Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 72
— Mér leiðist þessi ævi, þess vegna ætla ég að reyna það.
Ofboðsleg þrá skín við það úr augum blökunnar. Þrálátt ofboð ljómar
af Blakþóri.
— Þinn er kroppurinn mjúkur og léttur sem dúnn, en hug ber þú
burtreiðarkvendis, litla krútt. Nú sér guð hvort þú getur.
— Nú sér guð hvort ég get, og skrattinn Ugluna en ekki mig.
Uti er allt sem fyrr, utan hvað loksins sést í Mána nokkurn, sköllóttan
og skínandi. Skuggamyndir furðufugla sjást á ferli á feldi hans, þau þar
á meðal. Öllu þessu fer fram á meðan myrkrið dokar í skotunum. Og
nálgast dögun og kemur með öllum sínum fylgifiskum.
Blakan gefur stúlkunni við hlið sér ósýnilegt merki undir teppinu, í
hvítabítið. Voici le temps des assassins, dögun hins kyrkingslega morg-
uns. Ofurhægt rís litla frúin á fætur, og einbeitir sér svo í trúnni á
ætlunarverk sitt að himinninn þaggar hljóðlaust niður í efa hennar og
uppsprettan opnast. Hún fylgir henni. Við bætist það lán að Uglan tekur
sterkt svefnlyf að læknisráði.
Hún fer að Uglunni, veiklast ögn frammi fyrir yfirvofandi augnaráð-
inu, en smeygir sér undan og læðist aftan að henni. Hún tyllir sér hátt á
tá til að ná, og nær vel með litlu liljuhvítu höndunum sínum að umkringja
hálsinn án þess að snerta. Ljós úr vindauganu brotnar í hlandpolli sem
ónefndur aðili á útferð skildi eftir sig í síðnóttinni, svo glampar á mjóar
axlir. Mjóir upphandleggir eru í láréttri stöðu og mjúkir framhandleggir
styðja morðvænar hvítar hannyrðahendur.
Hún þrýstir snögglega höndum að hálsi og hefur kyrkingu andandi
ótt. Hreyfingar hjartans kveikja í líki. Ugludjöfullinn, svo flálegahrakinn
úr draumlendu sinni, hrekkur upp við köfnunina, brýst þegar um ógur-
lega og hamslaust, sogar og sogar eigið kok í lunga, læsir stálklóm í allt
sem ekki er og lemur vængjunum um herbergið. Ógurleg Ugluaugun
ranghvolfast og leitast við að læsa sig í stúlkuna að stela úr henni allri
orku og lama hana. Undir þessum fláa leik læðist blökudrengur nær í
skjóli veggja, bindur sig fastan í flétturnar sér til öryggis, halds og trausts,
og breiðir sína svörtu blökuvængi sem sólgleraugu fyrir glóandi glym-
umar. Hið illa Ugluauga skellur á henni sjálfri, svo helvítið hittir sjálfa
sig fyrir. Við dauðasog Uglunnar dregur svo úr stúlkunni að hún missir
öll tök á fyglinu, sjálfri sér og tilvem sinni. En Uglan eyðist og allur
Ugluvísdómur heimsins í sömu andrá, tuminn hrynur og verður að engu
og blóðblóm vaxa upp við það sama, lambagras og víkingajurtir.
70
TMM i 993:4