Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 20
Minnst þarf kirsiblóm
til að fjúka, segja menn.
Líf mitt hrundi samt
fyrir einu orði, þótt
ekki bærðist nokkur blær.
Og sem dæmi um hœku þetta litla ástaljóð:
Von að hitta þig
í draumi — hélt fyrir mér
vöku næturlangt.
Og þá er víst aðeins ónefnd limran, sem iðkuð hefur verið sem spé á
Bretlandseyjum, og á síðustu áratugum einnig á íslandi.
Limran er fimm línur, og bragliðirnir í hverri línu 3,3,2,2,3, oftast
anapestar (öfugir þríliðir), en þó ekki alltaf. Rímröðin er: a,a,b,b,a.
Sem dæmi um limru má nefna stöku Jóhanns S. Hannessonar:
Þegar ekkert er af manni að frétta
er óhætt að stóla á þetta
til að vekja á sér at-
hygli að klifra upp á kat-
ólsku kirkjuna og láta sig detta.
Um það hafa menn deilt, hvort svo kölluðfríljóð séu ort á nokkru því
formi, sem kenna megi við bragar-hátt, nema hvert ljóð sé á eigin
bragarhætti. Ég mun því hvorki ræða um frumsamin né þýdd ljóð af þeirri
gerð, heldur ljúka þessu spjalli á slíku smáljóði eftir Snorra Hjartarson:
Ský og tré
Ský hefur tyllt sér
á háar naktar greinar
aldintré hvítt
fyrir blómum
horfðu vel
myndin er hverful.
18
TMM 1993:4