Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 99
borin fyrir fólk í vafasömu þjóðríki eða heyrst í ijölmiðlum án þess að menningar- vitar legðust í þunglyndi. Hér er þetta talið bera þjóðleg einkenni og vott um frum- leika, áhuga eða ást á menningararfi okkar, bókmenntunum. Enn hafa hvorki verið skipulagðir útreiðartúrar á málverkasýn- ingar (ekki einu sinni á sýningar á verkum Kjarvals eða Errós; hvað sem tíminn á eftir að leiða í ljós uppi á Korpúlfsstöðum) né á tónleika, kannski af því að þær listgreinar eru ekki eins nákomnar okkur; vitleysa vitsins mæðir helst á bókmenntunum. Tímarit og gagnrýni Um þessar mundir eru gefin út á íslandi þijú tímarit sem fjalla nær einvörðungu um bókmenntir. Öll nema eitt hafa orðið tals- vert fyrir barðinu á því sem hægt væri að kalla B.A.-ritgerðaplágu, menningar- ágengni sem er af bandarískum ættum og felst í því, að háskólanemar finna sig knúna til að fá birtar ritgerðir sem þeir skrifa fyrir kennara og kalla síðan bókmenntafræði. í Tímariti Máls og menningar 2.93 er ritsmíð eftir Kristján B. Jónasson í B.A.-dúr og ber heitið Eitin á sínum hól. Ef ég væri dæmigerður gagnrýnandi segði ég héma að greinin sé skrifuð af álfi út úr hól, enda er háttur gagnrýnandans að grípa atriði bókar og snúa upp á höfundinn, svo hann minnki í augum lesenda en vegur hans sjálfs vaxi. Tökum dæmi: skáldsagan A fjallar um rithöfund sem efast á einum stað um hæfileika sína og hugsar: „Þetta er ekki nógu gott.“ Gagnrýnandinn tekur setn- inguna fegins hendi og skrifar: „Sögunni A verður best lýst með orðum aðalpersónunn- ar í henni: „Þetta er ekki nógu gott.““ En það em ekki bara gagnrýnendur sem halda að höfundar komi upp um sig með persónum bóka sinna og leggi þannig gagn- rýnendum á streng ör sem hittir þá í hjarta- stað. Frá fyrstu tíð hefur verið litið þannig á skáldskap hér, að hann sé öðru fremurefni í sagnfræði eða persónulegar heimildir, eins konar játningar. Umsagnir um bækur em þess vegna, þegar verst lætur, lítið ann- að en útúrsnúningur eða örvahríð sem gagnrýnendur láta lesendur halda að höf- undurinn leggi þeim upp í hendurnar með því að hafa litla hugmynd um hvert efni bókar hans sé. Þetta á ekki bara við um menntaða gagnrýnendur, að þeir telji sér skylt að senda umsagnir sínar sem andskota á höfunda, heldur hefur menntakerfið mót- að sérstaka tegund af pörupiltum sem kom- ast á æðstu staði í samfélaginu, þar sem þeir vega að æðri menntun, stöðva fjárveitingar til skóla og byggingu bókasafna með jafn miklu ábyrgðarleysi og þeir em óþokkaleg- ir í framkomu og orðum. Oft er auðsætt af máli menntamanna, að það þykir bera vott um orðsnilld að geta notað íslenska tungu á kvikindislegan hátt. ÖIl stundum við það í einhveijum mæli, en verst er þegar málið stendur óhlutbundinni hugsun fyrir þrifum, þeirri sem er undirrót hlutanna, því ef henni er ekki beitt verður ekkert áþreifanlegt og vit og hugsun eyðast í gagnslausu andríki og orðaglamri. Höfundur greinarinnar í TMM notar þá aðferð að þykjast stíga fast á völlinn og sanna í upphafi síns máls, að það er hann sem vitið hefur og þekkinguna. Skáldið sem hann fjallar um veit ekki um hvað það er að blaðra, það er loðið í hugsun, og við lestur bókarinnar verður „útkoman eins og rödd sem mælir innan úr einhverjum reyk“ ....En stundum mæðist hann og staðnæm- TMM 1993:4 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.