Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 72
— Mér leiðist þessi ævi, þess vegna ætla ég að reyna það. Ofboðsleg þrá skín við það úr augum blökunnar. Þrálátt ofboð ljómar af Blakþóri. — Þinn er kroppurinn mjúkur og léttur sem dúnn, en hug ber þú burtreiðarkvendis, litla krútt. Nú sér guð hvort þú getur. — Nú sér guð hvort ég get, og skrattinn Ugluna en ekki mig. Uti er allt sem fyrr, utan hvað loksins sést í Mána nokkurn, sköllóttan og skínandi. Skuggamyndir furðufugla sjást á ferli á feldi hans, þau þar á meðal. Öllu þessu fer fram á meðan myrkrið dokar í skotunum. Og nálgast dögun og kemur með öllum sínum fylgifiskum. Blakan gefur stúlkunni við hlið sér ósýnilegt merki undir teppinu, í hvítabítið. Voici le temps des assassins, dögun hins kyrkingslega morg- uns. Ofurhægt rís litla frúin á fætur, og einbeitir sér svo í trúnni á ætlunarverk sitt að himinninn þaggar hljóðlaust niður í efa hennar og uppsprettan opnast. Hún fylgir henni. Við bætist það lán að Uglan tekur sterkt svefnlyf að læknisráði. Hún fer að Uglunni, veiklast ögn frammi fyrir yfirvofandi augnaráð- inu, en smeygir sér undan og læðist aftan að henni. Hún tyllir sér hátt á tá til að ná, og nær vel með litlu liljuhvítu höndunum sínum að umkringja hálsinn án þess að snerta. Ljós úr vindauganu brotnar í hlandpolli sem ónefndur aðili á útferð skildi eftir sig í síðnóttinni, svo glampar á mjóar axlir. Mjóir upphandleggir eru í láréttri stöðu og mjúkir framhandleggir styðja morðvænar hvítar hannyrðahendur. Hún þrýstir snögglega höndum að hálsi og hefur kyrkingu andandi ótt. Hreyfingar hjartans kveikja í líki. Ugludjöfullinn, svo flálegahrakinn úr draumlendu sinni, hrekkur upp við köfnunina, brýst þegar um ógur- lega og hamslaust, sogar og sogar eigið kok í lunga, læsir stálklóm í allt sem ekki er og lemur vængjunum um herbergið. Ógurleg Ugluaugun ranghvolfast og leitast við að læsa sig í stúlkuna að stela úr henni allri orku og lama hana. Undir þessum fláa leik læðist blökudrengur nær í skjóli veggja, bindur sig fastan í flétturnar sér til öryggis, halds og trausts, og breiðir sína svörtu blökuvængi sem sólgleraugu fyrir glóandi glym- umar. Hið illa Ugluauga skellur á henni sjálfri, svo helvítið hittir sjálfa sig fyrir. Við dauðasog Uglunnar dregur svo úr stúlkunni að hún missir öll tök á fyglinu, sjálfri sér og tilvem sinni. En Uglan eyðist og allur Ugluvísdómur heimsins í sömu andrá, tuminn hrynur og verður að engu og blóðblóm vaxa upp við það sama, lambagras og víkingajurtir. 70 TMM i 993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.