Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 62
Þeir skilja hana eftir eldrauða innan um þöngulhausana, blæðandi yst sem innst. Hún fer öll í flækju, þangið flækist inn í hana og þöngulhausar og þaradrjólar smjúga hana og flækjast í hnúta í sálarstokkunum. Hún grætur og grætur og grætur og grætur. — Hvers vegna ertu orðinn svona margur og vondur pabbi, harður og hættir ekki þegar ég bið þig og meiðir mig og meiðir mig, gott þú ert farinn, ég vona þú komir aldrei aftur. Hin klunnalega og lárétta fiskimannsdóttir, flækt í andlega blygðun- arsemi sína, heyrir rödd. — Ég er ekki margari en ég var, komdu, komdu stúlka litla. — Ert þetta þú pabbi? Hún rís á fætur með sitt innra hrís og hleypur og hleypur þar til þarinn er farinn og hún aftur orðin hvít á hörund í heilum kjól, stuttum. Hleypur hún nú lengi lengi, yfir móa, mýrar og engi. Hvert sinn er hún pústar heyrir hún enn röddina þurru og viðkunnanlegu. — Enn nær, komdu mér nær, mær mær... Svo fer fram þar til snögglega rís rammasti turn fyrir framan þennan þybbna, netta, klunnalega og smágerða fiskimannsaugastein, hún veit ekki fyrr en rammasti turn rambar í gljáandi þokunni fyrir framan hana. — Gráturinn skekkir mitt skyn, má þetta vera? Hún réttir út hendur, og þær segja sama. — Gráturninn skreytir mitt skyn, og má vera hann skeyti því saman. Þá er að opnast dyr með dimmu ískri. Hún heyrir ekki röddina að þessu sinni, en fer samt inn á eigin ábyrgð, óttaslegin en flótta og skjóli fegin. Hvert ætti hún sússum að fara? Hún veit ekki fyrr en tröppurnar toga hana niður í jarðhús mikið og meira en dimmt, ógurlega dimmt. En hægri höndin lýsir sem kyndill væri þegar hún fórnar henni. Óðjurt vex hvarvetna á þessu moldargólfi, svo hún varla kemst leiðar sinnar, en lítur þó á veggina. Sér hún þar tólf hlekki standa úr grjótveggjum. — Skammarlega eru þetta ónotaðir hlekkir, pabbi væri búinn að finna brúk fyrir þessa tröllaskartgripi fyrir löngu. í henni er enn hefndarhugur, þrátt fyrir hlaupin, í henni eru enn víkingar og voðaverk þeirra, svo hún sér afmyndaða og greddulega hausa þeirra blóði drifna standa út úr hlekkjunum. Þá stígur hún í volgan poll upp á sköflung, eins og ólukkan vill hafa það, varpar lófabirtu sinni á, 60 TMM 1993:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.