Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 11
Samkvæmt því að ljóðlína þessi er órofin, er stundum litið á hana sem
þrjáferliði, og hún þá kölluð trímetur (þrenndarbragur). Grímur Thom-
sen sýnir vel í þýðingu sinni á ræðu varðmannsins í upphafi leikritsins
Agamemnons eftir Æskílos, hvemig ljóðstöfun í jömbuðu hexametri
getur orðið ýmist samkvæmt trímetri eða sex jamba línu:
/ Ég vild’ég vær- / i laus við þett- / a vökustarf, /
/vSvS /vSvS /vSvS /
/ því vetrarlangt / og sumars ég / á þekju dvel /
/vSvS /vSvS /vSvS /
/ og eins / og hund- / ur ligg / á lapp- / ir mín- / ar fram /
/ vS / vS / vS / vS / vS / vS /
Ljóðstöfunin sýnir, að litið er á tvær fyrstu línumar sem trímeturs-línur
(vildi, vöku, vetrar), en þá þriðju sem sex jamba línu (ligg, lappir í 3. og
4. braglið).
Af öðmm bragarháttum fornskáldanna grísku mun þekktastur vera
háttur sá, sem kenndur er við Saffó, ekki sízt fyrir það, að Hóras beitti
honum mikið, og m.a. á það ljóð sitt, sem á sfðari öldum hefur orðið
einna frægast rómverskra fomkvæða, Integer vitœ.
Hátturinn telst vera réttur með þremur línum af gerðinni:
/ Ragnar, / Gísli, / Guðmundur, / Sveinn og / Hjalti, /
/ Sv / Sv / Svv / Sv / Sv /
og svo í lokin: / Grímur og / Bjami. /
/ Svv /Sv /
í löngu línunum gat 2. og 5. bragliður verið spondi.
En einhvem tíma seint á miðöldum hlaut þessi háttur víða þau örlög að
skekkjast í hrynjandinni. Astæðan var sú, að skynbragð manna á hljóð-
lengdar-reglur var farið mjög að dofna, svo að t.d. orðin Integer vitæ í
ljóði Hórasar voru borin fram eins og í lausamáli, sem daktfli og tróki,
án þess að tekið væri mark á því, að loka-atkvæði lengdist í ljóðinu vegna
samhljóðanna í upphafi næsta orðs á eftir. Talið er að þar hafi gegnt sama
máli og í fomíslenzkum kveðskap. Fyrir bragðið hefur þetta fræga ljóð
TMM 1993:4
9