Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþjóðaknatt-spyrnu-sambandið, FIFA, hefur haft á sér það orð í gegn- um tíðina að vera ekki barnanna best, þegar kemur að því að viðhalda ímynd íþrótt- arinnar. Spilling, peninga- þvætti og mútumál hafa loðað við samtökin, ekki síst í tengslum við úthlutun sam- bandsins á staðsetningu Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu karla árin 2018 og 2022. Sem kunnugt er hrepptu Rússar og Katarbúar hnossið, og hafa æ síðan heyrst háværar raddir, ekki síst í síðarnefnda tilvikinu, um að mútuþægni hafi ráðið niðurstöðunni. Forsvarsmenn FIFA vildu greinilega hreinsa sig af ávirð- ingunum, og réðu því Michael Garcia, kunnan bandarískan lögfræðing, til þess að vinna skýrslu um vinnubrögðin við kosninguna sem réð því að Rússland og Katar urðu að næstu gistiríkjum HM. Garcia skilaði af sér 430 síðna plaggi og FIFA birti síðan útdrátt úr því. Helstu niðurstöður sam- kvæmt útdrættinum voru þær, að ólíkt því sem haldið hafði verið fram, voru Englendingar hengdir í hæsta gálga, en Kat- arbúar birtust sem hvítþvegnir englar, hreinsaðir af öllum áburði. Sú niðurstaða virðist þó hafa ver- ið eitthvað broguð, því að Garcia mót- mælti undireins og sagði útdráttinn ekki gefa rétta mynd af skýrsl- unni. Í framhaldinu sagði hann síðan af sér öllum tengslum við FIFA með harðorðu bréfi, þar sem hann sagði samtökin ófær um að taka á spillingu innan sinna raða. Sagði hann jafn- framt að samtökin skorti alla forystu. Þær kröfur hafa því orðið háværari að skýrsla Garcia verði birt í heild sinni, og sagði Sepp Blatter, formað- ur FIFA, að það yrði gert, eftir að búið væri að fjarlægja allar persónuupplýsingar úr henni. Því miður er orðstír FIFA ekki betri en svo, að knatt- spyrnuspekúlantar taka með öllum fyrirvörum orðum Blat- ters um að skýrslan verði birt í heild sinni. Er óttast að enn verði reynt að hvítþvo það ferli sem endaði með því að ein helsta íþróttakeppni heims er á leiðinni til Katar, eins af þeim ríkjum heims sem hvað verst er fallið til að spila knattspyrnu í. Málið allt í kringum skýrsluna bendir því til, að þess verði enn langt að bíða að spillingin innan Alþjóðaknattspyrnusambands- ins verði upprætt. Meðhöndlun skýrslu um meinta spillingu í alþjóðlegu knatt- spyrnunni stefnir í nýtt hneyksli} Feluleikur skaðar FIFA Þeir í Hollywoodgera bíómynd- ir fyrir heiminn og hafa gert mönnum glaðan dag og grætt vel í leiðinni, þótt fáar kvik- myndir þaðan þoli meira en eitt áhorf frá hverjum og einum. Nú er sú mynd frægust sem Hollywood þorði ekki að sýna. Þeir sem náðu að gægjast í framleiðsluna segja hana undir- málsmynd og í lakari kanti slíkra. En óvænta frægð sína hlaut hún ósýnd, þar sem hún snerist um banatilræði við nú- verandi leiðtoga Norður-Kóreu og sá frétti af því að myndin væri væntanleg. Allir vita að Kim Jong Un er elskaður, dáður og virtur leið- togi og kippir í kyn föður og afa. Hinu virta góðmenni var mis- boðið. Fullyrt er að leyniþjón- usta Kims hafi því gert tölvuá- rás á Sony-stórfyrirtækið, sem bar ábyrgð á banatilræðinu, þótt í þykjustunni væri. Tölvuá- rásinni fylgdu lítt dulbúnar hót- anir í garð væntanlegra bíó- gesta. Sony ákvað að hætta við að setja myndina á markað og sagði raunar sjálfhætt þar sem ekkert kvikmynda- hús þyrði að taka myndina til sýn- ingar. Allt er þetta næstum of spaugi- legt til að hægt sé að trúa því. En hitt vekur eftirtekt, að þetta fátæka ríki, sem ekki tryggir fólki nauðþurftir, skuli vera svo öfl- ugt í tölvuhakki. Fyrst það gat átt svona við Sony-risann, hvaða rekstur er þá óhultur? Hvað um banka og orkufyrir- tæki, t.d. kjarnorkuver, er nú spurt. Og þar sem látið er und- an hótunum frá furðulegum einræðisherra í fátæku smáríki og það af helsta herveldi heims, hvernig bregðast þeir þá við sem minna mega sín? Fjölmiðlar efast margir um að Norður-Kórea hafi tækni- lega þekkingu og afl til tölvu- árásar af þessu tagi. Þeir vitna til sérfræðinga sem segja nán- ast öruggt að stórríki í grennd- inni hljóti að hafa veitt aðstoð sína við skemmdarverkið. Hvers vegna? Jú, þau hafi feng- ið tækifæri til að sannreyna tæknilega getu og hinn elskaði, dáði og virti leiðtogi í lepprík- inu situr uppi með glæpinn. Tölvuárásin á Sony er undarleg. Viðbrögðin eru þó skrítnari} Árásin á Sony er eins og bíó S tundum hendir að norðanáttin feykir til mín skilaboðum frá miðaldra körlum og þaðan af eldri, sem ein- kennast af getsökum og hótfyndni. Stundum fylgja með uppnefni og skætingur. Sjaldnast er ástæða til að taka þetta bókstaflega, nema hvað þetta segir nokkuð um sendandann. Regla mín er þó sú að svara þessu og óska skýringa. Viðbáran er yfirleitt sú að viðkomandi hafi „bara verið að grínast“ eins komist er að orði. Hugur hafi ekki fylgt máli og að þetta hafi bara verið „óbærilegur léttleiki til- verunnar,“ svo vitnað sé í titil frægrar bókar En þrátt fyrir þetta grín og gaman þá situr eitthvað eftir. Sendingar sem koma aftur mið- nætti aðfaranótt föstudags og laugardags af sama stofni, nema að þær eru yfirleitt hallær- islegt fylliríisrugl. Eru þær merkingarlausar nema að sendandinn sýnir svart á hvítu að öl er innri mað- ur, en það er inntak eins af erindum Hávamála. Einu send- ingarnar sem ég tek af alvöru eru bréf ætluð nafna mín- um, Sigurði Boga, sem er geðlæknir á Landspítalanum. Þau lýsa sársauka viðkomandi. Þeim bréfriturum reyni ég að beina á rétta braut, í fullvissu þess að læknirinn leggi líkn að þraut. Ekki þarf tölvpósta til, svo menn komi upp um sjálfa sig. Gömlu karlarnir eru, með öllum undantekningum og fyr- irvörum, öðrum líklegri til að afgreiða samskipti sín við fólk með misjafnlega smekklegum stóryrðum. Svona frekjukarlar eiga það líka til að vera dónalegir og koma af hranaskap fram við börn og fáu finnst mér öm- urlegra að verða vitni að. Og hér förum við að nálgast kjarna málsins, ég minnist þess varla að sjá menn yngri en 40-50 ára koma öðruvísi fram við fólk og þá sérstaklega börn en sem jafninga sem þeir sýna fulla virðingu. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að krakkar væru atyrtir og sýnd allskonar leiðindi, enda var við- horfið að þau þroskuðust af slíku. Nú þykir slíkt nánast höfuðsynd og þjóðfélagið gerir líka ráð fyrir virkri þátttöku feðra í uppeldi barna sinna. Í foreldraorlofinu eiga þeir gæðastundir með krílunum, sem mótar þá og mildar. Gerir þá til lengri tíma að betri mönnum; heiðar- legum og flottum gaurum. Orlof feðra við fæðingu barns hefur verið við lýði í rúmlega áratug og því er orðið á reynslu byggjandi. Rannsóknarniðurstöður eru gjarn- an þokukennd þvæla, eða ætli nokkurstaðar standi að samskipti fólks séu orðin manneskjulegri en var og ein- kennist – heilt yfir – af meiri háttvísi og því að við séum betri hvert við annað, en áður var. Sagt er að trú þurfi til að flytja fjöll, eins og nú hefur sannarlega gerst. Ósýni- legir hólar, hæðir og dalir hafa færst úr stað. Fólk af nýrri kynslóð lifir samkvæmt öðrum og mannvænlegri gildum, en áður voru alsiða. Nýir siðir eru ríkjandi og af þeim mót- ast börnin. Og stundum er sagt að hátíðin sem nú gengur í garð sé fyrst og síðast barna og ungra fjölskyldna – fólks sem sakir breytts tíðaranda á öðrum fremur gleðileg jól. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Jól nýrrar kynslóðar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefurgefið út reglugerð um veiðará kolmunna á næsta ári. Íhlut íslenskra veiðiskipa koma rúmlega 192 þúsund tonn og er þá búið að taka tæplega 11 þúsund tonn frá vegna skiptingar í potta lög- um samkvæmt. Við ákvörðunina var miðað við að hlutdeildin yrði 17,63% af hámarksafla, sem er í samræmi við eldri samning strandríkja um kol- munnaveiðar. Búast má við að ein- hver íslensk skip reyni fyrir sér á kol- munna suður af Færeyjum strax eftir áramót áður en loðnuvertíð hefst. Á fundum í síðustu viku settu strandríkin sér 1.260 þúsund tonna aflamark á næsta ári, en samkomulag náðist ekki um skiptingu á milli þjóða. Vonir standa til að skipting sam- kvæmt eldri samningi verði virt. Samkvæmt honum fá skip Evrópu- sambandsins að veiða 354 þúsund tonn, Færeyingar 303 þúsund og Norðmenn 299 þúsund tonn. Þá eru rúmlega 100 þúsund tonn tekin frá fyrir rússnesk og grænlensk skip. Norður af Skotlandi og suður af Færeyjum Kolmunni hrygnir í mars vestur af Írlandi og leggur síðan fljótlega af stað í ætisgöngur norður á bóginn. Mest er veitt af kolmunna norður af Skotlandi og suður af Færeyjum í apríl og maí, en á þessum tíma er hann þéttastur. Rannsóknir á stofn- stærð eru gerðar í marsmánuði af ESB, Norðmönnum og Rússum. Síðustu ár hafa Íslendingar veitt langmest af kolmunna syðst í fær- eyskri lögsögu, en einnig á alþjóðlegu hafsvæði vestur af lögsögu Evrópu- sambandsins við Írland. Lítið hefur veiðst af kolmunna í íslenskri lögsögu síðustu ár og reyndar lítið verið reynt þar sem skipin eru að mestu upptekin yfir hásumarið við veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld. Kolmunna hefur þó víða orðið vart og ljóst þykir að talsvert sé af honum í íslenskri lögsögu yfir hásum- arið og fram á haust. Þegar Hafrann- sóknastofnun fer í síldarleiðangur að vori er kolmunni ekki kominn í lög- söguna og rannsóknir á makríl og síld síðsumars eru ekki hannaðar til mæl- inga á kolmunna og þær eru ekki markmiðið. Kolmunnastofninn er mjög stór og talinn einn af tíu mest veiddu fisk- tegundum í heimi. Eins og sést á meðfylgjandi töflum hafa miklar sveiflur einkennt veiðarnar síðustu ár, en eftir hlé á veiðum í allmörg ár hófu Íslendingar aftur miklar veiðar á kolmunna árið 1998, mest í íslenskri lögsögu. Afli Íslendinga fór mest í um 500 þúsund tonn, en heildarafli úr stofninum var þá hátt í tvær milljónir tonna. Samningar 2005 Eftir nokkurra ára samningavið- ræður gerðu Íslendingar, Norðmenn, Færeyingar og Evrópusambandið samkomulag 2005 um veiðar úr stofn- inum. Veiðar Íslendinga höfðu þá aukist um nokkurra ára skeið og kröfurnar samhliða, en niðurstaðan varð að 17,63% kæmu í hlut Íslend- inga. Í haust kom fram í fréttatilkynn- ingu að loknum fundi ráðgjafar- nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) að á árunum 1996-2004 var mjög góð nýliðun í kolmunnastofn- inum, sem stækkaði verulega í kjöl- farið. Hrygningarstofninn stækkaði í um sjö milljónir tonna á árunum 2003 og 2004, en fór síðan minnkandi til ársins 2010 vegna lélegrar nýliðunar. Árgangar 2005 til 2008 eru allir metn- ir nálægt sögulegu lágmarki, en ár- gangar 2009 til 2013 eru metnir vera um og yfir langtímameðaltali. Mjög lítill afli árið 2011 og góð nýliðun undanfarin ár hefur orðið til þess að stofn og afli hafa farið vaxandi. Samkvæmt nýjasta mati er hrygningarstofninn talinn vera um 5,5 milljónir tonna árið 2014, sem er töluvert lægra en spá um stærð hans frá úttekt síðasta árs, sagði í tilkynn- ingunni. Veiðum mest af kol- munna við Færeyjar Kolmunni Dekkstu svæðin sýna mestan afla* * tonn/sjm2 Heimild: hafro.is Landaður afli í NA-Atlantshafi frá árinu 1970 Ísland Aðrar Þjóðir Þú s. to nn 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2013 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Heimild: hafro.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.