Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 57

Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Maður á ekki að sýnaneinum innst inn í sál-ina á sér, síst af öllusínum heittelskaða. Ástin er hernaðarlist.“ (13) segir að- alpersóna nýrrar skáldsögu Stein- unnar Sigurðardóttur, Gæðakonur. María Hólm er kunnur jarðvís- indamaður, hefur öðlast frægð út fyrir landsteinana fyrir að spá fyrir um eldgosið í Eyjafjallajökli en at- hygli vakti líka að hún lifði það ásamt Bárði samstarfsfélaga sínum að hrapa í bíl fram af fjalli í Vatna- jökli, hæð sem nam þremur Hallgríms- kirkjum, og lifðu bæði af. María er kona sem heldur spil- unum þétt að sér; býr ein en elskar enn mann- inn sem yfirgaf hana fyrir margt löngu, á í góðu trúnaðarsambandi við æskuvinkonu en er fyrst og fremst í sambandi við starfið, við eldfjöll landsins og heillandi náttúru þess. Hún nýtur ekki athyglinnar heldur vill vera hluti af teymi: „Ég er ekki athygl- issjúkur listamaður sem getur ekki hugsað heila hugsun af því hann hangir á feisbúkk og gerir ekki ann- að en trana sér fram í ótíma. Ég er vísindamaður,“ (42) lætur höfundur hana segja og er það í eitt af nokkr- um skiptum í sögunni þar sem les- andi finnur fyrir söguhöfundinum skemmta sér við að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum – í þetta skipti sumu samstarfsfólki í hópi listamanna. Líf Maríu tekur breytingum þeg- ar ítölsk fegurðardrottning, kölluð Gemma, veitir henni eftirför í París og kynnir hana þar fyrir hug- myndum sínum um breyttan heim, heim þar sem karlar hafa annað hlutverk en til þessa, enda séu karl- ar í „besta falli til trafala fyrir kon- ur, og í versta falli algjör skaðræð- isdýr fyrir einstakar konur […] Karlmenn eru eyðileggjendur.“ (57) Gemma ætlar Maríu hlutverk og samskipti vísindakonunnar við aðra breytast vissulega þótt henni lítist ekki allskostar á hugmyndafræðina; ástarlífið tekur breytingum og pæl- ingar um vald og misbeitingu valds í samböndum fólks verða áberandi. Gæðakonur er saga um sterkar konur og samskipti kvenna á millum og kvenna og karla. Þetta er vissu- lega saga um margt fleira og ekki síst um rétta og ranga mynd af ís- lenskri náttúru og íslenskri menn- ingu, með öllum sínum göllum, eins og kemur fram þegar María les yfir Gemmu og svarar ásókn hennar með þrumuræðu, um að Íslands- sagan sé hryllingssaga og þjóðin sjúk eins og „sjá má á því hvernig farið er að í stjórnmálum og við- skiptum, lýðræðið óvirkt, ráðherra- valdið yfirgengilegt, engin leið að koma á nýrri stjórnarskrá […] og svo þöggunin. Þar að auki stundum við alvarlega rányrkju á landinu okkar, sjálfu fósturlandinu, níðumst á náttúrunni, erum búin að gjöreyða mörgum óviðjafnanlegum landsvæðum og óviðjafnanlegum náttúrufyr- irbærum, líka það er hryllingssaga, og blekkingum haldið á lofti svo kröftuglega að margir fáfróðir Ís- lendingar og útlendir ferðamenn halda að landið sé náttúruparadís.“ (164) Vísindakonan veit betur og vill ganga í sátt við umhverfið til móts við nýja tíma, ekki gangi að sitja kyrr í stöðnuðum hugmyndum um land og náttúru. Það má til dæmis sjá þegar María er á göngu með vin- konu sinni og segir að „dumbungur sé uppáhaldsveður, veðrið sem sé í málverkunum hjá Georg Guðna. Enginn hafi komist nær kjarna Ís- lands en hann, ekki Kjarval, ekki Ásgrímur, enginn. Þar fyrir utan verði að halda áfram að mála landið upp á nýtt því tímarnir gangi fram og það dugi ekki að styðjast við upp- málun gömlu meistaranna frá því einu sinni …“ (126) Þegar litið er yfir skáldverk Steinunnar þá er Gæðakonur óvenjubrokkgeng saga, að ýmsu leyti. Framan af virðist áherslan vera á gagnrýna frásögn um for- vitnilegan öfga-femínisma en það vatnar undan þeirri frásögn um leið og sýnin á umgengni við land og krafta náttúrunnar styrkist. Þá læt- ur hlutverk hinnar ítölsku og óræðu Gemmu undan síga fyrir sam- skiptum eldfjallafræðinga, sem eru mun áhugaverðari, og þegar kemur að ástum, listum og náttúruumræð- unni er höfundurinn líka í essinu sínu og þau samskipti öll fantavel skrifuð og stíluð, eins og lesandinn væntir frá Steinunni. Ljósmynd/David Ignaszewski Steinunn „… þegar kemur að ástum, listum og náttúruumræðunni er höf- undurinn líka í essinu sínu og þau samskipti öll fantavel skrifuð …“ Ástin er hernaðarlist Skáldsaga Gæðakonur bbbmn Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Bjartur, 2014. 230 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Geisladiskur Hlífar Sigurjóns- dóttur fiðluleikara, Dialogus, sem kom út í Bandaríkjunum í lok nóv- ember sl. er nú fáanlegur á Íslandi. Diskurinn hefur að geyma hljóðrit- anir Hlífar á tónverkum sem nokkr- ir vinir hennar hafa fært henni, að því er fram kemur í tilkynningu. Elst er tónverkið Vetrartré eftir Jónas Tómasson frá árinu 1983, þá Tilbrigði við Victimae Paschali Laudes eftir Svisslendinginn Alfred Felder (1987), Hugleiðing eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur (1996), sónatan Seiðkonan eftir Bandaríkjamann- inn Merrill Clark frá 2010 og yngst, eru tvö verk frá 2012, Að heiman eftir Rúnu Ingimundar og Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, segir í tilkynningu. MSR Clas- sics gefur diskinn út í Bandaríkj- unum. Diskurinn var tekinn upp í Reykholtskirkju og sá Sveinn Kjartansson um upptökuna. „Á þessum nýja diski má heyra af- rakstur samtals, vináttu, gagn- kvæmrar virðingar og hrifningar milli skapandi listamanns og túlk- andi,“ segir um diskinn á vef Hlífar, hlifsigurjons.is. Dialogus Hlíf Sigurjónsdóttir. Dialogus Hlífar fá- anlegur á Íslandi TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is 12 16 -EMPIREJÓLAMYNDIN 2014 48 RAMMA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Þorláksmessutilboð á valdar myndir 700 kr. 700 kr. 700 kr. 700 kr. L L THE HOBBIT 3 48R FORSÝ. Sýnd kl. 8 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 1:50 - 3:50 - 5:50 - 8 EXODUS Sýnd kl. 8:30 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 1:30 - 4 - 6:15 MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 1:50 - 3:50 - 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI á allar myndir allan daginn.* *Tilboðið gildir ekki á forsýninguna á The Hobbit klukkan 20:00. Tryggðu þér miða á eða í miðasölu Laugarásbíós. Jólin byrja í Laugarásbíói 700 kr á Þorláksmessu 23. desember Jólasveinninn verður á staðnum allan daginn og gefur öllum nammipoka frá Nóa Síríus ásamt Svala eða kók frá Vífilfelli, á meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.