Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 13
/vS /vS/ vS /vSv /
/Svv /Svv /Sv /Sv /
hin fráa lind, og freðinn skógur
fannbarinn stynur f nöprum gjósti.
Þessi háttur kemur einnig fyrir í Hórasar-þýðingum, og honum bregður
fyrir í þýðingum á ljóðum eftir Hölderlin.
Fleiri en einn bragarháttur eru kenndir við forn-gríska skáldið Asklepí-
ades. Einn þeirra mætti tákna á þessa leið:
/ Hallur, / Hákon og Sveinn / I / Haraldur, Bjöm / og Geir. /
/ Sv / SvvS / I / SvvS / vS /
í miðri línu er rof. Og síðari helmingur línunnar er spegilmynd af þeim
fyrri: / Tróki / kórjambi / I / kórjambi / jambi /
Enn verð ég að fara í eigin smiðju eftir dæmi: Kvæði Hórasar,
Minnisvarði, hefst í þýðingu á þessari línu:
/ Háan / varða ég hlóð / I / haldbetri’en mynd / úr eir. /
/Sv /SvvS / I /SvvS /vS /
Síðan er þessi línugerð endurtekin kvæðið á enda.
Upp af þessum einnar línu bragarhætti er sprottinn annar háttur Asklepí-
adesar. Ljóð Hórasar, Lindin Bandúsía, er ort á þeim hætti, og þýðing-
artilraun hefst á þessu erindi:
/Sv/SvvS/1 /SvvS/vS/
/Sv/SvvS/1 /SvvS/vS/
/Sv/Svv/Sv/
/Sv/SvvS/vS/
Blessuð bergsvala lind, blikandi fagurtær,
færa vil ég þér víst vínfórn og blómaskrúð,
síðan svolítinn kiðling
sem í enni ber hnífla tvo.
Þessi dæmi um fomgríska bragarhætti, sem komið hafa við sögu í
íslenzkum ljóðskap, læt ég nægja, þó nefna mætti fleiri, sem hér hafa
aðeins drepið niður fæti, til marks um fjölbreytnina. Ég mun í þess stað
víkja að þeirri ljóðlínu-gerð, sem að líkindum hefur vinsælust orðið í
vestrænum heimi á síðari öldum, allt fram á vora daga. En það er jambað
pentametur eða pentajambi, sem sé fimm jamba lína, með tilbrigðum,
TMM 1993:4
I I