Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 54
einstaklingum og þess sem gerir það að verkum að hægt er að flokka þá saman. Til dæmis greindi hann í sundur hinn einstaka mann og það sem gerir hann að manni þ.e. hið almenna hugtak maður eða mennska. Deiluefni guðfræðinganna var hvort al- mennu hugtökin ættu sér sjálfstæða tilvist sambærilega við tilvist einstaklinganna. Þeir skiptust í tvo hópa, raunhyggjumenn eða realista, sem triíðu á sjálfstæða tilveru almennu hugtakanna og nafnhyggjumenn eða nómínalista, sem trúðu því að hugtökin væru aðeins aðferð manna til að skilja veru- leikann sem einungis saman stendur af ein- stökum hlutum. Vilhjálmur frá Ockham var helsti fulltrúi nafnhyggjunnar. Um hann má fræðast tals- vert í grein sem Eyjólfur Kjalar Emilsson birti fyrir nokkrum árum í TMM (85:2). Hugmyndir þessa merka heimspekings virðast hafa haft mikla þýðingu fyrir þróun vestrænnar hugsunar, þar sem þær voru áfangi á leiðinni frá aristótelískri guðfræði miðalda, eða skólaspekinni, sem reyndi að fella alla þekkingu mannsins í eitt kerfi þar sem guðfræði skipaði öndvegi og veitti svör við öllu. Með því að hafna tilveru almennra hugtaka nema sem orða og gera ráð fyrir að aðeins séu til einstaklingar og einstakir hlutir og að eiginleikar þeirra séu einstakir líka, var Ockham að gera beina skynjun á veruleikanum að grundvelli þekkingar en ekki skynjun á eiginleikunum eins og fyrirrennarar hans. Það kann að virðast einkennilegt við fyrstu sýn, en fyrir Ockham vakti að sýna meðbræðrum sínum að hugmyndin um sjálfstæða tilvist almennu hugtakanna eða eiginleikanna væri andstæð trúnni á Guð, því að með henni væri gert ráð fyrir því að Guð væri fjötraður af þeim reglum sem hann setti heiminum sjálfur. Ockham gerði aftur á móti ráð fyrir almáttugum Guði sem væri frjáls til að breyta þeim reglum sem hann setti heiminum. Þetta viðhorf kemur víða fram í verkum Rabelais m.a. þar sem sagt er frá fæðingu Gargantúa. Móðir hans gengur með hann í ellefu mánuði og að lokum fæðist hann í gegnum eyrað en þá segir Rabelais að það sé hægt því „Guði er ekkert ómáttugt“ (bls. 30) en hugmynd þessi kemur nánast beint frá Ockham. Af þessu leiðir einnig að spádómar stríða gegn hugmyndinni um frjálsan Guð. Ef eitthvað er ákveðið fyrir fram þá er Guð ekki frjáls til að breyta því, en gagnrýni á spádóma kemur víða fyrir í bókum Rabe- lais eins og fyrr hefur verið getið. Það skiptir máli í þessu sambandi að Rabelais er vísindamaður á mælikvarða síns tíma. Samning tröllasagna var á engan hátt aðalstarf hans. Hann var læknir, kenndi læknisfræði og gaf út skýringar og þýðing- ar á verkum forngrísku læknanna Hippó- kratesar og Galenosar, en verk þeirra voru að berast til Vesturlanda á hans dögum. Þetta er athyglisvert vegna þess að hug- myndir Ockhams leggja grunninn að nú- tímavísindum. Eins og aðrir skólaspek- ingar gerði hann ráð fyrir því að þekking yrði fyrst og fremst til við að skoða hinn efnislega veruleika en ólíkt þeim þá taldi hann ekki að eiginleikarnir sem uppgötvuð- ust þannig og væm fyrirbæmm í heiminum sameiginlegir ættu sér sjálfstæða tilvist. Sjálfstætt eðli hlutanna er ekki til, aðeins einstakir eiginleikar hinna einstöku hluta sem gera okkur þó kleift að flokka þá sam- an. Afraksturinn var mun sveigjanlegri heimsmynd. Sem dæmi má taka að þó allir menn sem maður rekst á, eða hefur spumir A 52 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.