Morgunblaðið - 23.12.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn Flugfélags Íslands voru í gær í óða- önn að koma jólapökkum, -pósti og matvöru um borð í eina af vélum félagsins sem svo flutti varn- inginn til Kulusuk á Grænlandi, en um er að ræða sendingu frá ástvinum sem búsettir eru í Danmörku. Vigfús Vigfússon, deildarstjóri hjá Flugfélagi Íslands, segir stóran hluta sending- arinnar halda svo áfram með þyrlu til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur-Grænlands. „Við erum alltaf að keppast við að koma þessu á leiðarenda. Það er því ánægjulegt þegar vel gengur og síðasta vél fer á tíma án þess að eitthvað verði eftir á Ís- landi,“ segir Vigfús og bendir á að um tvö tonn af jólavarningi hafi farið frá Reykjavíkur- flugvelli til Kulusuk fyrir síðustu helgi. Pakkar og kveðjur frá ástvinum í Danmörku Morgunblaðið/RAX Síðasta vél Flugfélags Íslands til Kulusuk fyrir jólin fór frá Reykjavíkurflugvelli í gær Andri Karl andri@mbl.is Alls óvíst er hvert framhald Al- Thani-málsins svonefnda verður eftir að í ljós hefur komið að sér- fróður meðdómandi í fjölskipuðum héraðsdómi átti persónulega og í gegnum fyrirtæki sín í umfangs- miklum lánaviðskiptum við Kaup- þing banka og Sparisjóð Reykjavík- ur og nágrennis. Til aðalmeðferðar á ný? Hæstaréttar er að meta hvort ómerkja beri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísa málinu til aðal- meðferðar og dómsálagningar á ný. Í Al-Thani-málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eig- andi Kaupþings, ákærðir fyrir um- boðssvik og hlutdeild í umboðss- vikum. Héraðsdómur sakfelldi þá alla og dæmdi í þriggja til fimm og hálfs árs fangelsisvist. Efast um hæfi Magnúsar Samkvæmt dagskrá Hæstaréttar stóð til að málflutningur færi fram 26. og 27. janúar næstkomandi. Sú dagskrá kann að raskast í ljósi þess að rétturinn fékk þær upplýsingar að einn þriggja dómara í málinu, endurskoðandinn Magnús G. Bene- diktsson, átti í umfangsmiklum lánaviðskiptum, meðal annars við Kaupþing banka. Tvö fyrirtæki sem hann tengist náið voru tekin til gjaldþrotaskipta snemma árs 2013 og síðastliðið vor. Ekkert fékkst upp í kröfur annars félagsins og er skiptum á hinu ekki lokið. Skuldir þess síðarnefnda námu 1,3 milljörðum króna í árslok 2012 og var eigið fé neikvætt um 650 milljónir króna. Meðal krafna í félögin eru kröfur sem upphaflega voru í eigu Kaupþings banka og Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Umrædd fyrirtæki fóru illa út úr efnahagshruninu haustið 2008 og bæði sökum þess og þar sem sakarefni Al-Thani-málsins lýtur að viðskiptum Kaupþings banka hefur spurning verið sett við hæfi Magn- úsar til að dæma í málinu. Skýrist í janúar Samkvæmt heimildum mbl.is hef- ur Hæstiréttur til skoðunar hvort rétt sé að boða til málflutnings um formhlið málsins eingöngu vegna þessara nýju upplýsinga en telji rétturinn að Magnús hafi verið van- hæfur til að taka sæti í dómnum kemur vart annað til greina en að ómerkja niðurstöðu héraðsdóms. Reikna má með því að afdrif Al- Thani-málsins skýrist fyrri hluta næsta mánaðar. Al-Thani-dómur í óvissu  Hæstiréttur metur hvort ómerkja eigi dóm í Al-Thani-málinu Sérfróður dómari átti í umfangsmiklum lánaviðskiptum við Kaupþing banka og sparisjóðinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tveimur fundum samninganefnda lækna og skurðlækna við samninga- nefnd ríkisins lauk í gær án árang- urs. Boðað hefur verið til fundar í launadeilu lækna 29. desember næstkomandi og hjá skurðlæknum hinn 30. desember. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að fund- urinn í gær hafi verið langur. „Okkur þykir þetta ganga frekar hægt og í okkar huga er alls óvíst hvort þetta muni ganga. Við getum orðað það þannig að það sé ekki mikil bjart- sýni. En það er í það minnsta búið að boða til annars fundar,“ segir Þor- björn. Ef ekki semst munu umfangs- meiri verkfallsaðgerðir en þær sem gripið var til frá október til desem- ber hefjast 5. janúar næstkomandi. Fundur samninganefnda Skurð- læknafélags Íslands og ríkisins í gær var um tveggja tíma langur. „Það var ekkert nýtt lagt fram í dag (í gær),“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlækna- félags Íslands. Hann segir þungt hljóð í samningamönnum félagsins. „Við erum búin að vera með lausa samninga frá því í febrúar og þetta var þrítugasti fundurinn með samn- inganefnd ríkisins. Lítið hefur þok- ast,“ segir Helgi. Ef samningar nást ekki munu skurðlæknar hefja verk- fallsaðgerðir að nýju hinn 12. janúar næstkomandi. „Það er ömurlegt til þess að hugsa að fara með þetta á bakinu inn í nýtt ár,“ segir Helgi. Síðustu samningafundir fyrir jól árangurslausir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttasemjari Fundað var tvívegis hjá sáttasemjara í gær.  Boða fundi 29. og 30. desember Frá og með deg- inum í dag verður hægt að sam- þykkja lækkun höfuðstóls íbúða- lána vegna að- gerða ríkisstjórn- arinnar, en sendur verður tölvupóstur á þá sem rétt eiga á leiðréttingu þeg- ar opnað verður fyrir staðfest- inguna. „Þá sést hvert leiðréttingunni verður ráðstafað og í kjölfarið getur fólk samþykkt ráðstöfunina,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, verk- efnastjóri höfuðstólslækkunarinnar, í samtali við mbl.is í gær. Að nokkrum dögum liðnum getur fólk svo séð áhrif lækkunarinnar í heimabönkum sínum eða inni á vef- síðunni Leidretting.is. „Svo á næsta greiðsluseðli, eftir að búið er að færa þetta inn, sér það hvernig greiðslubyrðin lækkar,“ sagði Tryggvi Þór ennfremur. Staðfesta má lækk- un í dag Tryggvi Þór Herbertsson  Áhrifin brátt sýni- leg í heimabönkum Minnstu mátti muna að illa færi þeg- ar flutningabíll frá Póstinum fór út af veginum undir Grænafelli á Fjarðarheiði í gærkvöldi. Bíllinn endaði þversum á veginum og hluti hans utan vegar. Að sögn vegfaranda sem kom að þurfti að loka veginum í um klukkustund vegna þessa. Lítil röð myndaðist þar sem fáir voru á ferli. Þungavinnuvél frá Vegagerðinni dró bílinn aftur á veginn. Mjög mikil hálka var á þess- um slóðum og ekki búið að salta eða sanda heiðina. Engin meiðsl urðu á fólki. vidar@mbl.is Póstbíll utan vegar í hálku Ljósmynd/Valtýr Aron Pósturinn Mikil hálka var á Fjarð- arheiði í gærkvöldi er óhappið varð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.