Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 » Bubbi Morthens hef-ur haldið Þorláks- messutónleika í 29 ár og hélt eina slíka í Hofi á Akureyri í fyrrakvöld. Í kvöld heldur Bubbi tón- leika í Eldborg í Hörpu kl. 22 og er uppselt á þá. Bubbi mun m.a. flytja lög eftir sig sem hafa lít- ið heyrst. Þorláksmessutónleikar Bubba Hátíðlegt Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum í menningar- húsinu Hofi á Akureyri í fyrradag. Bubbi hefur haldið slíka tónleika í 29 ár. Í Hofi Ragnheiður Runólfsdóttir og Lísa Björk Gunnarsdóttir fóru á tónleika Bubba Morthens í Hofi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Mannakorn hafa fyrir löngu sungið sig inn í þjóðarsálina og má ætla að plötur þeirra sé að finna á fjölda heimila um allt land. Í ár eru liðin 40 ár síðan hljómsveitin kom fyrst saman og hafa spilarar komið og farið úr bandinu á þeim tíma en fé- lagarnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson hafa frá fyrstu tíð myndað kjarna Mannakorna og gera það enn. Þeir eru hvergi hætti að sögn Magnúsar en nýja platan, sem nefnist Í núinu, er sú tíunda sem hljómsveitin sendir frá sér og ekki sú síðasta ef Magnús fær ein- hverju ráðið. „Aðdragandinn að plötu þarf ekki að vera langur en við ákváðum snemma í sumar að gefa út þessa enda átti ég eitthvað af lögum sem mig var farið að langa að gefa út.“ Ekkert fer fram hjá Pálma Magnús segist reyna að semja lög jafnóðum og vill þá ekki geyma þau á lager. „Mér hefur alltaf þótt gaman að semja lög og vil gefa þau út jafnharðan. Þau gagnast fáum í stafla inn í skáp.“ Textann segir hann geta komið hvenær sem er og fari allt eftir þeim aðstæðum sem hann er í hverju sinni og þeim til- finningum sem flæði á því augna- bliki. „Sumir textar eins og í laginu „Einskisvert“ eru ádeilur meðan aðrir eru léttari. Þá reglu reyni ég samt að halda að hafa texta ekki grimma, slíkir textar eldast illa.“ Þrátt fyrir 40 ára samstarf með Pálma segist Magnús ekki semja texta með öðrum. „Yfirleitt sem ég lögin mín sjálfur en ég hef samið í samstarfi við aðra eins og KK en það gerist ekki oft. Pálmi er hins vegar sían sem allt þarf að fara í gegnum og ekkert kemst inn á plötu nema með hans samþykki.“ Margt breyst á 40 árum Í þau 40 ár sem Magnús hefur spilað og sungið með Mannakorn- um hefur tæknin tekið miklum framförum og útgáfa á tónlist er ekki eins og hún var. Magnús segir tæknina ekki þurfa að vera til traf- ala en hún hafi án nokkurs vafa breytt tónlistarheiminum. „Það er orðið auðveldar fyrir fólk að gefa út efni og það getur jafnvel orðið gefið út lög með símanum sínum, sem verður öflugri með hverju árinu. Það tekur nokkuð frá tón- listinni en mér finnst mikill munur á því að hlusta á lag sem gefið er út á vínil og lag sem er eingöngu gef- ið út á stafrænu formi. Gæðin á vínilnum eru miklu meiri að mínu mati og skýrir það endurkomu vín- ilsins,“ segir Magnús. Ekki er þó allt tapað með tækninni og hún getur verið bandamaður sem fjandmaður tón- listarmannsins. Mestu skiptir þó að sögn Magnúsar að fólk njóti þess að hlusta á tónlist og haldi áfram að kaupa þá tónlist sem höfðar til þess. „Annaðhvort finnst okkur eitthvað skemmtilegt eða leið- inlegt, hvort sem er þá skiptir mestu að fólk finni sitt form til að hlusta á tónlistina og greiði fyrir hana.“ Morgunblaðið/Ómar Vinátta Félagarnir Pálmi Gunn- arsson og Magnús Eiríksson. Mannakorn í núinu eftir 40 ár  Ádeila í bland við létta texta Systurnar Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Sam- úelsdætur deila hvoru tveggja áhuga sínum og ástríðu á tónlist og knattspyrnu en þær hafa skarað fram úr á báð- um sviðum. Það má því halda því fram að samband þeirra systra sé einstakt en Greta vill þó ekki meina að þær séu frábrugðnar öðrum systrum. „Við erum mjög ólíkar en eigum alltaf fótboltann og tónlistina hvor með annarri. Æfðum okkur að sparka í bolta saman úti í garði og sungum svo með græjunum sem Hólmfríður fékk í fermingargjöf. Ætli við séum ekki bara ósköp venjulegar systur,“ segir Greta um samband systranna en hún og Hólmfríður gáfu nýlega út sína fyrstu plötu, SamSam. Tónlistin tók við af fótboltanum Fótboltinn tók völdin strax á unglingsárum enda efni- legar frá unga aldri í boltaíþróttinni. Í dag eru skórnir komnir á hilluna og segir Greta að rykið verði ekki dust- að af þeim úr þessu, nú sé kominn tími til að hlusta á lík- amann og gefa öðrum færi á að spreyta sig á vellinum. „Við lögðum báðar skóna á hilluna af svipuðum ástæðum. Líkaminn var búinn að fá að þola nóg af meiðslum,“ segir Greta í léttum tón en hún spilaði með öllum unglinga- landsliðum Íslands og A-landsliðinu, líkt og systir henn- ar Hólmfríður en þær komu báðar upp úr uppeldisstarfi Breiðabliks, eins og svo margt efnilegt knattspyrnufólk. Tónlistin fylgdi þeim þó alltaf og er nú í aðalhlutverki. „Þegar lagið Ó María kom út árið 2006 var ég bara 18 ára og á fullu í fótboltanum og það var einfaldlega of mikið að fara á fullt í tónlistina á þeim tíma.“ Hún viðurkennir þó að hafa verið smásmeyk að hætta í fótboltanum enda þekkt fátt annað en að gefa sig alla í fótboltann. „Tónlist- in auðveldaði mér að hætta í fótboltanum og gott að geta gefið mig alla í hana í dag.“ Frjáls og náttúruleg tónlist Hólmfríður er lagahöfundur plötunnar SamSam en hún hefur ekki klassíska menntun í tónlist, líkt og ætla mætti þegar hlustað er á tónlistina hennar. Hæfileikann segir hún vera ósköp náttúrulegan. „Ég fann það snemma að tónlist ætti vel við mig og ég ætti auðvelt með að tileinka mér tónlistina. Ég get t.d. spilað flest lög á píanó en hef aldrei getað spilað eftir nótum,“ segir Hólmfríður og tilhugsunin að skilgreina tónlistina um of og njörva hana niður í fræði segir hún að hræði sig. „Mér finnst það taka allan sjarma af lagasmíði og tónlist að ekki sé hægt að semja lag nema þekkja öll fræðin.“ Lagasmíði sinnir Hólmfríður heima hjá sér en segist þó finna tón eða tvo í bílnum. „Ég elska að semja lög og þau koma stundum til mín í bílnum. Fyrir mér er laga- smíði ekki vinna heldur áhugamál enda sem ég lög með- fram fullri vinnu sem kennari.“ Textasmíði nálgast hún með öðrum hætti og leggur áherslu á að lögin hafi þýð- ingu „Mér finnst mikilvægt að semja texta með innihaldi, texta sem segir sögu sem fólk getur upplifað sig inn í. Þannig reyni ég að hafa textann í lögunum almennan svo allir geti tekið hann til sín og fundið sína sögu í honum.“ Ólíkt lagasmíðinni kemur textasmíðin ekki jafn auðveld- lega til Hólmfríðar og útilokar hún ekki að láta aðra um textasmíðina í framtíðinni. „Ég er mjög ánægð með text- ana mína en það er mikil vinna í þeim og ég í fullu starfi sem kennari. Ég hef því ekki útilokað það að láta texta- smíðina í hendur annarra.“ Hljómsveitin og samstarfið Líkt og inni á knattspyrnuvellinum hafa systurnar tamið sér fagmennsku í tónlistinni. Undirleikurinn á diskinum er því allur frá fagmönnum að sögn Hólm- fríðar. „Þó að ég geti samið lögin finnst mér mikilvægt að fá fagmenn til að spila þau. Ég geri miklar kröfur og sökum þess að lögin eru samin á píanó vildi ég fá góðan píanóleikara. Við vorum því mjög heppnar að fá Guð- mund Reyni Gunnarsson, fótboltakappann úr Vest- urbænum, með okkur en honum tókst að framkvæma ná- kvæmlega það sem við vorum að hugsa.“ Steinþór Guðjónsson bassaleikari, Marinó Geir Lilliendahl trommuleikari og Fannar Freyr Magnússon gítarleikari komu allir að gerð plötunnar og spila með þeim systrum og segir Hólmfríður samstarfið hafa gengið eins og í sögu. vilhjalmur@mbl.is Náttúrulegir tónlistar- menn og afrekskonur Söngelskar Systurnar Hólmfríður Ósk og Gréta Mjöll.  SamSam systur gefa út sinn fyrsta geisladisk Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.