Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 9
megin-frávikið frá hexametri Hómers kemur bezt í ljós, ef þessar sex ljóðlínur eru skrifaðar sem tvær línur á klassísku hexametri: / Áður á / tíðum var / tízka I hjá / lýðum, svo / tryggorðin / kenndu, / / frá bamdómi / blíðum með / fremdar I hag / fríðum að / frægðum sér / vendu. / Þama varð hið klassíska rof í miðri línu, á eftir tizka í þeirri fyrri, og eftir fremdar í þeirri síðari. En hjá Hallgrími kemur rof tvívegis í hvorri línu um sig, sem sé í 2. og 4. braglið, og sú hrynjandi er negld niður með rími (tíðum, lýðum og blíðum, fríðum), og auk þess með stöðu ljóðstafa, sem hæfir þeirri skipan, en ekki klassísku hexametri. Þó er þess að geta, að þar gat rof færzt til í línu og orðið í fjórða braglið í stað þess þriðja, svo sem kalla mætti að yrði hér samkvæmt ljóðstöfum, en það var sjaldgæft. Annars er ríminu hér þannig hagað, að 3. og 6. rímorð, kenndu og vendu, kallast á, og marka þannig tvær hexameturs-línur, þar sem önnur rímorð orka sem n.k. innrím. Og þar sem rímið í þessari gerð Hallgríms af hexameturs-línu heimtar að hún sé tvírofin, þannig að hvorttveggja rofið kemur á eftir lágkveðu, þá raskast kveðnaskipanin ekki eins og í klassísku hexametri, heldur helzt hún regluleg línuna á enda. Auk þessara frávika kemur á nokkrum stöðum forliður í kvæði Hallgríms. En á það skal bent, að einungis forsetningin frá, fremst í 4. línu, getur talizt forliður, sé miðað við skipan í tvær línur en ekki sex. Ljóðstöfun þessa kvæðis er dálítið óregluleg, og að því er virðist miðuð ýmist við klassískt hexametur eða tvírofna línu eftir rími. Sú ljóðstöfun er reyndar mjög fallega gerð, og þessi íslenzki bragur að öllu leyti hin ágætasta smíð. Nú er að geta annarrar fomgrískrar ljóðlínu, sem kölluð hefur verið pentametur (sem sé fimmtarbragur): / Ásmundur, / Einar og / Jón / I / Ingólfur, / Halldór og / Sveinn. / /Svv /Svv /S / I /Svv /Svv /S / Þessi línugerð kemur aðeins við sögu í bragarhætti þeim sem kallast dístíkon eða elegískur háttur. Heitið dístíkon (tvíhenda) stafar af því, að þar standa saman tvær ljóðlínur, sú fyrri daktflskt hexametur og hin síðari pentametur. TMM 1993:4 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.