Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 60
Þórunn Valdimarsdóttir / Megas Stúlka í turni Morgun einn stendur fiskimannsdóttirin í fjörunni og bíður föður síns. Hún skimar eftir honum skyggndu auga, en ekki kemur hann samt. Alda fylgir öldu, en aldrei hann. Þetta er einstæður fiskimaður og móðurlaus fiskimannsdóttir, en hefur heimilisbragur þó verið með mestu ágætum. Þau sofa sitt hvoru megin í risavöxnu rúmi undir rósóttri sæng. Þetta eru mjúk feðgin, miklu mjúkari en venja er til með fólk almennt. En nú saknar hún föður síns og er óttaslegin. — Farðu að koma faðir minn. Alda fylgir öldu, en aldrei kemur faðir hennar. Stilliblíða er og mestu ljómastillur, en morgunninn líður og ekki skilar faðirinn sér heim í vör, allar varirnar, gapandi tómar, gína við hafi og himni. — Það er ekki fjörið í vörinni núna, faðir minn, segir hún og tínir þang oní kúna, of skynsöm til að týna sjálfri sér. Loks sér í skip á sjónarröndu og guði sé lof fyrir botnlausa gæsku hans. Hún situr stolt á steini með hönd undir hægri kinn, horfir á haf út, gildvaxin gælir við stein holdmiklum rassi sem stinnur á móti stynur á móti. En skyndilega stekkur hún á fætur. Skipið er með rautt og svart segl, guð minn almáttugur, henni svelgist á svörtum kræklingnum sem hún var að sjúga, rauðan og holdlegan. En hún róar sig niður og rær sig niður á steininn aftur. — Kannski er þetta björgunarsveitin með föður minn í farteskinu. Hún stingur öðrum krækling úr netsálinni upp í sig. — Góðir eru kræklingar til átu, sagði hún amma mér, og til að krækja í karl er ráð að eta kræklinga, þá ilmar maður upp úr og niður úr, og þeir sjá jafnvel ekki ljótasta trýni fyrir tælandi álagailmi. Ekki það að ég sé 58 TMM 1993:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.