Morgunblaðið - 23.12.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 23.12.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 BÆKUR Markmið verkefnisins Eyðibýli á Ís- landi er að sögn Gísla Sverris Árna- sonar hjá Eyðibýli – áhugamanna- félagi að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýt- ingu í ferðaþjónustu. Til verður verðmætur þekkingargrunnur um búsetu og líf Íslendinga fyrr á tím- um. Hringferðin hófst á Suðurlandi Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum á Suðurlandi. Afraksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgef- in hús sem kom út í veglegu riti, Eyðibýli á Íslandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin yfir tvo landshluta, Norðurland eystra og Vesturland. Þá voru skráð 236 hús og gefin út tvö bindi af ritinu. Sumarið 2013 náði rannsóknin til Vestfjarða ann- ars vegar og Norðurlands vestra hins vegar. Þá voru 217 hús rann- sökuð og gefin út tvö bindi. Rann- sókninni lauk sumarið 2014 þegar hús í Norður-Múlasýslu og Suður- Múlasýslu voru rannsökuð auk húsa í Árnessýslu, Gullbringusýslu, Kjós- arsýslu og Vestmannaeyjum, alls 189 hús. Í viðauka síðasta bindisins, 7. bindis, er auk þess fjallað um 4 hús. Rannsóknin í heild sinni nær því alls til 748 húsa. Merkileg fyrir ýmsar sakir Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð þröngum skilningi. Rann- sókn nær til yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins sem ekki hafa verið tekin til annarra nota. Þau skilyrði eru gefin að húsið hafi a.m.k. fjóra uppistandandi útveggi. Húsin þurfa ekki endilega að standa á eyðijörð heldur geta þau staðið á jörð í bú- nytjum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar og mikilvægar heimildir um byggða- sögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sér- stakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil. Bækurnar eru gefnar út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsókninni. Hægt er að kaupa þær hjá félaginu í Síðu- múla 33. Nánari upplýsingar er að finna á www.eydibyli.is Húsin sem þögnuðu Nýverið komu út 6. og 7. bindi Eyðibýli á Íslandi en það eru jafnframt lokabindin í ritsafninu. Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Í fjöru Eyðibýli búa sum yfir heillandi fábreytileika, eins og agnarsmár og fagurauður bærinn Ystabúð. Tindur Landsagið skapar viðeigandi bakgrunn við Ingimundarhús. Munið að slökkva á kertunum Athugið hversu langur brennslu- tími er gefinn upp á umbúðum kerta Lúkas Ari, 8 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.