjölskipuðum héraðsdómi átti persónulega og í gegnum fyrirtæki sín í umfangs- miklum lánaviðskiptum við Kaup- þing banka og Sparisjóð Reykjavík- ur og nágrennis. Til aðalmeðferðar á ný? Hæstaréttar er að meta hvort ómerkja beri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísa málinu til aðal- meðferðar og dómsálagningar á ný. Í Al-Thani-málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eig- andi Kaupþings, ákærðir fyrir um- boðssvik og hlutdeild í umboðss- vikum. Héraðsdómur sakfelldi þá alla og dæmdi í þriggja til fimm og hálfs árs fangelsisvist. Efast um hæfi Magnúsar Samkvæmt dagskrá Hæstaréttar stóð til að málflutningur færi fram 26. og 27. janúar næstkomandi. Sú dagskrá kann að raskast í ljósi þess að rétturinn fékk þær upplýsingar að einn þriggja dómara í málinu, endurskoðandinn Magnús G. Bene- diktsson, átti í umfangsmiklum lánaviðskiptum, meðal annars við Kaupþing banka. Tvö fyrirtæki sem hann tengist náið voru tekin til gjaldþrotaskipta snemma árs 2013 og síðastliðið vor. Ekkert fékkst upp í kröfur annars félagsins og er skiptum á hinu ekki lokið. Skuldir þess síðarnefnda námu 1,3 milljörðum króna í árslok 2012 og var eigið fé neikvætt um 650 milljónir króna. Meðal krafna í félögin eru kröfur sem upphaflega voru í eigu Kaupþings banka og Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Umrædd fyrirtæki fóru illa út úr efnahagshruninu haustið 2008 og bæði sökum þess og þar sem sakarefni Al-Thani-málsins lýtur að viðskiptum Kaupþings banka hefur spurning verið sett við hæfi Magn- úsar til að dæma í málinu. Skýrist í janúar Samkvæmt heimildum mbl.is hef- ur Hæstiréttur til skoðunar hvort rétt sé að boða til málflutnings um formhlið málsins eingöngu vegna þessara nýju upplýsinga en telji rétturinn að Magnús hafi verið van- hæfur til að taka sæti í dómnum kemur vart annað til greina en að ómerkja niðurstöðu héraðsdóms. Reikna má með því að afdrif Al- Thani-málsins skýrist fyrri hluta næsta mánaðar. Al-Thani-dómur í óvissu  Hæstiréttur metur hvort ómerkja eigi dóm í Al-Thani-málinu Sérfróður dómari átti í umfangsmiklum lánaviðskiptum við Kaupþing banka og sparisjóðinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tveimur fundum samninganefnda lækna og skurðlækna við samninga- nefnd ríkisins lauk í gær án árang- urs. Boðað hefur verið til fundar í launadeilu lækna 29. desember næstkomandi og hjá skurðlæknum hinn 30. desember. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að fund- urinn í gær hafi verið langur. „Okkur þykir þetta ganga frekar hægt og í okkar huga er alls óvíst hvort þetta muni ganga. Við getum orðað það þannig að það sé ekki mikil bjart- sýni. En það er í það minnsta búið að boða til annars fundar,“ segir Þor- björn. Ef ekki semst munu umfangs- meiri verkfallsaðgerðir en þær sem gripið var til frá október til desem- ber hefjast 5. janúar næstkomandi. Fundur samninganefnda Skurð- læknafélags Íslands og ríkisins í gær var um tveggja tíma langur. „Það var ekkert nýtt lagt fram í dag (í gær),“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlækna- félags Íslands. Hann segir þungt hljóð í samningamönnum félagsins. „Við erum búin að vera með lausa samninga frá því í febrúar og þetta var þrítugasti fundurinn með samn- inganefnd ríkisins. Lítið hefur þok- ast,“ segir Helgi. Ef samningar nást ekki munu skurðlæknar hefja verk- fallsaðgerðir að nýju hinn 12. janúar næstkomandi. „Það er ömurlegt til þess að hugsa að fara með þetta á bakinu inn í nýtt ár,“ segir Helgi. Síðustu samningafundir fyrir jól árangurslausir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttasemjari Fundað var tvívegis hjá sáttasemjara í gær.  Boða fundi 29. og 30. desember Frá og með deg- inum í dag verður hægt að sam- þykkja lækkun höfuðstóls íbúða- lána vegna að- gerða ríkisstjórn- arinnar, en sendur verður tölvupóstur á þá sem rétt eiga á leiðréttingu þeg- ar opnað verður fyrir staðfest- inguna. „Þá sést hvert leiðréttingunni verður ráðstafað og í kjölfarið getur fólk samþykkt ráðstöfunina,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, verk- efnastjóri höfuðstólslækkunarinnar, í samtali við mbl.is í gær. Að nokkrum dögum liðnum getur fólk svo séð áhrif lækkunarinnar í heimabönkum sínum eða inni á vef- síðunni Leidretting.is. „Svo á næsta greiðsluseðli, eftir að búið er að færa þetta inn, sér það hvernig greiðslubyrðin lækkar,“ sagði Tryggvi Þór ennfremur. Staðfesta má lækk- un í dag Tryggvi Þór Herbertsson  Áhrifin brátt sýni- leg í heimabönkum Minnstu mátti muna að illa færi þeg- ar flutningabíll frá Póstinum fór út af veginum undir Grænafelli á Fjarðarheiði í gærkvöldi. Bíllinn endaði þversum á veginum og hluti hans utan vegar. Að sögn vegfaranda sem kom að þurfti að loka veginum í um klukkustund vegna þessa. Lítil röð myndaðist þar sem fáir voru á ferli. Þungavinnuvél frá Vegagerðinni dró bílinn aftur á veginn. Mjög mikil hálka var á þess- um slóðum og ekki búið að salta eða sanda heiðina. Engin meiðsl urðu á fólki. vidar@mbl.is Póstbíll utan vegar í hálku Ljósmynd/Valtýr Aron Pósturinn Mikil hálka var á Fjarð- arheiði í gærkvöldi er óhappið varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.