Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 30
hún búin að margreyna, hafa ekki snefil af mannþekkingu. Hún þarf ekki
annað en að opna munninn til að vera álitin saklaus. Það er ekki einu
sinni hlustað almennilega á hana, heldur gripið fram í fyrir henni og sagt
vingjarnlega ,,ja héma“, síðan er hún send heim. Það er engu líkara en
lögin gildi ekki fyrir hana. Hún hefur reynt að koma með skriflegar
skýrslur og hún varð fyrri til að upplýsa margan glæpinn, þar sem hún
gat bent samstundis á hinn seka, sjálfa sig. Á einstökum atriðum, sem
eiga að styðja yfirlýsingar hennar, er enginn hörgull: jafnskjótt og hún
gerir sér grein fyrir að hún hefur gert það, öðlast hún stálminni. En alltaf
skal öðrum heppnast að flækja sér í málið og hrifsa til sín sökina. Hún
getur ekki með nokkru móti lesið um þessi skelfilegu réttarhöld þar sem
öðrum er refsað í hennar stað með betrunarvist eða fangelsi. Hún
blygðast sín fyrir ástand réttarkerfisins sem vill ekkert af henni vita þó
hún sé ævinlega reiðubúin að taka út refsingu fyrir misgjörðir sínar. Allir
þeir peningar sem er sólundað í rannsóknir, þvílrkt umstang, og þessi
endalausu málaferli! Hvað em þeir að hugsa þessir afglapar sem að
lokum játa, hvers konar bilun er það eiginlega sem fær þá til að gangast
við einhverju sem þeir hafa alls ekki getað gert?
Stundum, þegar þess háttar atburðir hafa valdið henni slíkri örvinglun
að hún veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð, spyr hún sjálfa sig hvort
hugsanlegt sé að einn og sami glæpurinn hafi verið framinn tvisvar
sinnum. Getur verið að hún sé eina manneskjan með réttu ráði en allir
aðrir afglapar? Það veit guð að þetta er ekki tóm ímyndun í henni, hvemig
á manneskja, sem getur gert annað eins, í ofanálag að ímynda sér
eitthvað. En alveg er það furðulegt hvað fólk þekkir sjálft sig illa.
Hin seka lætur ekki bugast. Hún heldur sér vel, hún safnar kröftum
fyrir þann dag sem réttlætið nær fram að ganga. Glæpir koma og glæpir
fara en þegar að því kemur að hún fær uppreisn æru, ætlar hún að bera
höfuðið hátt og taka þakklát við þeirri refsingu sem henni ber.
Hinn blindi
Hinn blindi er ekki fæddur blindur, en með svolítilli fyrirhöfn er hann
orðinn það. Hann á myndavél sem hann tekur með hvert sem hann fer
og hann nýtur þess að hafa augun lokuð. Það er eins og hann gangi í
28
TMM 1993:4