Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 116
Annað bindi nýrrar bókmenntasögu fjallar um íslendingasögur,
rómönsur, katólskan trúarskáldskap, sagnadansa og rímur, og aldirnar
fyrstu eftir siðaskipti. Omissandi yfirlitsrit um íslenskar bókmenntir
fyrr og nú.
í haust kemur út annað bindi af fjórum.
Þar er fyrst fjallað um Islendingasögumar,
þvínæst er hugað að íslensku rómöns-
unum, fornaldarsögum og riddarasögum.
Fjallað er um trúarlegar bókmenntir í
lausu máli á síðmiðöldum, helgisögur,
leiðslur og dæmi, rakin þróun helgikvæða
og skáldlist þeirra fram að siðaskiptum, og
er sjálf Lilja þar í öndvegi. Þá er fjallað
um sagnadansa og um upphafsaldir rímn-
anna, en að lokum þessa bindis er lýst
áhrifum siðaskiptanna á íslenskar bók-
menntir og sagan rakin fram til miðrar
18. aldar. Bindið er 570 blaðsíður, smekk-
lega prýtt myndum.
Viðtökur fyrsta bindis í fyrra leiddu í ljós
mikinn áhuga á vönduðu yfirlitsriti um
íslenskar bókmenntir frá upphafi og til
okkar daga. Ljóst er að bókmenntasagan
bætir úr brýnni þörf fyrir ítarlegt en
handhægt heildarverk um sögu ís-
lenskra bókmennta.
Böðvar Guðmundsson
Sverrir Tómasson
Torfi H. Tulinius
Vésteinn Olason, ritstjóri
Hrafnhildur Schram,
myndritstjóri
Fyrsta bindi bókmenntasögunnar
hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin
á síðasta ári.
Mál IMIog menning
Laugavegi 18, sími 24240 • Síðumúla 7 - 9, sími 688577
Frá Njálu til Hallgríms